Listin að lifa - 01.06.2014, Side 44

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 44
Hvað gerir LEB fyrir eldri borgara? ^|| Aðildargjald að Landssambandi eldri borgara er í dag aðeins 600 krónur á ári sem er ekki há upphæð ef tekið er tillit til margvíslegra verkefna sem stjórn LEB sinnir. Æðsta vald í málefnum LEB er í höndum landsfundar sem haldinn er á oddatöluári. Það ár sem landsfundur er ekki, er haldinn formannafundur þ.e. fundur með formönnum allra FEB'félaganna. Á milli landsfunda fer stjórn LEB með málefni sambandsins í góðri sam- vinnu við formenn félaganna. I stjórn LEB eiga sæti 5 aðalmenn og þrír til vara. Varamenn geta setið fundi stjórnar með málfrelsi og tillögurétti. Landssambandið hefur samráð við sameiginlega kjaramálanefnd stærstu samtaka launamanna á íslandi. Lands- sambandið er einnig aðili að samstarfs- nefnd samtaka norrænna eldri borgara, Nordisk samarbejdekommité(NSK) Eftirfarandi nefndir eru starfandi á vegum LEB og kosnar eftir hvern lands- fund: Kjaramálanefnd, útgáfunefnd, velferðarnefnd, fjármálaráð og samráðs- nefnd með Tryggingastofnun ríkisins. Pá heftir Landssambandið átt aðild að mörgum starfshópum sem skipaðir eru af stjórnvöldum. Má þar nefna Starfs- hóp um endurskoðun almannatrygg- inga, sem starfað hefur frá apríl 2011 og þar hafa þau Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir, formaður LEB og Haukur Ingibergsson varaformaður, verið skel- eggir málsvarar LEB. Eftir hverjar þing- kosningar er einnig skipað samkvæmt lögum um málefni aldraðra í Samstarfs- nefnd um málefni aldraðra og í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra og á LEB fulltrúa í þeim báðum. Einnig á LEB tímabundna aðild að eftirfarandi starfs- hópum á vegum Velferðarráðuneytis: Nefnd um flutning málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, starfshópi um stefnu í húsnæðismálum, starfshópi um rnótun fjölskyldustefnu, starfshópi um tæknilausnir í velferðarþjón,ustu, endur- skoðun á lögum um málefni fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga. Forysta LEB hvetur alla sem orðnir eru 60 ára og eldri að ganga til liðs við Félag eldri borgara á sínu svæði. Sanv einaðir undir sterku Landssambandi verða eldri borgarar enn sterkari sem afl á landsvísu sem eftir er tekið. Viðurkenndur málssvari eldri borgara á lands- w vísu ^j)/ Á seinni árum hafa verið gerðir sanv starfssamningar milli LEB og ýmissa aðila. Má þar nefna samstarfssamning við velferðarráðuneytið þar sem LEB er viðurkenndur formlegur málsvari eldri borgara á landsvísu. Samstarf við Háskóla íslands nánar tiltekið við Rannsóknarstofnun í barna-og fjöL skylduvernd og Stofnun stjórnsýslu- fræða, um að miðla upplýsingum um rannsóknir, nýjungar og námsefni í málefnum eldri borgara með því að halda málþing, námskeið og ráðstefnur um þau mál í samráði við LEB. Sam- starfssamningur er milli UMFÍ og LEB og út úr þeirri samvinnu hafa kornið íþróttamót 50+. Þá var nýlega gerður samstarfssamningur við Securitas um að kynna hjá FEBTélögum hina ýrnsu velferðartækni sem eldri borgarar þurfa að nýta í vaxandi mæli. Hvað segja börnin um afa og ömmu? Matthías Hálfdán 7 ára Dalabyggð „Ég á eina ömmu á Islandi og svo ömmu Anne og mormor og morfar í Danmörku. Ég fór til þeirra í sumar og það var gaman. Par var gott að vera úti, alltaf sól gott veður, við vorum með tjald þar og ef það kom vatn á tjaldið þá lak það í gegn. Ég kann alveg dönsku af því mamma mín talar stundum dönsku við mig. Svo fer ég oft til ömmu Elínar af því hún býr svo stutt frá, stundum fer ég labl> andi, en stundum á hjólabrettinu. Amma gefur mér nammi og kakó. Núna er ég alveg hættur að vera myrkfælinn. Haukur frændi minn kenndi mér að hætta því.“ Dagný Þóra 8 ára Dalabyggð „Ég á þrjár ömmur og einn afa á Lslandi og einn afa í Noregi. Ég fer stundum til afa og ömrnu og þá fer ég með þeirn í hesthúsin og fjárhúsin. Ég á hest sem er upp í sveit. Pabbi er ekki búin að temja hann, en ég fer á Fálka hestinn hennar mömmu. Amrna Bogdís á líka geitur og kiðlingarnir eru svo skemmtilegir, þeir eru svo kátir. Einu sinni voru amma Bogdís og amma Sigrún að smala og ég þurfti að standa fyrir og það slapp ein rolla framhjá. Sigrún langamma er svo flott af því hún bakar svo góðar kökur og bestu pönnukökurnar!“ 44

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.