Fréttatíminn - 16.10.2015, Qupperneq 88
Í takt við tÍmann SylvÍa Erla mElStEd
Er með bráðaofnæmi fyrir glúteni
og má ekki borða pítsu
Sylvía Erla Melsted er 19 ára nemi í Versló sem vakti athygli þegar hún söng í undankeppni
Eurovision fyrir rúmum tveimur árum. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag á dögunum,
Getaway, og mun troða upp á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í næsta mánuði.
Staðalbúnaður
Það er erfitt fyrir mig að lýsa
lúkkinu mínu því það fer
alveg eftir því í hvernig
skapi ég er þegar ég
vakna í hvað ég fer.
Stundum vil ég
vera hip hop
pía, stund-
um fín og
kvenleg
og
stundum í strákafötum. Ég er líka
dugleg að breyta fötunum mínum
– mála á þau eða sauma á þau smile
emoticons. Og ég er eiginlega alltaf
með derhúfu eða hatta. Ég pæli ekki
mikið í því hvaða búðum ég versla í
en ætli ég versli ekki mest í Asos,
það er mjög fjölbreytt úrval þar.
Hugbúnaður
Ég djamma ekki og hef aldrei far-
ið niður í bæ að skemmta mér. Ég
er mjög skrítinn 19 ára unglingur
að því leyti. Ég bara drekk ekki og
langar ekki til þess en ég kann vel
að skemmta mér án áfengis. Ég er
opin og get vel gert mig að fífli án
þess að vera full. Ég er mjög upptek-
in við stöðugar æfingar í tónlistinni
og að semja lög auk þess að læra
fyrir skólann. En þegar ég á lausan
tíma fer ég í ræktina, hitti vini mína
og er með kærastanum mínum.
Vélbúnaður
Ég er virk á Instagram en ég verð að
fara að bæta mig aðeins á Facebook,
ég er alls ekki nógu virk þar. Og ég
er ekki einu sinni á Twitter. Eina
appið sem ég nota fyrir utan Instag-
ram er Quizlet sem er mjög þægi-
legt að nota þegar maður er að læra.
Aukabúnaður
Það er mjög leiðinlegt að segja
það en uppáhaldsmaturinn minn
er pítsa og ég má ekki borða pítsu.
Ég er með bráðaofnæmi fyrir glú-
teni og þarf að passa hvað ég borða
því það er glúten í nánast öllu! Ég
fæ útbrot og verð fárveik ef ég
borða eitthvað með glúteni í. Ég
hitti lækna á Spáni í sumar út af
þessu og þeir fóru yfir mataræðið
með mér og gáfu mér uppskriftir.
Núna finnst mér ótrúlega gott að
grilla bara grænmeti en ég má líka
borða fisk, kjúlla og fleira. Ég fer
nú ekki oft út að borða en þegar ég
geri það eru Sushisamba og Fisk-
markaðurinn í uppáhaldi. Það er
líka ótrúlega góður fiskur á Snaps.
Auk þess að fara til Spánar í sumar
fór ég til New York með vinkonu
minni að hitta aðra vinkonu mína.
Uppáhalds staðirnir mínir eru Ít-
alía og Los Angeles, ég hreinlega
elska LA – það er staður fyrir mig.
Ég komst líka að því þegar ég fór
í myndatöku úti á landi um daginn
að ég hef verið að vanmeta Ísland.
Þá áttaði ég mig betur á því hvað
við erum ótrúlega heppin með nátt-
úruna okkar og hvað hér er þægi-
leg orka.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Högni með
tvenna tónleika
Högni Egilsson hefur komið víða
við á fjölbreyttum tónlistarferli
sínum og leggur nú leið sína í
Petersen svítuna í Gamla Bíói og
í Hljómahöllina í Reykjanesbæ
um helgina.
Tónleikarnir eru hluti af tón-
leikaferðalagi hans um landið í
október og mun hann leika efni
úr ýmsum áttum enda af nógu
að taka. Högni hefur samið tón-
list með hljómsveitum sínum
Hjaltalín og GusGus auk sóló-
verkefnisins HE. Þá hefur hann
samið fjöldamörg tónverk fyrir
leikhús, sjónvarp og kvikmyndir.
Öll verkefnin eru undir og mega
tónleikagestir því búast við ein-
stakri tónlistarveislu.
Tónleikar Högna á þessu
ferðalagi munu fara fram á minni
tónleikastöðum um land allt í því
augnamiði að skapa nánd og eft-
irminnilega stemningu meðal
tónleikagesta.
Tónleikar Högna í Petersen
svítunni hefjast klukkan 22 á
laugardagskvöld, en klukkan 21
á sunnudag í Hljómahöllinni. -hf
88 dægurmál Helgin 16.-18. október 2015