Listin að lifa - 01.06.2014, Side 24
Fræðsluhornið
Bryndís Steínþórsdóttír
Agætu lesendur bestu þakkir fyrir ánægjuleg samtöl og efni í blaðið. Enn á ný erum við minnt á
að vanda vöruval og velja holl matvæli. Skráargatið sem er opinbert, samnorrænt merki var tekið
upp hér á landi 12. nóvember s.l. sem liður í því að stuðla að bættu mataræði og bættri heilsu.
Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og
fljótlegan hátt. Merkið er sett á umbúðir matvæla sem uppfylla ákveðin skilyrði um samsetningu og
magn næringarefna. Þannig stendur Skráargatið fyrir minni og hollari fitu, minna salt, minni sykur
og meira af trefjum og heilkorni í matvörum. Merkið má einnig nota á ópakkaðan fisk, ávexti og grænmeti.
Markmiðið er einnig að hvetja matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðla að auknu framboði
á markaði. Matvælastofnun og embætti landlæknis standa sameiginlega að merkinu hér á landi.
Stofnanirnar hvetja fólk til að kynna sér merkið og nýta sér það við næstu innkaup á matvörum.
Nánari upplýsingar má fá á www.skraargat.is
Hér koma nokkrar áhugaverðar uppskriftir sem þættinum hafa borist:
Orkudrykkur:
Spinat mango boost,
frá Guðrúnu M
1 lúka ferskt spínat
1 mango
1 gulrót
1 grænt epli
engifer 2 - 3 sm
(1 daðla)
klaki eftir smekk og vatn ef þarf.
Grænmetið er hreinsað og smækkað.
Látið í blandara ásamt klaka og vatni
ef vill.
Blandað þar til það er silkimjúkt.
Rauðrófusúpa, rússnesk,
frá Elísabetu S. M.
Rauðrófur eru hollar, ódýrar
og hitaeiningasnauðar
500 g rauðrófur
2 laukar
2 gulrætur
200 g hvítkál
2 msk olífuolía
1 lítri vatn
2 grænmetisteningar (gjarnan gerlausir)
1 lárviðarlauf
1-2 msk sítrónusafi eða hvítvínsedik
steinselja, smátt söxuð
sýrður rjómi (5%)
svartur pipar og salt (ef þarf, því allir
súputeningar eru saltir).
Afhýðið rauðrófur, lauk og gulrætur,
skerið burt stofn og ystu blöðin af
hvítkálinu. Skerið allt grænmetið í
þunnar ræmur. Skiljið eftir smá bút af
rauðrófu. Hitið olíuna í potti og látið
grænmetið krauma í nokkrar mínútur.
Hellið vatninu yfir, setjið teninga, lár-
viðarlauf og pipar saman við og sjóðið
í lokuðum potti í 20-30 mínútur. (Ef
þið viljið er einnig hægt að mauka
grænmetið í matvinnsluvél eftir suðu).
Rífið rauðrófubútinn smátt og setið
út í súpuna rétt áður en hún er borin
fram. Súpan verður þá fallega rauð.
Bragðbætið með sítrónusafa eða ediki
og salti ef þarf. Stráið ferskri smátt
saxaðri steinselju yfir súpuna og berið
fram með sýrðum rjóma.
Rauðrófu forréttur
frá Sollu E. á Gló
2 hnefar klettasalat
2 msk kapersber
1 msk svört (eða hvít) sesamfræ
1-2 rauðrófur, skornar í rnjög þunnar
sneiðar (ég nota mandolin).
Marínering:
3 msk, góð kaldpressuð olía
1 msk tamari-sósa
1 msk fínt saxaður kóríander
1 hvítlauksrif
1 tsk engiferduft
1 tsk smátt saxaður chili-pipar.
Skerið rauðrófurnar í mjög þunnar
sneiðar, gott að nota mandolin, hrærið
saman öllu sem á að fara í maríneringuna
og látið rauðrófusneiðarnar marínerast
þar í um 15 mín. (í lagi að hafa lengur).
Setjið helminginn af klettasalatinu á fat,
blandið rauðrófusneiðum og restinni
af klettasalatinu saman og setjið ofan á,
toppið með kapersberjum og svörtum
sesamfræjum. Slettið smávegis af pip-
arrótarsósunni yfir og berið restina af
sósunni fram í lítilli skál.
Piparrótarsósa:
75 g kasjúhnetur
50 g brasilíuhnetur
3/4 bolli vatn
1 límóna, afhýdd
Vi bolli kaldpressuð ólífuolía
2 msk rifin piparrót
2 msk næringarger (fæst í Bónus)
2-3 döðlur
1 hvítlauksrif
Vi tsk sjávarsalt
smávegis nýmalaður svartur pipar.
Allt sett í blandara og blandað þar til
sósan er silkimjúk, ef hún er of þykk má
bæta smávegis vatni út í, ef hún er of
þunn má bæta smávegis hnetum út í.
Melónuforréttur
frá Guðrúnu K
1 melóna
rækjur og kræklingur
200 g sýrður rjómi
2 msk olíusósa (majónes)
100 g rifinn gráðostur
kaviar og paprikuduft
Melónan skorin þversum í 5-6 sneiðar.
Rækjurnar og kræklingurinn látin á
miðjuna og blöndu af olíusósu og sýrð-
um rjóma hellt yfir. Ostinum stráð yfir
og skreytt með kaviar og paprikudufti
Eplakaka með möndluloki
frá Guðrúnu K.
1 kg epli og 2 msk sykur
150 g smjör
85 g sykur (1 dl)
2 egg
60 g hveiti (1 dl)
2 dl fínt malaðar möndlur
Hrært deig. Eplabátar settir í eldfast
24