Listin að lifa - 01.06.2014, Side 31

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 31
Vísnaskrínið Eg byggði mér hús eins og bænda er siður og bjó þar af mikilli sþekt. Pröskuldinn upp og þakið niður, þá var ég arkitekt. Þessi vísa birtist í síðasta Vísnaskríni og sagði ég hana vera eftir Þorstein Þorsteinsson, eldri frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Þarna varð mér það á að rangfeðra Þor- stein. Hann var Guðmundsson en ekki Þorsteinsson. Þetta leiðréttist hér með um leið og aðstendendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Þorsteinn orkti þegar honum fannst skrokkurinn ekki ætla að endast sem skyldi Kemur þá inn Jóhann Garðar Jóhannsson og er beðinn um fyrripart. Hafi ég reynt að henda steini hefir hann lent á réttum stað. Maríus botnaði samstundis. Hafirðu lofað hundi beini hefurðu alltafsvikið það. Eg hef haft það fyrir sið að birta ekki vísur á prenti ef ég veit ekki nafn höfundar, en brýt nú þá reglu. Morguninn eftir mikinn gleðskap á þorrablóti orkti einn gestanna. Drottinn skapti mig til manns úr mold og leir og ryki. Var það ekki á ábyrgð hans að ekki smíðin sviki? Hvilík högg og hamraskak, af hjarta yrði ég glaður ef þú hvíldist andartak ebku timburmaður. Þorsteinn vissi líka fullvel um gildi þagmælskunnar. Pað geta brugðist þagnarheit þegar skiljast vegir. Prír ef vita, þjóðin veit það sem enginn segir. Daði Guðmundsson í Snóksdal handtók Jón, biskup, Ara- son og syni hans. Hirðstjórinn Laurentius Mule taldi að öxin og jörðin geymdi þá best, en biskup orkti. Vondslega hefur oss veröldin blekkt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt. Bjarni Jónsson frá Gröf í Víðidal, úrsmiður á Akureyri, var prýðis hagyrðingur en hefur vafalaust ekki verið of fjáður þegar hann orkti. Eg er ekki alveg snauður allt þó bresti mig því fátæktin er einnig auður útaf fyrir sig. Bjarni hugsaði líka um vistaskiptin á eftirfárandi hátt. Syndir eins og fjaðrafok finnast kringum veginn, þegar ég í leiðarlok lendi hinumegin. Ingi Kr. Stefánsson, tannlæknir, gerir góðlátlegt gys að jóla- guðspjallinu með nýtískulegu ívafi. Maríu fylgdi maður sem til manntals gekk í Betlehem. Geistlega hana gerði bomm Guð á himnum punktur com. Kirkjuverðinum í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, Karli Krist- ensen, þótti ómaklega vegið að heilögu jólaguðspjalli og svaraði vísunni þannig. Peir sem gera að öllu gys Guðs orði - mönnum til athlæis, þeir gætu hafnað til heimilis í hel att víti punktur is. Maríur Olafsson sat ásamt fleiri hagyrðingum á veitingahúsi og botnaði tafarlaust alla fyrriparta sem komið var með. Lárus Þórðarson og Reynir Jónasson, organisti og nikkuleik- ari með meiru, voru samkennarar við Alftamýrarskóla. Eitt sinn, á þriðjudagsmorgni, hringdi Reynir og boðaði forföll. Lárus greip þetta á lofti og út flaug vísa. Ellikerling ill og grá engum reynist vægin. Hann hefur kanski háttað hjá henni á mánudaginn. Sveinn Víkingur gaf út þrjú kver með vísnagátum, 50 gátur í hverju kveri. Að þessu sinni lýkur Vísnaskríninu með gátu úr einu kveri Sveins. Allir reyna að elta það. Ofúsir að taka það. Fáir þeir, sem finna það. Fæstum létt að greiða það. Lausn gátunnar er á bls. 43. 31

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.