Listin að lifa - 01.06.2014, Side 21

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 21
Öldungaráð í öll sveitarfélög - Greinarhöfundur við heimili sitc í Mýrartungu II í Reykhólasveit ásamt einu barhabarni sínu, Guðmundi Alex. Nú standa fyrir dyrum sveitarstjórnar- kosningar í vor. Við eldri borgarar sem jafnframt erum stækkandi hópur í þjóðfélaginu viljum gjarnan vera með í að móta tillögur um okkar mál- efni og hvernig þeim málum er fyrir- komið í okkar nærsamfélagi. Þó við séum ekki að hugsa til framboðs þá höfum við kosningarétt! Því vil ég með þessum orðum hvetja stjórnir félaga eldri borgara vítt og breitt um landið til að hafa samband við þá sem hyggjast bjóða sig fram-í vor í þeirra sveitarfélagi og fá þá á fund og spyrja spurninga. Hvað ætlar ný sveitarstjórn að gera á næsta kjörtímabili í málefnum eldri borgara? Hvernig er heimaþjónustan? Eru heimsendingar á mat? Er einhver starfsmaður á vegum sveitarfélagsins að sinna þörfum eða starfsemi fyrir eldri borgara? Hvað með húsnæði fyrir starf Félags eldri borgara? Er það fyrir hendi eða nægilegt? Verður kosið öld- ungaráð hjá ykkur? Finnst ykkur, góðir félagar, það vera metið að verðleikum allt það starf sem félög eldri borgara eru að leggja fram til að halda uppi félagslegri starfsemi? Það starf er vafalaust stór þáttur í því að rjúfa félagslega einangrun, sem oft sækir að á efri árum. Væri það starf ekki jafn mikið og raun ber vitni væri andleg heilsa eldri borgara miklu verri en hún er og það hefur áhrif á líkam- lega heilsu, sem svo aftur bitnar á heil- brigðis- eða félagslega kerfinu. Nýleg rannsókn á heilsufari eldri borgara sýnir að þeir sem eru félagslega virkir búa við betri heilsu en aðrir. Oldungaráð Til þess að búa til samráðsvettvang fyrir sveitarstjórnir og félög eldri borgara, þá ættu allar sveitarstjórnir að skipa öld- ungaráð, að loknum kosningum, eða láta kjósa það með beinni kosningu. Slík öldungaráð starfa samkvæmt lög- um á öllum Norðurlöndunum nema Islandi og Færeyjum. Oldungaráð er þó starfandi í Hafnarfirði, og tillaga var samþykkt hjá borgarstjórn Reykjavíkur s.l. vetur um öldungaráð, en hefur ekki komist í framkvæmd enn svo vitað sé. Helstu reglur um starfsemi öldunga- ráða t.d. í Danmörku eru þannig að í hverju sveitarfélagi skal stofna a.m.k. eitt öldungaráð og það skipa 5 menn og 5 til vara . Síðan eru ákveðnar reglur um hvernig kjósa skuli í öldungaráð í Danmörku. Eftir að hafa rætt málið nokkuð við ýmsa aðila tel ég að best væri hér á landi að sveitarstjórn kysi í ráðið eftir kosningar eins og í aðrar nefndir og ráð. Sveitarstjórn hafi sam- band við Félag eldri borgara í sveitar- félaginu og gefi þeim kost á að tilnefna fólk í öldungaráð og félögin geta allt eins tilnefnt fleiri en úr eigin félagatali, en ekki aðra en þá sem eru 60 ára eða eldri. Sveitarstjórnin gefur út samþykkt um starfsemi öldungaráðs og það setur sér starfsreglur. Öldungaráð ráðleggur sveitarstjórn um málefni aldraðra og stuðlar að skoðanaskiptum eldri borg- ara og kjörinna fulltrúa um stefnu og framkvæmd þeirra mála. Með skipan öldungaráða í öllum sveitarfélögum og með þeim samningi sem Landssam- band eldri borgara gerði fyrir ári síðan við Velferðarráðuneytið um að Lands- sambandið sé formlega viðurkennt sem málsvari allra eldri borgara á ís- landi værum við búin að koma málum okkar í all góðan farveg í stjórnkerfinu sem við getum nýtt okkur til áhrifa. Við höfum reynsluna Oft hefur verið um það rætt að á upp- gangsárum í fjármálalífi Islendinga, hafi bankarnir unnið að því að koma eldra fólkinu frá og setja yngra fólk í ábyrgðar- stöður. Jafnvel er talið að þar hafi fjár- málastofnanirnar gert mikil mistök, með því að kasta burt reynslu hinna eldri og reyndari, og hafi það átt sinn þátt í hruninu. Minna má líka á það að í mörgum þjóðfélögum hefur verið litið til elsta hópsins með virðingu og hann haft ákveðið hlutverk sem leið- andi í ákvarðanatöku fyrir samfélagið í heild. Við eldri borgarar höfum ekki aðstöðu til mikilla áhrifa þegar við erum hætt störfum á vinnumarkaðnum. Við höfum aðeins áhrif með orðum, skrifum og ályktunum. Margir eru þó enn vel í stakk búnir til að miðla af reynslu sinni og uppsafnaðri þekkingu í gegnum lífið. Þessa þekkingu og reynslu á að nýta okkur öllum til hagsbóta. Það er meðal annars hægt að gera með stofnun öldungaráða í öllum sveitar- félögum landsins. Þar sem við miðum okkur oft við nágrannaþjóðir okkar er tími til kominn að við séum ekki eftir- bátar nágranna okkar á Norðurlöndum í þessum efnum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. 21

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.