Listin að lifa - 01.06.2014, Blaðsíða 8
Vel sóttur formannafundur LEB í Garðabæ
' Tæplega 30 forsvarsmenn félaga eldri borgara vítt og breitt um landið saman komnir við Jónshús í Garðabæ ásamt bæjarstjóra Garða-
bæjar og framkvæmdastjóra LEB.
Formannafundur Lands-
sambands eldri borgara var
haldinn 25. mars s.l. í Jóns-
húsi í Garðabæ. Félag eldri
borgara í Garðabæ sem hefur
í Jónshúsi alveg fyrirmyndar
aðstöðu fyrir sitt félags-
starf, bauð fram húsnæði
og sá um kaffi og meðlæti.
Fundurinn hófst kl. 13:00 og
honum lauk kl. 17:00. Um
30 formenn og varaformenn
sátu fundinn auk stjórnar
landssambandsins. 1 upphafi
fundar ávarpaði bæjarstjóri
Garðabæjar, Gunnar Einars- Jóna Valgerður ásamt Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra í Garðabæ,
son fundarmenn og bauð þá ogÁstbirni Egilssyni, formanni FEB Garðabæ, við upphaf formanna-
velkomna. Formaður LEB fundarins.
stjórnarkosningar, lögð fram tillaga
um öldungaráð í öllum sveitarfélögum
og skorað á félögin að fylgja því máli
eftir fyrir og eftir kosningarnar í vor.
Kom fram að víða er undirbúningur
kominn vel á veg ekki síst á Suður-
nesjum undir öruggri forystu Eyjólfs
Eysteinssonar formanns FEBS. Lands-
sambandið verður 25 ára 19. júní n.k.
og lagði formaður LEB til að gefið væri
út afmælisblað af Listinni að lifa, sem
væri tvöfalt að stærð við venjulegt blað
og prentað á betri pappír. Blaðið yrði
sent á öll heimili landsins þar sem
væru 60 ára og eldri til heimilis. Væri
Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir flutti yfirlit urn störf stjórnar
frá landsfundi 2013. Par kom fram að
stjórnin hefur unnið mikið að kjara-
málum og náð verulegum árangri í að
skerðingar á bótum almannatrygginga
frá árinu 2009 væru dregnar til baka.
Skýrsla formanns verður birt í heild í
fundargerð formannafundar á heima-
síðunni. Gjaldkeri LEB Eyjólfur Ey-
steinsson lagði fram reikninga s.l. árs
til kynningar, en þeir verða afgreiddir á
næsta landsfundi. Einnig var lögð fram
endurskoðuð fjárhagsáætlun yfirstand-
andi árs. Þá var rætt um næstu sveitar-
það mikil og góð auglýsing
fyrir landssambandið og til
þess fallið að kynna LEB og
fjölga meðlimum í félögum
eldri borgara. Tóku fundar-
menn þessari tillögu vel,
þó kostnaður yrði all veru-
legur. Síðan kynnti Haukur
Ingibergsson varaformaður
og framkvæmdastjóri ýmis-
legt um stöðu eldri borgara,
um þróun félagsstarfsins og
lagði spurningalista fyrir
fundarmenn um að skoða
breytingar í sambandi við
félagaskrá, félagaskírteini,
og afsláttarbókina. Þórunn
Sveinbjörnsdóttir formaður
FEB í Reykjavík og for-
maður kjaranefndar LEB, flutti erindi
um réttindi tengd stéttarfélagsaðild og
hvatti til að menn skoðuðu réttindi
sín áður en starfsaldri lyki, t.d. hvað
varðaði styrki vegna heyrnartækja og
gleraugna. Fundarstjóri var Ástbjörn
Egilsson formaður FEB í Garðabæ
og ritari var Rannveig Björnsdóttir.
Létt andrúmsloft var yfir fundinum
og fjörugar umræður um málin. Var
stjórninni þakkað með lófaklappi fyrir
kraftmikið starf.
8