Listin að lifa - 01.06.2014, Qupperneq 22
Afmæliskveðja
frá Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra
Kæru lesendur.
Eg óska félögum í Landssambandi eldri
borgara til hamingju með tímamótin
og 25 ára afmæli þessara mikilvægu
heildarsamtaka hinna eldri og reyndari
borgara í landinu.
Við sem yngri erum höfum margt
að læra af ykkur sem eigið lengra líf
að baki, fjölbreytta reynslu úr lífi og
starfi og margvíslega menntun, hvort
sem hennar hefur verið aflað í hefð-
bundnum skólum eða í skóla lífsins.
Viðhorf til eldra fólks og staða þess í
íslensku samfélagi hafa tekið töluverðum
breytingum í gegnum tíðina. Segja má
að eftir að þriggja kynslóða fjöLskyldu-
gerð sveitasamfélagsins leið undir lok
hafi skapast áður óþekkt gjá á milli kyn-
slóða. Elsta kynslóðin bar skarðan hlut
frá borði við' þennan aðskilnað þar sem
yngra fólkið missti sýn og skilning á
mikilvægi þeirrar þekkingar og kunn-
áttu sem fólk aflar sér með árum og lífs-
reynslu. Félagslegu tengslin breyttust og
margir hinna eldri fengu tilfinningu fyrir
því að hafa glatað hlutverki sínu og verið
settir til hliðar.
Umræða um málefni eldri borgara
endurspeglaði breytt og verri viðhorf.
Um langt skeið mátti á henni skilja
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
að eldri borgarar væru upp til hópa
óvirkir, heilsulausir og hjálparvana og
að einu málefni samfélagsins sem þá
vörðuðu væru heilbrigðismál og bygg-
ing og rekstur hjúkrunarheimila. Nú er
þessi tími liðinn, sem betur fer.
Eftir því sem ég fæ best séð hafa á liðn-
um árum orðið mikilvægar breytingar á
viðhorfum samfélagsins til eldra borg-
ara og þeir hafa styrkt stöðu sína á ný.
Aldurssamsetning þjóðarinnar breytist
hratt, eldra fólki fjölgar hlutfallslega
mest, lífslíkur aukast og heilsufar fer
batnandi. Við vitum öll að aldur er af-
stæður og meðan fólk heldur andlegri
og líkamlegri heilsu er aldur engin fyrir-
staða fyrir virkri þátttöku í samfélaginu.
Hinir svokölluðu eldri borgarar þessa
lands eru nú stór og fjölbreyttur hópur
fólks sem lætur til sín taka í samfélags-
umræðunni og er ekkert óviðkomandi.
Landssamband eldri borgara á tví-
mælalaust mikilvægan þátt í því hvern-
ig viðhorf til eldra fólks hafa breyst til
betri vegar og staða þess í samfélginu
sömuleiðis. Allar kynslóðir eru mikil-
vægar og hafa eitthvað fram að færa
sem skiptir máli í heildarsamhenginu.
Letta ætti nú öllum að vera orðið ljóst.
Framundan eru margvísleg og stór við-
fangsefni. Kjör eldri borgara ber þar hátt
og ég mun áfram vinna að því að skila
til baka þeim skerðingum sem þeir hafa
sætt á undanförnum árum. Að mörgu
fleiru er þó að hyggja, hvort sem um ræð-
ir húsnæðismál, atvinnumál, lífeyrismál
og svo mætti áfram telja. Eg legg almennt
áherslu á víðtækt samráð og samvinnu
í þeim málaflokkum sem ég ber ábyrgð
á sem félags- og húsnæðismálaráðherra.
Þannig eru mestar líkur á skynsamlegum
niðurstöðum í vandasömum verkefnum.
Um leið og ég ítreka hamingjuóskir
til Landssambands eldri borgara á
tímamótum óska ég þess að eiga fram-
undan gott samstarf við þessi rnikil-
vægu samtök, líkt og verið hefur.
Ályktun kjaranefndar LEB frá 18. mars 2014
Kjaranefnd LEB skorar á ríkisstjórn
og sérstaklega Heilbrigðisráðherra að
skoða þá þætti í sjúkratryggingum sem
tryggja fólki stuðning við þau hjálpar-
tæki sem eru þeim annaðhvort lífs-
nauðsynleg og/eða bæta lífsgæði fólks
til muna. Má þar nefna niðurgreiðslu á
heyrnartækjum sem hefur ekki hækkað
árum saman. Á sama tíma hafa tækin
hækkað verulega í verði. Það er ljóst
að verðmunur á heyrnartækjum er
mikill og þar af leiðir að mikill munur
verður á því hvort þeir sem eru á lægstu
tekjunum eigi nokkra möguleika á að
njóta mestu gæðanna. Enn og aftur
þessi alvarlega mismunun.
Kjaranefndin hefur einnig fjallað
um að ef einstaklingur fær leiðréttingu
á lífeyri eins og urn síðustu áramót, þá
fylgir ekki leiðrétting á viðmiðunar-
tölum TR þannig að fólk getur fallið
í annan gjaldflokk eða misst annan
bótarétt við 1-2.000 krónu hækkun frá
TR. Kjaranefndin beinir því til félags-
málaráðherra að endurskoða og leið-
rétta þessar viðmiðunartölur.
Þá hefur kjaranefnd LEB fjallað um
þann vanda sem þó nokkuð stór hópur
eldri borgara glírnir við en það er alltof
há húsaleiga. Komið hafa fram tölur
allt upp i 150 þúsund á mánuði og hafa
þeir einstaklingar sem eru í þeirri stöðu
og með lágmarkslífeyri ekki lengur tök
á að framfleyta sér út mánuðinn. Þetta
er fullkomlega óásættanlegt í velferðar-
þjóðfélagi eins og Island er. Okur á
ekki að líðast.
Þá vill kjaranefndin beina því til inn-
anríkisráðherra að heimild verði sett í
lög um að sveitarfélög geti fellt niður
fasteignaskatta á húsnæði sem eldri
borgarar eiga og búa í.
Stærsta málið nú er að ríkisstjórn
hækki bætur í samræmi við þá
launaþróun sem er að eiga sér stað á
síðustu mánuðum. Auk þess að rifja
upp kosningaloforðin um að laga kjör
eldri borgara vegna niðurskurðar á
krepputímum.
í kjaranefnd LEB eru Þórunn Svein-
björnsdóttir, Grétar Þorsteinsson,
Sverrir Vilbergsson, Jón Kr. Óskars-
son, Baldur Þór Baldvinsson, og Stef-
anía Magnúsdóttir.
22