Listin að lifa - 01.06.2014, Side 36

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 36
■ ■ r Um Oldrunarráð Islands Öldrunarráð íslands eru regnhlífa- samtök þeirra sem starfa að hagsmun- um aldraðra hér á land. Að Öldrunar- ráði Islands eiga því aðild samtök, félög, fyrirtæki og stofnanir, þar með talið sveitarfélög, sem vinna að málefn- um aldraðra. Eru aðilar vel á fjórða tug- inn. Markmið Öldrunarráðs íslands er að vinna að bættum hag aldraðra. Til- gangi sínum hyggst ráðið meðal annars ná með því að: a. vinna að samræmdri stefnu í málefn- um aldraðra og framkvæmd hennar. b. koma fram fyrir hönd aðila sinna eftir því sem við á. c. standa fyrir námskeiðum og ráð- stefnum og beita sér fyrir almennri upplýsinga- og fræðslustarfsemi um málefni aldraðra. d. efla rannsóknir í öldrunarmálum með starfsemi sérstaks rannsóknar- sjóðs. e. veita aðilum sínum aðstoð við skipu- lagningu verkefna og framkvæmd þeirra. f. annast samskipti við erlenda aðila Pétur Magnússon Formaður Oldrunarráðs Islands Stjórn Öldrunarráðs íslands ski-pa níu aðilar. Formaður er Pétur Magn- ússon, forstjóri Hrafnistu og er hann fulltrúi Sjómannadagsráðs. Asamt Pétri skipa stjórnina Berglind Magnús- dóttir frá Sálfræðingafélagi íslands sem er varaformaður, Jón H. Magnússon frá Samtökum atvinnulífsins sem er gjaldkeri og Ingibjörg Pórisdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem er ritari. Meðstjórnendur eru svo Aðalbjörg Traustadóttir frá Reykjavík- urborg, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir frá Sveitarfélaginu Árborg, Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir frá Landssam- bandi eldri borgara, Linda Baldurs- dóttir frá ASÍ og loks Ragnhildur G. Hjartardóttir frá hjúkrunarheimilinu Mörk. Næg verkefni í framtíðinni þó margt hafi færst til betri vegar Við stofnun Öldrunarráðs fyrir um 40 árum var mikil áhersladögð á fræðslu þar sem takmarkið var að upplýsa þjóð- ina um ýmis hagsmunamál aldraðra. í dag, þegar vitundin er orðin mun sterkari, ætlar ráðið að skoða hvar veikir blettir eru á hagsmunagæslu aldraðra og finna út frá því hvar kraftar ráðsins nýtast best. Það er mikilvægt að andlega, líkamlega og félagslega þætt- inum í lífi aldraðra sé sífellt haldið á ' lofti. Takmark Öldrunarráðs íslands er að ná breiðri samstöðu um það í þjóð- félaginu. Afmæliskveðja frá FÁÍA Aldrei of seint Markmiðið okkar „Aldrei of seint“ er að efla og styrkja velferð manna. En starfsemi okkar Ijóst bæði og leynt er leiðsögn um feril íþróttanna. HfÞ. Pað er aldrei of seint að vinna að vel- ferðarmálum aldraðra. I aldarfjórðung hefur Landssamband eldri borgara staðið á velferðarvaktinni í félags- og hagsmunamálum fyrir eldri borgara á íslandi. Til hamingju með árangurinn Með þökk fyrir góða samvinnu á liðnum árum. Innilegar afmæliskveðjur , , I Félag áhugafólks um cua/ íþróttir aldraðra. Gústaf Eiríkur 6 ára, Reykjavík „Pað er alltaf gaman hjá ömmu og afa. Arnma kemur stundum með dót og óhollt nammi. Það er gaman að vera í gömlu rútunni hans afa. Síðast sá ég könguló aftast í rútunni.“ Símon Konrad 8 ára, Reykjavík „Amma og afi eru voða góð. Það er gaman að baka með ömmu og kíkja undir bíla með afa til að gá hvort allt er í lagi og gera við. Eg á líka ömmu í Þýskalandi.11 ■■ 36

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.