Listin að lifa - 01.06.2014, Side 34

Listin að lifa - 01.06.2014, Side 34
Þjónustustefna TR Tryggingastofnun greiðir hátt í 60 þús- und manns lífeyri og bætur í hverjum rnánuði. Því fylgir annasöm þjónusta sem felst í að veita leiðsögn um al- mannatryggingakerfið. Pjónustumiðstöð Tryggingastofnun- ar á Laugavegi sinnir öllu landinu, sér- staklega simleiðis og með tölvupósti. Allir landsmenn geta þó sótt þjónustu um almannatryggingar í sinni heima- byggð hjá umboðum sýslumanna um allt land. Hver ráðgjafi í þjónustumið- stöðinni á Laugavegi annar að iueðal- tali 7-8 erindum á klukkustund. og daglega fá um 500 manns svör við margvíslegum erindum hjá þeim. Ætla má að umferð í umboðunum séu sam- bærileg. Þjónustustefna Tryggingastofnunar byggir á framtíðarsýn stofnunarinnar fram til ársins 2015. Hún vísar veginn í samskiptum starfsmanna við alla sem eiga erindi við stofnunina með gildin traust, samvinnu og metnað að leiðar- ljósi. Markmið þjónustustefnunnar er að jafnræðis sé gætt við afgreiðslu mála, að þeir sem eiga erindi við Tryggingastofn- un séu sáttir við samskipti sín við starfs- menn og að samhæfð þjónusta bjóðist um allt land. Alrersla er lögð á fagleg vinnu- brögð, persónu- lega þjónustu, rafræna þjónustu og samvinnu. Með faglegum vinnubrögðum er átt við grein- ingu á erindum, ráðgjöf í sam- rærni við gild- andi lög og regl- ur og jafnræði við afgreiðslu mála. Meðferð og varsla pers- ónugreinanlegra gagna er örugg og einstök erindi afgreidd svo fljótt sem auðið er, í þeirn röð sem þau berast. Lagt er upp úr að starfsmenn bafi þekkingu, aðstöðu og tækja- búnað til að geta sinnt störfum sínum. Vaxandi kröfur eru u'm framboð rafrænnar þjónustu í samfélaginu. Rafrænum samskiptum Trygginga- stofnunar við viðskiptavini hefur verið vel tekið. Lögð er áhersla á að vefurinn nýtist fólki með mismunandi þarfir og að sem flestir geti afgreitt sig sjálfir á persónulegu vefsvæði á „Mínum síð- um“ á tr.is, sem einungis viðkomandi einstaklingur eða umboðsmaður hans hafa aðgang að. Rafræn þjónusta hefur ýmsa kosti í för með sér, s.s. aðgengi, gæðaeftirlit, öryggi og skilvirkni. fVí fleiri sem nýta rafræna þjónustu þeim mun betur er hægt að sinna þörfum þeirra sem vilja hafa bein sam- skipti við starfsmenn. Tryggingastofnun býður rnargar þjónustuleiðir þar sem sérþjálfaðir starfsmenn sinna erindum sem berast. Hægt er að koma beint inn af götunni, hringja eða senda tölvupóst. I nokkur ár hefur nýjum lífeyrisþegum verið boðið að koma í kynningarviðtöl sem hafa gefist vel. I viðtölunum er farið yfir möguleg réttindi og kennd notkun rafrænna þjónustuleiða. Tryggingastofnun er í fjölbreyttu sam- starfi við aðrar stofnanir og hagsmuna- aðila. Nefna má Oryrkjabandalagð, Þroskahjálp og samtök eldri borgara. Gjarnan er leitað til fulltrúa þessara hagsmunasamtaka við hönnun auglýs- inga, bréfa og upplýsinga til lífeyrisþega á vefnum. Samstarf við aðrar stofnanir eins og Þjóðskrá og Ríkisskattstjóra er mikilvægt til að tryggja að réttar bætur berist á réttum tíma í hendur þeirra sem eiga rétt á þeim. Fulltrúar Trygg- ingastofnunar kynntu almannatrygg- ingar og starf stofnunarinnar á hátt í 100 opnum fundum á árinu 2013 víða um land. Eins er stofnunin í sam- starfi við erlendar systurstofnanir og alþjóðleg sarntök vegna samninga um almannatryggingar á rnilli landa. Islenska almannatryggingakerfið er einn mikilvægasti hornsteinn velferð- arsamfélagsins. Það skiptir máli að þeir sem eiga rétt á bótum fái notið þeirra og að misnotkun sé haldið í lágmarki. Starfsfólk Tryggingastofnunar leggur sitt af mörkum til þess með því að veita réttar og raunhæfar upplýsingar. 34

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.