Listin að lifa - 01.06.2014, Side 28

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 28
Nýr fram- kvæmdastjóri hjá LEB Um mánaðamótin nóvember des- ember s.l. lét Grétar Snær Hjartarson af störfum að eigin ósk, sem fram- kvæmdastjóri Landssambands eldri borgara (LEB). Hann tók við því starfi á vormánuðum 2011 við erfiðar að- stæður. Grétar lyfti grettistaki við að koma rekstri LEB á réttan kjöl og var vakinn og sofinn að huga að velferð sambandsins í störfum sínum. Honum er þakkað af heilum hug af stjórn LEB fyrir alla vinnuna. Um leið óskar stjórn LEB honum velfarnaðar í öðrum þeim störfum sem hann er að vinna í þágu eldri borgara, því þar er hann vissulega ennþá að. Nýr framkvæmdastjóri LEB er Haukur Ingibergsson og tók hann formlega við stöðunni 1. desember s.l. Haukur hefur nýlega látið af störfum í opinberu starfi sem hann gegndi um árabil, við góðan orðstýr. Hann hefur unnið ötullega að málefnum eldri borgara hin síðari ár og hann er jafnframt stjórnarmaður í LEB og gegnir þar varaformennsku. Lað er því mikill akkur fyrir Landssambandið að fá til starfa framkvæmdastjóra sem þekkir vel starfsemi Landssambandins og er fullur af áhuga fyrir velferð og framtíð þess. Afengisveitingar á elliheimilum Listinni að lifa bárust skemmtilegar vangaveltur Philip Vogler á Egilsstöðum varðandi umræður um áfengisveitingar á elliheimilum, sem hér fer á eftir: Eg hef ekki enn tekið þátt í félags- störfum eldri borgara en það líður að því enda er ég árgerð 1950. Annars fylgist ég eitthvað með málefnum aldr- aðra vegna eigin foreldrar og tengda- foreldra. Þess vegna hef ég orðið var við umræðu um stefnu í mögulegum áfengisveitingum á elliheimilum. Hér fy'rir neðan er smá innlegg í þá umræðu. Ef ykkur finnst það passa inn í Listina að lifa þá væri það fínt. Skapast ró um elliár, oft á manni vantar hár. Til muna flestar minnka þrár, margur haus er fráleitt klár. Pó miðli börnum fúlgu fjár, fer samt maður enn á krár. Ef ver þar miklu í vínsins tár verður snauður kannski og blár. Ætti frekar úr að draga, ástand setustofa laga. Best sig sjálfan beita aga, bjartra njóta ellidaga. Með kveðju, Philip Vogler Hvað segja börnin um afa og ömmu? Sigurbjörg Heiða 3ja ára Dalabyggð „Eg á afa og ömmu á Akranesi og þegar ég er hjá þeim fer ég oft að hjóla úti. Svo er líka fullt af dóti hjá þeim sem mamma og bróðir hennar áttu þegar þau voru lítil. Ég á líka afa og ömmu í Borgarnesi. Það er gaman að vera hjá þeim öllum. Þau eru öll góð og ömmur mínar eru báðar sætar.“ Embla Kristín að verða 5 ára Dalabyggð „Eg á fjórar ömmur og einn afa, ég fer stundum til þeirra og við förum til dæmis út að labba og horfum á sjón- varpið. Ég má ekki hofa á allt, en ég er búin að horfa á alla diskana hjá ömmu Gullu. Afi og amma á Kvennabrekku eiga fullt af dýrum, alls konar dýr og ég er ekkert hrædd við þau. Bara þegar ég var smábarn, ég er ekki smábarn núna. Einu sinni „látti“pabbi mig í hjólbörur og nautið kom og velti hjólbörunum og það þurfti að láta klaka á ennið mitt. Eg fæ stundum að sofa heima hjá afa og ömmu og þar er hellingur af dóti.“ 28

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.