Listin að lifa - 01.06.2014, Side 42

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 42
Málþing um farsæl efri ár í Garðabæ Góðar umræður sköpuðust á málþingi um farsæl efri ár í Garðabæ, sem hald- ið var í Sjálandsskóla 8. apríl. Hátt i 60 manns tóku þátt í þinginu. Setið var við átta borð og stýrði borðstjóri um- ræðunum á hverju borði þar sem tekist var á við spurningar um hvernig hægt sé að stuðla að því að efri árin verði farsæl. Náttúran og gönguleiðir Fyrsta spurningin sem þátttakendur svöruðu var: „Hvað er gott við að eld- ast í Garðabæ?“ Eftir að þátttakendur höfóu velt þessari spurningu fyrir sér við borðin kom fulltrúi hvers borðs upp og sagði frá því sem fólk taldi mikilvægast. Nokkuð samhljómur var í svörunum og kom gott aðgengi að náttúru og gönguleiðum, öflugt félags- starf og gott samfélag fram í rnáli full- trúa allra borðanna. Einnig kom fram ánægja með íþróttastarf og þjónustu Bókasafns Garðabæjar. Krá, vínbúð og bókakaffi Næst var tekist á við spurninguna um hvernig Garðabær gæti stuðlað að farsælum efri árum. Þar kom m.a. fram að fólk vill sjá félagsstarfið eflast enn frekar, það vill hafa gott aðgengi að heimaþjónustu og að unnið verði að því að rjúfa félagslega einangrun. Einnig komu fram ábendingar um að það vantaði krá í bæinn, vínbúð og bókakaffi svo eitthvað sé nefnt. Frumkvæði Félags eldri borgara 1 síðustu umferðinni var málaflokkum skipt á milli borða. Þátttakendur á tveimur borðum veltu fyrir sér hugtak- inu búsetulífsgæðum og hvernig megi stuðla að þeim í Garðabæ, næstu tvö ræddu um heilsutengd lífsgæði og þau sem eftir voru fjölluðu annars vegar um tómstundir og námskeið og hins vegar um þátttöku og virkni. Málþingið v'ar haldið að frumkvæði Fé- lags eldri borgara í Garðabæ í samstarfi við Félag eldri borgara á Alftanesi. Líflegar umræður voru d málþinginu í vinnuhóþum. Ljósmynd Ingrid Kuhlman. Ingrid Kuhlman frá fyrirtækinu Þekk- að aflrenda bæjarstjóra Garðabæjar til ingarmiðlun stýrði þinginu og mun eftirfylgni. Skýrslan verður einnig birt taka saman skýrslu um niðurstöður á vef Garðabæjar. þess sem aðstandendur þingsins ætla Heimild:gardabaer.is Góð þátttaka var í þinginu og ánægja með framtakið. Ljósmynd Ástbjörn Egilsson. Ellimóður Aldurinn finnst mér alls ekki þungur t>ví uni ég gráu hárunum Mér sýnist ég ennþá sætur og ungur Hví sjónin daprast með árunum Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 42

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.