Listin að lifa - 01.06.2014, Side 40

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 40
 f 2013 f 2015 r 2020 r 2025 f 2030 f 2035 2040 f 2045 f 2050 f 2055 2060 Fjöldi 60ára og eldri 58.346 62.109 72.723 83.286 92.252 100.220 107.428 115.003 121.093 127.600 130.971 Fjöldi 80ára ogeldri 11.646 12.145 12.947 14.728 18.504 23.178 28.385 32.708 35.257 37.188 38.892 Hlutfall 60áraogeldri 18,1% 19,0% 21,2% 23,3% 24,8% 26,1% 27,1% 28,3% 29,1% 30,1% 30,4% Hlutfall 80ára ogeldri / 3,6% 3,7% 3,8% 4,1% 5,0% 6,0% 7,2% 8,1% 8,5% 8,8% 9,0% Tafla 1. Mannfjöldasþá 60 ára og eldri (Hagstofa Islands, 2014) stór-notendur tómstunda- og menning- artilboða og hefur tileinkað sér afþrey- ingarmenningu á sviði samskipta og einkalífs. Þarna er á ferðinni fólk sem hefur heilsu, starfsgetu og starfsorku sem takmarkast ekki af tölugildinu 67. Pað er þess vegna nokkuð skýr frarn- tíðarmynd sem birtist. Eldra fólk í nánustu framtíð mun í meira rnæli vera virkt, við góða heilsu, njóta lífs- ins lystisemda og það mun væntanlega ekki láta áhyggjur af endalokum lífsins trufla sig í að njóta lífsgæða í núinu. Sem sagt, einstaklingar sem í gerðum sínum fylgja ráðleggingum Cícero‘s og finna virkni sinni og löngunum farveg þrátt fyrir hækkandi aldur. Gangi þetta eftir, má gera ráð fyrir að huga þurfi að endurmati samfélags- viðhorfa til eldra fólks og ekki síður að finna nýjar lausnir í velferðarþjónust- unni, lausnir sem taka mið af þörfum notendahópsins, reynslu hans og getu og kröfum urn breytingar á þjónustu- eða stuðningsúrræðum samfélags og ættingja. Gera má ráð fyrir að skýra þurfi betur verksvið og skyldur hinnar óformlegu (fjölskyldan/vinir) og hinn- ar formlegu (opinberu) þjónustu. I vaxandi mæli munu úrlausnir byggja á tæknilegum úrræðum þar sem upplýs- ingar, félagsráðgjöf, stuðningur, eftirlit og meðferð verður veitt í gegnum hinn stafræna heim samskipta og mynda. Samþætting, samstarf, lausnarmiðun og þjónustulund verða leiðandi stef og markmiðið að styðja sjálfstæði og sjálf- bærni einstaklinga í umhverfi sínu og aðstæðum. I rökræðu sinni um lystisemdir og lífsnautnina sagði Cíceró; „Petta er sú hamingja sem aldnir menn fá notið, ög ekki er aldurinn því til fyrirstöðu að menn vinni af gleði að öðrum störfum og ekki hvað síst akuryrkju til hárrar elli“ (bls. 74). Stefnumótið við framtíðina felur því ekki í sér að ógnanir efri ára eða að ógnin sem liggur í „fjölgun“ eldra fólks, séu fyrirsjáanlegur vandi. Miklu frekar hitt, að á næstu áratugum ber að strönd stórkostlegt tækifæri sem liggur í stækkandi auðlind sem eldra fólk er og verður til að auðga samfélagið og velferðarþjónustuna. Til að svo megi verða þarf umræðan í samfélaginu og þjónusta þess, að yfirgefa skort- og skerðingarhugsun á leiðinni yfir í betra samfélag á grundvelli samhjálpar, virð- ingar, gæða og getu. Heimildir: Bond, J., Dittmann-Kohi, F.,Wester- hof, G.J. og Peace, S. (2007). Ageing into the future. I J.Bond, S. Peace, F.Dittmann-Kohli og G. Westerhof Bergjón Paul 4ra ára, Dalabyggð „Eg á fjórar ömmur og afa, tvær eiga heima í Búðardal og ein í Borgarnesi og ein í Pýskalandi. Fg hef farið til „Dojts- land“ til ömmu. Fg fer oft til Inu ömmu og afa Sigga þá horfum við á sjónvarpið og ég má stundum spila leiki í tölvu með Erni frænda mínum. Eg fer stundum í heimsókn til langafa og langömmu, en langafi er á sjúkrahúsi, honum er svo illt í bakinu sínu. Langafi og langamma í Borgarnesi eru líka góð, þau gefa mér sleikjó. Eg er heppinn!" (ritstjórar), Ageing in society (bls. 296-308). London: Sage. Cíceró, M. T. (1982). Um ellina (Kjart- an Ragnars þýddi). Lærdómsrit bókmenntafélagsins. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Hagstofa íslands (2014). Spá um mann- fjölda eftir kyni og aldri 2013-2061. Sótt 6. apríl 2014 af http://hag- stofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi/ Framreikningur-mannfjoldans. Höfundar: Halldór S. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Oldrunarheimila Akureyrar og íektor við félags- ráðgjafardeild Háskóla Islands og dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent við félagsráðgjafardeild Há- skóia Islands. Eysteinn Fannar 8 ára, Dalabyggð „Ég á tvo afa og tvær ömmur, ein amma og afi eiga heima í Garðabæ og ein amma og afi á Spágilsstöðum. Eg fer oft þangað og þá er ég að leika við Sigurvin frænda rninn. Svo fer ég í fjárhúsið með afa og ég get alveg hjálpað til. Stundum fer ég á hestbak en ekki oft. Eg á hest, en það er eftir að temja hann, hann heitir Meitill. Stundum fer ég til afa og ömmu í Gárðabæ og gisti stundum þar, þau eru líka góð. Par fer ég stundum í tölvuna eða „Æpadinn“. Ég á líka „Æpad.““ 40

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.