Listin að lifa - 01.06.2014, Side 12

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 12
 Hll Jón Örn Bogason eftir eina morgunæfinguna í World. Class Laugum. Jón Örn Bogason er einn þeirra fjölmörgu eldri borgara sem stundar reglulega líkamsrækt í World Class í Laugardal og var einn þeirra sem tók þátt í íhlutunarrannsókn um bætta heilsu og betri lífsgæði á vegum sérfræðinga í Háskóla Islands og fór hún að hluta til frarn í World Class en stöðin var einn helsti styrktaraðili rannsóknarinnar. Jón Örn segir það skipta sig gríðarlegu máli að mæta í ræktina. Hann varð 81 árs í byrjun apríl á þessu ári og er greinilega í fínu formi. „Eg kem hingað tvisvar til þrisvar í hverri viku og svo fer ég og syndi auk þess um helgar, enda get ég æft það sjálfur. Það er algjör lúxus að koma hingað og fá góða leiðsögn hjá fagfólki í því sem maður er að gera hverju sinni. Ég var loftskeytamaður á skiptim hér áður íyrr og þar var oft ekki mikil hreyfing stunduð langtímum saman. Þannig að þótt ótrúlegt megi virðast þá finnst mér ég hafa meira þol í dag en þegar ég var á sjónum þrátt íyrir að hafa verið aðeins fimmtugur! Það þýðir ekkert að dútla við þetta, maður verður að reyna á sig, en um leið að fylgjast vel með sér, hjart- slættinum og fleiru. Ég finn hins vegar að um leið og maður slakar á í ræktinni þá finn ég frekar fyrir slappleika. Mat- aræðið skiptir líka miklu máli. Það er ekki nóg hara að hreyfa sig. Ég finn að það gerir mér gott að stunda fjölbreytta hreyfingu. Ekki bara að fara í ræktina og synda, heldur líka að stunda útiveru, fara í göngutúra og fá mér frískt loft. Þetta er allt nauðsynlegt í bland. Það geta allir gert eitthvað.11 segir þessi hressi árskort- hafi í World Class. Markviss þjálfun skiptir sköpum Markviss þol- og styrktarþjálfun rann- sóknarteymis undir stjórn Janusar Guð- laugssonar, Dr. Erlings Jóhannssonar og Dr. Sigurbjörns Arna Arngrímssonar fór fram í heilsuræktarstöðvum World Class þar sem hreyfifærni eldri aldurshópa tók mjög jákvæðum breytingum samhliða auknum vöðvastyrk og meiri vöðvamassa. Samhliða styrktarþjálfun stunduðu hinir eldri þolþjálfun, bættu marktækt afkasta- getu sína og snéru þannig við ákveðnu ferli öldrunareinkenna. Það getur verið erfitt að ná meiri styrk og koma í veg fyrir vöðvarýrnun án sérhæfðra styrktartækja og markvissrar þjálfunar, en í heilsu- ræktarstöðvum World Class eru kjörað- stæður og sérhæfð þekking til staðar til að berjast gegn öldrunarferlinu. Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur og lektor við Háskóla Islands hefur margra ára reynslu af því að vinna með eldri borgurum í líkams- og heilsurækt, m.a. í World Class. „Vöðvamassi tekur miklum breytingum á seinni hluta æviskeiðs hvers einstaklings en sterk' tengsl eru á milU vöðvarýrnunar og hreyfiskerðingar þegar einstaklingur eldist. Minni vöðvastyrkur í neðri hluta líkamans dregur ekki aðeins úr hreyfi- getu og færni hinna eldri til að sinna athöfunum daglegs lífs heldur verður hættan á að detta meiri.“, segir Janus. Að hans sögn er hámarks-vöðvastyrkur að jafnaði á milli 20 og 30 ára aldurs. Eftir 50 ára áldurinn fer vöðvarýrnun, sem er um 1-1,5% á ári, að segja til sín ef markviss þjálfun er ekki stunduð. Eftir 70 ára aldurinn verður rýrnunin enn meiri eða um 3-4% á ári. „Með mark- vissri styrktarþjálfun má hins vegar auka vöðvamassa og bæta styrk eldri einstak- linga og stemma þannig stigu við þeirri vöðvarýrnun sem annars á sér stað hjá þessum aldurshópi. „Ævintýri á gönguför": Jón Örn í göngutúr á nýju göngubretti í World Class þar sem hann getur notið þess að fylgja alþjóðlegum gönguleiðum á skjá göngubrettisins. „I betra formi 81 árs en um fimmtugt" 12

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.