Listin að lifa - 01.06.2014, Side 29

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 29
Samstarf LEB og Securitas Slegið á létta stengi, Kjartan Már Kjartansson á gítar, Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, á hljómborð og Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri LEB, á harmonikku. Securitas og Landssamband eldri borgara eiga í góðri samvinnu um að bæta öryggismál eldri borgara og kynna þeim margs konar tæki sem stuðlað getur að öruggara ævikvöldi. Einn liður í þessu samstarfi er að fulltrúar frá Securitas hafa mætt á fundi hjá eldri borgurum og kynnt það sem fyrir- tækið hefur uppá að bjóða. Ein slík kynning var nýlega haldin á Nesvöllum hjá FEB á Suðurnesjum og fékk góðar viðtökur hjá þeim gestum sem mættu á Nesvelli. Haukur Ingibergsson, varafor- rnaður Landssambandsins flutti ávarp í upphafi og sagði frá mikilvægi þess fyrir eldri borgara að vera í góðum sam- skiptum við Securitas, en fyrirtækið er eitt af hollvinum LEB. Rætt var um gildi þess fyrir eldri borgara að hafa öryggishnappinn á sér og einnig voru kynnt fjölmörg önnur öryggisatriði sem og öryggistæki. Að lokinni kynn- ingunni slógu Kjartan Már Kjartans- son og hans menn á létta strengi að loknu kaffihléi. Securitas hefur vaxið og dafnað í þau 35 ár sem það hefur starfað. Hjá fyrirtækinu vinna mörg hundruð starfsmenn og þótt megin starfsstöðin sé í Reykjavík er fyrirtækið líka með starfsstöðvar á Reykjanesi, Akureyri, Reyðarfirði, Eskifirði, Sel- fossi, í Borgarnesi og Hveragerði. Pjón- ustuframboð Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Vörur sem félagið selur eru m.a. innbrotavið- vörunarkerfi, brunaviðvörunarkerfi, myndavélakerfi, aðgangsstýrikerfi og slökkvikerfi. Securitas er leiðandi fyrir- tæki sem vinnur mikið forvarnarstarf með það að markmiði að auka öryggi viðskiptavina sinna og koma í veg fyrir að þeir verði fyrir tjóni. Heiðarleiki, árverkni og hálpsemi eru þau orð sem Securitas setur sér að vinna eftir gagn- vart sínum viðskiptavinum sem í dag telja um tuttugu þúsund. Kjartan Már, framkvæmdastjóri Securitas á Reykjanesi. Meðalævin er að lengjast og því er að spáð að draga muni saman með körlum og r r konum. I mannfjöldaspá Hagstofu Islands er því spáð að árið 2060 muni stúlkur geta vænst þess að verða rúmlega 88 ára og að drengir tæplega 87 ára. 29 Nýfæddir drengir geta vænst þess að verða 80,8 ára núna. Nýfæddar stúlkur geta vænst þess að verða 83,9 ára.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.