Listin að lifa - 01.06.2014, Side 46

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 46
Ar aldraðra 2012 Hver man ekki þegar Vilhjálmur Vil- hjálmsson söng um árið 2012, þá átti tunglið að vera malbikað og steypt í hólf og gólf og enginn þurfti að vinna því vélar unnu öll störf. - En svo kom árið 2012, tunglið var enn jafn dularfullt og Evrópusamtök aldraðra samþykktu að gera árið að Ari aldraðra og 1. október varð dagur aldraðra í Evrópu. Nú átti að beina augum allra að eldri borgurum og leggja áherslu á það. sem bætt gæti hag þeirra og brúa átti bilið milli ungra og aldraðra. Á Islandi þótti sjálfsagt að taka þátt, gera eitthvað sérstakt, eitthvað áhuga- vert, láta ljós okkar eldri borgara skina. Félag eldri borgara á Suðurnesjum (FEBS) ákvað að kalla verkefnið „Æv- intýrið“. Leitað var eftir samstarfi við skólana á Suðurnesjum og komið upp samstarfsnefndum skóla og fulltrúa eldri borgara. 1 heimabæ mínum Sandgerði var samstarfsnefndin skipuð full- trúa FEBS, fulltrúa grunnskólans og fulltrúum nemenda. Fundað var bæði með fulltrúum skólans og eldri borg- urum í félagsmiðstöðinni í Miðhúsum. Margar skemmtilegar.hugmyndir um samstarfsverkefni litu dagsins ljós og nokkur valin sem unnið var með og gaman að kynna hér. Olafur Gunnlaugsson og Jórunn Guðmundsdóttir eldri borgarar heim- sóttu nemendur í 10. bekk. Ólafur sagði frá skólagöngu sinni og lífinu í Sandgerði um miðja síðustu öld í máli og myndum, Jórunn sagði frá starfi Félags jeldri borgara, umræður urðu á eftir um lífið áður fyrr og i dag. Nemendur í 1. bekk fóru í heimsókn í félagsmiðstöð eldri borgara í Miðhús- um, þar kynntu börnin verkefni sem þau voru að vinna í skólanum, eldra fólkið kynnti sín verkefni og boðið var uppá mjólk og kökur. 1 lokin var sungið og farið í boccia. Af öðrum samstarfsverkefnum má nefna að eldri borgara spiluðu vist við nemendur á jólaföstunni og nemend- um var boðið í Miðhús í laufabrauðs- bakstur. Nemendur í 8. 9. og 10. bekk Jórunn Alda Guðmundsdóttir, varaformaður FEB Suðurnesjum, Sandgerði. grunnskólans tóku þátt í könnun á vegum FEBS en spurningarnar voru unnar af Landssambandi eldri borgara. Alls svöruðu 65 nemendur af 72 í þess- um bekkjardeildum. F>ar kom margt áhugavert frarn sem vert heföi verið að vinna með. Ævintýrið var skemmtilegt og því er ekki lokið, yngstu nemendur grunn- og leikskóla heimsækja enn eldri borgara í þjónustumiðstöðvar. Eldri borgarar í Reykjanesbæ tóku að sér stuðning í lestri í grunnskólunum og sinna því verkefni áfram. 1 framhaldi af samstarf- inu á ári aldraðra, var óskað eftir því við fulltrúa eldri borgara í Sandgerði, að hann tæki sæti sem fulltrúi grennd- arsamfélagsins í Skólaráði Grunnskóla Sandgerðis og tók hann það að sér. Það er okkarsem eldri erum að vera virk í samfélaginu, við höfum af mörgu að miðla sem getur nýst öðrum til auk- innar þekkingar og um leið aukum við eigin lífsgæði. Kveð ykkur með hvatningarorði okkar í FEBS sem er: Ekki gera ekki neitt! Myndir úr félagsstarfinu á Suðurnesjum. 46

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.