Listin að lifa - 01.06.2014, Side 39

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 39
Stefnumót við framtíðina Fyrir rúmlega tvö þúsund árum, átti Cíceró samtal „um ellina“ við vin sinn Attícus. í ræðu sinni dregur Cícerió fram þau fjögur meginatriði sem ell- inni er helst fundið til foráttu; 1. Svipti menn starfshæfni og útiloki frá störfum 2. Veikli líkamann svo dregur úr þreki og virkni manna 3. Ræni menn lystisemdum og svipti lífsnautn 4. Nánd dauðans varpar skugga á lífs- gleði eldra fólks Hvert þessara atriða rekur hann síðan ítarlega og hrekur svo með rökum og dæmum hverja staðhæfinguna af annarri. Sem dæmi um mótrök Cíceró við fyrstu fullyrðingunni, segir hann; „Svipti ellin oss starfshæfni? Eg spyr, á hvaða sviðum? Er átt við athafnir sem kefjast lífsorku manndómsára? En eru þá ekki önnur svið þar sem aldnir menn geta beitt hugarorku sinni, þótt líkams- þrekið sé skert?“ (Cíceró, 1982, bls. 48). Hluti af umræðu um málefni eldra fólks á Islandi hefur falist í ásökunum um aðgerðaleysi eða boðun um kvíða- blandna framtíð þar sem eldra fólki fjölgi svo mjög að líkja megi við flóð- bylgju, sem samfélagið sé ekki búið undir að mæta. Meðal annars er rætt um að eldra fólk sé fyrir á sjúkrahúsum landsins og því þurfi að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Annar hluti umræðurinar markast svo af viðhorfum til fullorðinsáranna/ ellinnar. Pá er haldið uppi einu sjónar- miði umfram önnur, til dæmis að eldra fólk eigi að hætta störfum og franv lagi sínu til samfélagsins á ákveðnum aldri og draga sig í hlé sökum aldurs (hlédrægnikenning). Að eldra fólk eigi að viðhalda virkni sinni og getu eins lengi og kostur er, sjálfu sér og öðrum til hagsbóta (athafnakenning). Eða að eldra fólk eþþ að halda venjum sínum og hlutverkum en um leið laga sig að aðstæðum sínum og umhverfi (sam- fellukenning). { ljósi þeirra fjögurra ógnana sem eldra fólk stendur frammi fyrir, eins og Cíceró lýsir þeim og viðbrögðum við þeim, virðist fátt hafa breyst í um- ræðunni á tvö þúsund árum. Halldór S. Guðmundsson. Hvað varðar fjölda eldra fólks og hlutfallslega fjölgun í eldri aldurshóp- urn, er viðeigandi að horfa til mann- fjöldaspár Hagstofu íslands (mynd 1 og tafla 1). Enginn vafi er á að hlut- fall eldra fólks mun hækka, en stærstu breytingarnar verða ekki fyrr en eftir 2025 þegar hlutfall þeirra sem eru 80 ára og eldri hækkar töluvert á hverju firnm ára tímabili. Fram til þess tíma er fjölgun í yngri aldurshópunum og það eru aldurshópar sem að mestu eru sjálfbjarga. Sá hluti hópsins sem verður 80 ára og eldri mun líklega þurfa að reiða sig á einhverja þætti opinberrar velferðarþjónustu og aðstoð fjölskyldu sinnar. En slík framtíðarmynd er óviss. 1 fyrsta lagi vegna þess að það er erfitt að spá, en líka vegna þess að það eru margir fleiri þættir en aldur einn og sér, sem hafa áhrif á virkni og lífsgæði. Framfarir í læknavísindum eru miklar og hvatning um hreyfingu og hollt mat- Sigurveig H. Sigurðardóttir. aræði munu einnig hafa áhrif á heilsu eldra fólks framtíðarinnar. Ahrifaþættir þegar litið er til framtíð- ar, eru núverandi aðstæður, lífsgæði og viðhorf þeirra einstaklinga sem mynda uppistöðuna í hópi 80 ára og eldri um og eftir árið 2025. Og hvað vitum við í dag? Við viturn að yngri og eldri ís- lendingar búa við betra heilsufar, betri heilbrigðisþjónustu, betri félagslega þjónustu, meiri menntun, þeir ferðast meira og flytja meira en áður hefur þekkts, og þeir búa að talið er við betri fjárhagsleg kjör en áður hafa þekkst. Sá hópur sem er að komast yfir 60 ára aldurinn hefur reynslu af miklum samfélagslegum umbreytingum eftir- stríðsára, togaravæðingu, uppbygg- ingu íbúðarhúsnæðis og velferðar- þjónustu, hefur upplifað umbyltingu í atvinnulífinu og tekið þátt í tæknilegri framþróun sem flokkast líklega undir algjöra byltingu. Pessi aldurshópur er Mynd 1. Mannfjöldaspá eftir aldurshópum, 2013-2030 (Hagstofa íslands, 2014). 39

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.