Listin að lifa - 01.06.2014, Side 13
Heildarþjónusta fyrir augu á öllum aldri
Augnlæknastöðin Sjónlag í Glæsibæ er
alhliða augnlæknastöð þar sem áhersla
er lögð á góða þjónustu og fullkominn
tækjabúnað. Miklar framfarir á sviði
læknavísindanna gera það að verkum að
lífsgæði eldra fólks eru betri nú en fyrir
aðeins fáurn árum. Dærni um ofangreint
eru augasteinsaðerðir en þar hafa orðið
miklar framfarir á síðustu árum og ára-
tugum. Kristinn Olafsson framkvæmda'
stjóri Sjónlags segir að augasteinsaðgerð-
um hafi farið ört fjölgandi síðastliðin ár.
„Pörfin fyrir þessar aðgerðir hefur alltaf
verið til staðar, en nú eru kröfúr fólks
til lífsgæða meiri en áður. Sjötugur ein-
staklingur er í dag virkari en fyrir um tíu
árum síðan. Eldra fólk vill geta stundað
sín áhugamál, spilað golf og ferðast eða
hvað það nú er,“ segir Kristinn. „Pess
vegna er mikil aukning á augasteinsað-
gerðunum. Vandamálið hefur hins vegar
verið að í gegnurn hið opinbera er um
eins og hálfs árs bið eftir þessum aðgerð-
um. Þess vegna eru stöðugt fleiri sem
kjósa að greiða fyrir þetta úr eigin vasa og
komast strax að.“
Hvað kostar augasteinsaðgerð?
„Það fer alveg eftir því hvernig aðgerð er
urn að ræða. Ef einstaklingurinn velur
að greiða sjálfur fyrir aðgerðina kostar
aðgerðin frá 195 þúsund á augað. Ef
valdar eru dýrari tegundir
gerviaugasteina, t.d. svokallað-
ir fjölfókus gerviaugasteinar,
hækkar verðið. Sumir sætta
sig við að nota gleraugu, t.d.
lesgleraugu, rneðan aðrir vilja
það ekki og þurfa þá flóknari
og dýrari aðgerð.“
Það hefur verið gríðarleg ör þróun
á þessu sviði heknavísindanna?
„Já það hafa orðið miklar
framfarir. Fyrir ekki mörgum
árum síðan var aðgerð eins og að skipta
um augasteina inngripsmikil og þurftu
sjúklingarnir að vera inniliggjandi á
sjúkrahúsi í nokkra daga eftir aðgerð-
ina. Þetta er allt miklu einfaldara í dag.
Aðgerðin er gerð í staðdeyfingu og ein-
staklingurinn fer aftur heim að lokinni
aðgerð þannig að tækninni fleygir
fram. Það er fróðlegt og skemmtilegt að
fylgjast með þessari breytingu sem hef-
ur orðið og á eftir að verða enn meiri.
Með hækkandi meðalaldri og almennt
betri heilsu er nú hægt að lifa lengur og
njóta meiri lífsgæða en áður.“
Hefurðu einhver skilaboð fyrir lesendur
blaðsins, þ.e.a.s. eldri borgara?
„Fólk sem komið er yfir 60 ára ætti að
fara reglulega til augnlæknis, því það er
ýmislegt hægt að gera fyrir-
byggjandi. Nauðsynlegt er
að mæla sjón og augnþrýst-
ing og skoða augnbotn-
ana. Oft er hægt að fyrir-
byggja og eða meðhöndla
sjúkdóma á byrjunarstigi
áður en óafturkræfar
alvarlegar skemmdir hafa
orðið. Eg las eitt sinn að
endingatími líffæranna
væri um 60 ár almennt,
þannig að með hærri líf-
aldri þarf viðhaldið að vera meira og
betra“, segir Kristinn.
Njóta eldri borgarar eða lífeyrisþegar ein-
hverra sérkjara hjá Sjónlagi?
„Við leggjum mikla áherslu á að vera
með góða þjónustu og ódýra vöru.
Þannig að það er alveg sama á hvaða
aldri fólk er það fá allir góð kjör.“ Að
sögn Kristins korna margir eldri borg-
arar í gleraugnaverslunina Eyesland
sem er í sama húnsæði. „Kosturinn
við stöðina okkar er að hér getur fólk
komið og hitt sinn augnlækni, fengið
greiningu sinna vandamála og gengið
út með þá lausn sem hentar hverjum
og einum. Það má því segja að hér sé
heildarþjónusta fyrir augun.“
Kristinn Ólafsson.
13