Listin að lifa - 01.06.2014, Side 16

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 16
Hamingja á efri árum Ég er nú ekki orðin fjörgömul en það fer að styttast í það hjá mér, nú þegar ég er orðin fimmtug og farin að huga að seinni hálfleik ævinnar. Pabbi minn var 73 ára þegar hann dó, hann var alls ekki tilbúinn að deyja og sagði að honum liði alltaf eins og hann væri 25 ára. Pabbi sagði oft að það væri mikil- vægt að finna sér einhvern tilgang ogfinna sér eitthvað til að dunda við og ég ætla að leggja út frá því í þessari grein. Samvera Ég er alin upp í Nýhöfn á Melrakka- sléttu og þegar ég var yngri hafði ég al- veg sérstaka ánægju af því að heimsækja gamla fólkið í sveitinni. Þegar lítið var við að vera fór ég og spilaði við Mar- gréti í Leirhöfn, við spiluðum marías og ég færði henni blóm sem ég tíndi í haganum. I sömu heimsókn reyndi ég yfirleitt líka að kíkja til Möngu sem einnigbjó í Leirhöfn, hún átti servíettu- safn sem við dunduðum okkur við að skoða saman. Pá er ótalin Guðlaug í Sandvík, við skoðuðum myndir sem hún hafði teiknað, ég man eftir mjög fallegum myndum af Kerlingafjöllum. Guðlaug var með fallegt, sítt grátt hár sem mér fannst mikið til koma og ég man eftir að hafa setið og horft á hana greiða sér. Reyndar fylgdist ég einnig með af athygli hvernig bæði Sesselja amma í Nýhöfn og Andrea í Leirhöfn krulluðu á sér hárið með heitu krullu- járni. Petta var allt mjög spennandi og að mínu áliti átti ég í góðu vinfengi við allt þetta góða fólk. Kristinn afi sat við skriftir uppi á lofti í Nýhöfn, það var líka gaman að koma til hans og skoða ritvélina og gleraugun hans. Hann var með mjög sérstök gleraugu því hann hafði misst annað augað í slysi og sá mjög illa með hinu en það stoppaði hann ekki í að skrifa bækur eins og vindurinn. Ég hef aelltaf öfundað dáltítið eldra fólk sem er búið að ná ákveðnu æðru- leysi og þá hlakka ég til að verða gömul, mér hefur alltaf fundist að það væri ákveðið frelsi í því að vera gamall, við- kvæðið er alltaf að þá getur maður gert það sem maður vill. Mig langar að vera Anna Jóna Guðmundsdóttir Styrkleikaþjálfi og eigandi Auðnu ráðgjafar svona gömul kona, vera með dót og spennandi hluti hjá mér sem krakkar geta komið og skoðað og haft ánægju af. Það sem einkenndi líka eldra fólkið í mínu ungdæmi var að þau höfðu áhugamál, voru hluti af ,samfélaginu, þeim var annt um útlit sitt og það var hreint í kring um þau. Sjálfræði, færni og tengsl Nú þegar ég hef lesið mér til um hvað stuðlar að hamingju á efri árum sé ég að þetta voru allt þættir sem skipta máli. Pað er kenning sem segir að við höfum í grunninn þrjár þarfir sem við þurfum öll að fá uppfylltar. Sú fyrsta er SJÁLFRÆÐI, við þurfum að fá að vera sjálfráð með eigð líf, það hverju við klæðumst, hvað við borðum og hvað við gerum dags daglega. Rannsóknir á dvalarheimilum sýna til dæmis að þeim mun meira sjálfræði þeim mun heilsubetri eru íbúar. Annað er FÆRNI, allir þurfa að vera í þeim aðstæðum að þeir upplifi færni til að gera hluti, huga að dag- legum þörfum og sinna eigin áhuga- málum og hugðarefnum eftir því sem heilsan leyfir. Að lokum TENGSL, tengsl eru öllum nauðsynleg, að vera í góðum tenglsum við fjölskyldu og vini er ómetanlegt. Pað sem kemur mörgum á óvart varðandi rannsóknir á tengslum fólks á efri árum er að þar er mesta hamingjan tengd, tengslum við systkini og vini. Pað virðist vera að á öllum aldri fáum við mest út úr þvi að umgangast fólk á okkar reki. Gleymum því ekki að það er aldrei of seint að eignast nýja vini, bara að snúa sér að næsta manni og byrja að spjalla. Hjartaheilt fólk Eitt er það sem reynist mörgum erfitt það er að finna tilgang þegar að starfs- ævinni lýkur, börnin eru uppkomin og enginn þarf beint á rnanni að halda lengur, þá getur komið ákveðinn tónv leiki og einmannakennd. Ekki bætir stöðuna þegar horft er mikið á sjón- varp og endalaust er fjallað um það sem er að og stjórnmálamenn rífast og allt virðist vera að fara til fjandans. Þá reynir á að finna sér tilgang og eitthvað til að dunda við, horfa á það sem er í boði og reyna að fjölga ánægju- stundum, hver ánægjustund skiþtir máli og bætir heilsu og eykur langlífi. Brené Brown er bandarísk fræðikona, rannsóknir hennar hafa sýnt að það sem einkennir fólk sem er gott í sam- skiptum er að það er HJARTAHEILT. Fólk sem þorir að berskjalda sig, segja hvað það vill, viðurkenna mistök, tjá öðrum ást og sækjast efir því sem það vill í lífnu. Að vera hjartaheill og tala um eigin hjartans mál við aðra er gott ráð við skömm, samviskubiti og stuðlar að lífsgæðum. Pví skyldi fólk á efri árum leita eftir hverju tækifæri til að eiga sam- töl og samskipti sem eru opin og ber- skjölduð. Ég hvet alla til mæta í félags- miðstöðvar þar sem þær eru að finna, halda góðu sambandi við nágranna og nýta nýja upplýsingatækni til að vera í sambandi við gamla kunningja og nýja. Ellimóð Til hamingju með 25 ára afmælið elskurnar! Elli, þú ert ekki þung anda Guði kærum sál er ávallt ung undir silfurhærum. (Úr Ijóðinu Haustkvöld eftir ■ Steingrím Thorsteinsson) 16

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.