Listin að lifa - 01.06.2014, Side 20

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 20
Mikil gróska í félögum eldri borgara um allt land Frá félagsstarfinu á Reykhólum. Ljósmynd Hlynur Pór Magnússon. Nú eru 53 félög innan LEB þegar þetta er skrifað og útlit fyrir að 2-3 séu að bæt- ast við. Félagar eru nú tæplega 21.000. t>ar sem félögin eru svo mörg sem raun ber vitni er að sjálfsögðu ekki bægt að taka fyrir hvað hvert og eitt félag er að fást við í sínu félagsstarfi. Oll eru þau að vinna að sama markmiði. Að bjóða upp á fjölbreytt félagsstarf, þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna félagsvist, bridge, bingó, boccia, dans og sund. Haldin eru opin hús með ýmsu skemmtiefni og alltaf eru veitingar á boðstólum í tengslum við starfið. Ymis námskeið eru í boði í handavinnu og öðrum tómstundum. Þorrablótum FEB- félaga er sífellt að fjölga og er mikil ánægja með þau. Gönguklúbbar starfa víða og halda þar með við hreyfifærni og heilsu þeirra sem það stunda reglulega. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru félagslega virkir halda heilsunni betur og lengur en aðrir. Kórar eldri borgara eru oft liður í starfsemi félaganna og hefur það mikið gildi því söngurinn nærir og gleður, auk þess sem samvera kórfélaga er stór hluti af ánægjunni. Kórarnir taka oft lagið á fundum og samkomum félaganna og heimsækja dvalar- og hjúkrunarheimili og smita þar söng- gleðinni. Jafnframt hafa kórarnir hver í sinni heimabyggð lagt sitt af mörkum við ýmsar opinberar athafnir í sínu sveitarfélagi og nágrannabyggðum. Ekki má gleyma ferðalögum eldri borgara, bæði innanlands og utan sem félögin hafa haft forgöngu um. Eru það bæði leikhúsferðir, rútuferðir um landið og sólarlandaferðir til útlanda. Þá hafa nokkur hótel eins og Hótel Ork í Hveragerði verið með ýmsar uppákomur fyrir eldri borgara eins og Sparidaga og aðventukvöld. Væri ekki úr vegi að fleiri hótel fetuðu í þeirra fótspor,(og það hefur verið reynt) því eldri borgurum fjölgar og þá er þetta að verða stór markhópur eins og sagt er á viðskiptamáli. Mörg félög eru með námskeið í Islendingasögum og taka fyrir eina sögu á vetri og fara síðan á þær slóðir sem sagan gerist þegar nám- skeiði lýkur. Þetta er vaxandi þáttur hjá öllum stærri FEB-félögum. Ný og vaxandi grein er íþróttamót 50+ sem UMFÍ hefur veg og vanda af og er þátttaka eldri borgara stöðugt að aukast. Þar er keppt í línudansi, pönnu- kökubakstri, sundi, hlaupi og boccia svo eitthvað sé nefnt. Þessi íþróttamót eru haldin vítt og breitt um landið og var síðasta mót haldið í Vík í Mýrdal. Það næsta verður á Húsavík í sumar. Þá er jafnan leitað samstarfs við það FEB- félag sem starfar á viðkomandi svæði þar sem mótið er haldið. Allir sjá að það er margt að gerast í félagsstarfi eldri borgara og sem flestir á þessum aldri ættu að taka þátt í starf- inu í sinni heimabyggð og efla þannig samkennd og samveru. Látum nokkra núverandi og fyrrverandi formenn FEB félaga eiga síðustu orðin um fáein atriði sem eru m.a. á döfinni hjá þeim. Ragnheiður Stephensen fyrrverandi formaður FEB í Mosfellsbæ: „Við höfum hér það sem kallað er Kíkt fyrir hornið. Þar tekur sig saman hópur eldri borgara og heimsækir söfn eða einhverjar menningarstofnanir í ná- grannabæjum. Einnig er í félaginu starfandi umræðutorg til að ræða um menn og málefni líðandi stundar.“ Eyjólfur Eysteinsson FEB Suður- nesjum: „Við höldum hér Sagnakvöld á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Um það sjá eldri borgarar og eru með skemmti- legar frásagnir frá fyrri tíð. Þá hafa eldri borgarar í Sandgerði verið að aðstoða við lestrarkennslu grunnskólabarna og hefur það gefið góða raun. Einn hópur er í línudansi í félaginu og hann fer og dansar fyrir leikskólabörn og þau koma svo líka til eldri borgara og syngja í staðinn fyrir þau.“ Sigríður Guðmundsdóttir formaður FEB á Selfossi: „Við höftim aðgang að bókasafni í okkar húsnæði. Þar er oft setið og lesið eða bækur fengnar að láni.“ Björn Pálsson fyrrverandi formaður FEB á Norðfirði: „Hér í Neskaupstað er Sögustund eldri borgara alltaf á föstudögum. Við öflum líka fjár fyrir félagið með því að taka að okkur mót- töku gesta í Safnahúsinu í 3 mánuði yfir sumarið. Hver félagi sem það getur tekur eina viku.“ Hallgrímur Arason formaður FEB á Eskifirði: „Hér á Eskifirði annast eldri borgarar í félaginu gæslu á Sjóminja- safninu og við fáum af því tekjur." 20

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.