Listin að lifa - 01.06.2014, Side 43
Nokkur atriði sem
Landssambandið leggur áherslu á:
• Dvalargjöld á stofnunum/heimilum
fyrir eldri borgara verði lögð niður í
núverandi mynd og íbúar haldi fjár-
hagslegu sjálfstæði.
• Eldri borgurum standi til boða not-
endastýrð persónuleg aðstoð.
• Valkostir varðandi búsetu og þjón-
ustu við aldraða verði auknir.
• Heimaþjónusta verði efld verulega í
samræmi við stefnu stjórnvalda.
• Samræmi verði í lífeyrisgreiðslum ör-
yrkja og eldri borgara. Núna lækkar
lífeyrir öryrkja við 67 ára aldur um
nálægt 40 þúsund krónur þegar þeir
verða, að mati stjórnvalda, bráðfrísk-
ir eldri borgarar.
r
Islenskar konur
í níunda sæti
Lengi vel voru lífslíkur íslenskra
kvenna hæstar í heiminum en þær
hafa dregist nokkuð afturúr stall-
systrum sínum í Evrópu á þessari
öld. Astæðan fyrir því er hraðari
aukning ævilengdar í nokkrum
Evrópulöndum. Árið 2010 var
meðalævilengd íslenskra kvenna
83,7 ár og skipuðu þær níunda
sætið meðal Evrópuþjóða. Elstar
evrópskra kvenna verða konur á
Spáni (85,3 ár), Frakklandi (85,0
ár) og Sviss (84,6 ár). Meðalævi-
lengd evrópskra kvenna er styst
í Moldóvu (73,4 ár) og Ukraínu
(74,3 ár).
Heimild: Hagstofa Islands
Lausn á vísnagátu
frá síðu 31:
Hjörtur Hjálmarsson leysti gátuna
þannig.
Löngum reynist lánið valt,
lánast stundum glóþum allt
láns, með gætni leita skalt
lán menn taka, sé það falt.
• Stuðlað verði að lækkun lyfjaverðs
t.d. með lækkun virðisaukaskatts í
7% og kostnaður eldra fólks varðandi
heilbrigðisþjónustuna lækkaður.
• Fasteignagjöld af íbúðum sem eldri
borgarar eiga og búa í verði lækkuð
verulega, eða felld niður.
• Komið verði á fót Embætti umboðs-
manns aldraðra.
• Auk þess eru kjaramál- lífeyrismál á
hverjum tíma sífellt baráttuefni.
• Landssambandið gefur út blaðið List-
in að lifa. Pað kom að jafnaði út 3 - 4
sinnum á ári hér áður fyrr, en hefur á
seinni árum verið gefið út 2svar á ári.
• Hér eru tind til örfá af þeim baráttu-
málum sem Landssambandið hefur
unnið að, en of langt mál yrði að
tíunda öll baráttumálin.
Hvað segja börnin um afa og ömmu?
Baldur 6 ára,
Dalabyggð
„Eg átti margar ömmur og marga lang-
afa, en þau eru núna dáin, núna á ég tvo
afa og tvær ömmur. Ég er oft hjá ömmu
Gunnu og afa Ama. Ég er líka stundum
að gista hjá þeim. Ég á bangsa þar sem
ég er að nota og einn gamlan sem ég
er hættur með. Stundum förum við afi
einn rúnt í bílnum. Amma mín er voða
dugleg að prjóna, hún gefur mér fullt af
sokkum og vettlingum, en núna þarf ég
ekki vettlinga. Eg fékk frá henni ömmu
nefnilega vinnuvettlinga sem ég nota allt-
af heima. Afi Arni kann að smíða og svo
kann hann líka margt. Ég fer stundum á
fjórhjól með Gústa frænda mínum, það
finnst mér skemmtilegt. Afi og amrna
eru alltaf góð, þau skamma mig aldrei.
En ég má ekki gera við bláa traktorinn,
bara rétta það sem vantar.“
Dagbjört María að verða 6 ára
Dalabyggð
„Eg átti ömmu sem er núna dáin, hún
gaf mér alltaf nammi þegar ég kom á
sjúkrahúsið, hún var voða góð. Núna
á ég ömmu Björk og Matthías afa. Ég
þekki þau svo vel. Stundum er ég að
gista hjá þeirn, þá fæ ég stundum að
sofa í miðjunni hjá þeim. F>á vek ég
stundum afa og þá kyssir hann mig og
segir mér sögu af Bangsímon. Afi minn
er með einn bilaðan fót. Stundum sit
ég á fætinum hans og hann hossar mér
eins og ég sé á hesti. Þá segir hann mér
líka sögur af Bangsímon og stundum
er stelpa í sögunni sem heitir Dagbjört
eins og ég, stelpan er sko ég. Það er rosa
skemmtilegt. Stundum má ég fara í
„Æpodinn" hjá þeim, svo gefa þau mér
ís,vínber og epli.“