Listin að lifa - 01.06.2014, Side 3
Meðal efnis
Afmæliskveðja frá forseta íslands...................4
Landssamband eldri borgara 25 ára...................6
Vel sóttur formannafundur LEB i Garðabæ...........8
Ekki gera ekki neitt er mottó FEBS................10
„I betra formi 81 árs en um fimmtugt".............12
Heildarþjónusta fyrir augu á öllum aldri.......... 13
Fjármál við starfslok..............................14
Hamingja á efri árum...............................16
Aðildarfélög Landssambands eldri borgara..........19
Mikil gróska í félögum eldri borgara um allt land.20
Oldungaráð í öll sveitarfélög......................21
Ályktun kjaranefndar LEB frá 18. mars 2014.........22
Fræðsluhornið......................................24
Aukakílóin.........................................26
Nýr framkvæmdastjóri hjá LEB.......................28
Áfengisveitingar á elliheimilum....................28
Samstarf LEB og Securitas..........................29
Krossgáta..........................................30
Vísnaskrínið.......................................31
Samstarfsnefnd eldri borgara á Norðurlöndum........32
Margt til lista lagt...............................33
Þjónustustefna TR..................................34
Um Öldrunarráð Islands.............................36
Aldrei of seint................................... 36
Hátt í 60% verðmunur á matarþjónustu...............38
Stefnumót við framtíðina...........................39
Málþing um farsæl efri ár í Garðabæ................42
Nokkur atriði sem LEB leggur áherslu á:............43
Hvað gerir LEB fyrir eldri borgara?................44
Viðurkenndur málssvari eldri borgara á landsvísu.44
Ár aldraðra 2012...................................46
Útgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.
is, Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is,
Lrúður Kristjánsdóttir, thrudkri@simnet.is, Haukur
Ingibergsson, 8haukur8@gmail.com,
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir jvalgerdur@gmail.com.
Ritstjóri: Jóhannes Bjarni Guðmundsson, lal@dot.is
Forsíðumynd: JBG. Frá formannafundi LEB í Jóns-
húsi í Garðabæ.
Auglýsingar: Sökkólfur eht"., lal@dot.is
Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja.
Utgefandi: Landssamband eldri borgara,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is
Kæru félagar
Eins og þetta blað ber með sér eru nú 25 ár síðan
samtök aldraðra sem nú heitir Landssamband
eldri borgara var stofnað þann 19. júní 1989.
Það eru merk tímamót í lífi allra. Fjórðungur
úr'öld. 1 lífi okkar mannanna erum við að full-
orðnast við 25 árin. Flestir búnir að ljúka sínu
nárni og lífsbaráttan tekin við. 1 Landssambandinu höfuni
við líka verið að þreifa okkur áfram, læra og þroskast. Taka
púlsinn á samfélaginu, finna okkur stað, ná samkomulagi við
stofnanir um að viðurkenná tilvist okkar, stofna til samstarfs
við þá aðila sem geti stuðlað að bættum hag okkar, afla fjár
til starfseminnar og fleira. Við höfum náð verulegum árangri.
Stjórnvöld hafa viðurkennt að við séum í forsvari fyrir eldri
borgara á Islandi, að við eigum að hafa umsagnarrétt og áhrif
á þau mál sem okkur varða. En það kallar líka á meiri störf í
ýmsum starfshópum og nefndum á opinberum vettvangi. Það
er því mikils virði að við séum í einu landssambandi og stillum
saman strengina. í sumum nágrannalöndum okkar eru fleiri
en eitt samband eldri borgara. Við þurfum því að efla okkar
landssamband okkur eldri borgurum til hagsbóta. Lað gerum
við best með því að öll'félög eldri borgara í landinu séu aðilar
að Landssambandi eldri borgara. Sá árangur sem náðst hefur í
kjarabaráttunni á síðustu misserum er samstöðunni að þakka.
Eldri borgarar eru stækkandi hópur í samfélaginu og breiður
í aldursbili. Hann getur náð yfir aldur frá 60-110 ára. Það
eru 50 ár. Það gefur því auga leið að þetta er margbreytilegur
hópur með mismunandi þarfir bæði félagslega og fjárhagslega.
Heimurinn er margbreytilegur og á Islandi hefur sá hópur sem
nú er eldri borgarar lifað ótrúlegar þjóðfélagsbreytingar. Mörg
erum við fædd í torfbæ, höfum búið í sveit og flutt svo í kaup-
staðinn. Við áttum ekki rnargra kosta völ á unglingsárum.
Flestir fóru að vinna fyrir sér eftir fermingu eða a.m.k. 16 ára.
Menntunarmöguleikar voru af skornum skammti, nema for-
eldrar væru efnaðir. En við höfum fylgt þróuninni og í dag
er það sama fólk að nýta nýjustu tækni, farsíma, snjallsíma,
tölvur og tæki. Ferðast um heiminn þeir sem kannski komu
fýrst til höfuðborgarinnar eftir tvítugt. 1 dag erum við með sér-
hannaðar íbúðir fyrir aldraða, en áður hírðust þeir í horninu
hjá einhverjum. I dag ökum við rnörg hver eigin bíl meðan
heilsan leyfir. 1 dag höfúm við almannatryggingar og lífeyris-
sjóði til að sjá okkur farborða á efri árum. Við getum endalaust
deilt unr að ekki sé nóg að gert. Og þannig verður það alltaf.
Hin nýja kynslóð eldri borgara mun gera enn meiri kröfur en
áður hefur verið gert. Hún vill ráða sér sjálf og ekki vera upp
á aðra komin. Hún vill velja sér hlutverk og eiga stað og virð-
ingu í samfélaginu. Landssambandið hefur miklu hlutverki að
gegna fyrir fjölbreyttan hóp eldri borgara. Með samstarfi næst
árangur. Mín ósk okkur til handa á þessum tímamótum er að
okkur takist að virkja þann kraft sem í eldri borgurum býr og
ná þannig þeim árangri sem við stefnum að til þess að bæta
okkar aðstöðu og afkomu á ókomnum árum.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB.
3