Listin að lifa - 01.06.2014, Blaðsíða 4
Ljósmjnd: Hermann Sigurðsson.
Afmæliskveðja
r
frá forseta Islands
Þegar landssamtökum eldra fólks var ýtt úr vör var það til vitnis um þátíaskil í þróun íslensks samfélags. Með bættum
efnahag og framförum í heilbrigðismálum náðu landsmenn sífellt hærri aldri og æ fleiri héldu fullum kröftum. Þarfirnar
og viðhorfin voru að taka stakkaskiptum.
Landssamband eldri borgara hefur nú í aldarfjórðung verið vettvangur umræðu og baráttu fyrir betri þjónustu og marg-
víslegum hagsmunum, en um leið eins konar samviskuvaki: minnt þjóðina á framlag fyrri kynslóða til þess Islands sem við
nú njótum og líka á skyldur hinna yngri við fólkið sem með lífsverki sinu lagði grundvöll að hagsæld og framförum okkar
tíma.
Jafnframt hefur sambandið og félög þess áréttað kraftinn sem enn býr i hínum eldri; að nauðsynlegt sé að endurskoða
hefðbundin viðhorf til getu og réttar, þjónustu og aðbúnaðar.
Málflutningurinn hefur ávallt verið efnisríkur og sannfærandi enda hefur Landssambandið notið forystu úrvalssveitar
sem hert var í glímunni við önnur vandamál, kom úr flokkum og samtökum sem eiga fjölbreyttar rætur. Garnlir mótherjar
gerðust vinir og baráttufélagar í samtökum hinna eldri.
Hún er skemmtileg minningin frá því þegar ég tók á móti fulltrúum Landssambands eldri borgara hér á Bessastöðum
og í salinn gengu glaðir og brosandi margir félagar sem áður voru-í forystu andstæðra flokka, skipuðu stjórnir í samtökum
launafólks og atvinnulífs; andlitin sem þjóðin hafði áður þekkt úr kappræðu daganna en voru nú sameinuð á vettvangi
hagsmuna hinna eldri.
Landssambandið og aðildarfélögin öll hafa því á margan hátt orðið okkur til gæfu - fært þjóðinni dýrmæta lærdóma: að
kynslóðirnar eru í þakkarskuld hver við aðra og samstaðan gerir okkur sterkari.
Ég færi Landssambandinu árnaðaróskir á þessum tímamótum og jafnframt þakkir íslendinga fyrir framgöngu og máb
flutning í þágu betra samfélags.
4