Listin að lifa - 01.06.2014, Blaðsíða 10
Ekki gera ekki neitt er mottó FEBS
Eyjólfur E^steinsson,
formaður FEBS
Nú eru um 2100 manns i Félagi eldri
borgara á Suðurnesjum FEBS og fer
fjölgandi. 1 félaginu fer fram mjög
fjölbreytt félagsstarf í Grindavík með
aðsetri í Víðihlíð, Vogum í Alfagerði,
Sandgerði í Miðhúsum og Auðarstofu
í Garði. Eyjólfur Eysteinsson formaður
FEBS sagði í skýrslu sinni sem hann
flutti á aðalfundi félagsins í rnars s.l. að
sá stuðningur sem félagið fær víða væri
ómetanlegur. Staðfest er að sú aðstaða
sem félagið hefur haft til afnota verður
áfram sú sama eftir að hjúkrunarheinv
ilið á Nesvöllum hefur tekið til starfa.
Fyrirtæki á Suðurnesjum sem veita
félagsmönnum afslátt af viðskiptum
eru nú um 90 og Landsbanki Islands
í Reykjanesbæ er viðskiptabanki félags-
ins. Fjárhagur félagsins er rnjög góður
sem gerir félaginu kleift að styrkja hóp-
ferðir félagsmanna innanlands.
Formaður FEBS á m.a. sæti í starfs-
hópi sem er að vinna að tillögum urn
flutning á málefnum eldri borgara
til sveitarfélaga. „Við eldri borgarar
leggjum áherslu á að sveitarfélögin hafi
ábyrgð á stjórn og skipulagi á þjónustu
við okkur“, segir Eyjólfur Eysteins-
son. „Eitt umfangsmesta verkefnið
við yfirfærsluna snýr að því að endur-
skoða fyrirkomulag á greiðslu til þeirra
sem búa á hjúkrunarheimilum og af-
nema svonefnt vasapeningakerfi. Fað
er réttlætismál og löngu tímabært að
endurskoða greiðslufyrirkomulag ein-
staklinga sem dvelja á hjúkrunarheim-
ilum og afnema vasapeningakerfið.
Heimilismenn greiði sjálfir húsaleigu
og annan kostnað sem fylgir heimilis-
haldi. Félag eldri borgara á Suðurnesj-
um vill því leita nýrra leiða með sveitar-
félögunum á svæðinu og vinna saman
með formlegum hætti með okkur að
rnótun framtíðarstefnu í öldrunarmál-
um hér í samráði og samvinnu við alla
aðila sem koma að þessum mikilvæga
málaflokki", segir Eyjólfur.
FEBS hefur sett á fót vefsíðu félags-
ins á www.febs.is sem Hildur Harðar-
dóttir hefur átt veg og vanda að. Eins
og áður sagði er fjölbreytt félagsstarf
meðal eldri borgara á Suðurnesjum.
Eldeyjarkórinn, sem oft er kallaður
flaggskipið í félaginu, starfar af miklum
krafti, félagsmenn FEBS halda áfram
að leiðbeina í grunnskólum á Suður-
nesjum við lestur, bókmenntaklúbbur
er starfandi og tölvunefnd er að taka til
starfa svo eitthvað sé nefnt.
íslenskt samfélag stendur á næstu árum og áratugum frammi fyrir krefjandi verkefnum
á sviði velferðarþjónustu*. Eldri borgurum mun fjölga verulega, nýir notendahópar koma
fram á sjónarsviðið og kröfurtil þjónustunnartaka á sig fjölbreyttari og víðtækari mynd.
Þetta kallar síðan á sérhæfingu með aukinni samþættingu og góðri yfirsýn.
Til þess að bregðast við þessum aðstæðum hafa stjórnvöld víða um lönd leitað leiða til
nýsköpunar og skoðað á hvern hátt unnt sé í meira mæli að beita tæknilegum lausnum í
velferðarþjónustunni.
Hvar liggja möguleikarnir?
Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu.
Dagskrá ráðstefnu í Hofi á Akureyri 5. - 6. júní 2014
Fimmtudagur 5. júrtí 2014
12.00 -13.00 Skráning.
13.00 -13.30 Hvert stefnir?
Ráðherrarfélags- og heilbrigðismáia
leggja línurnar.
13.30 -14.20 Nýsköpun og tækni í vel-
ferðarþjónustu á Norðurlöndunum -
Hvaðan blásaferskir vindar?
Dennis C. Spndergárd, Project Manager,
Nordic Centre for Welfare and Social Issues.
14.20 -15.00 Stefna og áætlun í vel-
ferðartækni íNoregi. Lasse Frantzen,
Manager Norwegian National Welfare
Tecnhology
15.00 -15.40 Fjórar lausnir sem vísa
veginn. Kynntar verða lausnirsem hver
á sinn hátt sýna hvernig ný þekking, nýtt
samstarf og ný tækni geta stuðlað að
bættri velferð.
15.40 -16.10 „Lausnargallerí - fyrsti
htuti". Ráðstefnugestir eiga hrað-
stefnumót við fulltrúa notenda, sveitar-
félaga, atvinnu- og þjónustufyrirtækja,
frumkvöðla,hugmyndasmiði og fulltrúa
fyrirtækja sem bjóða mögulegar vel-
ferðarlausnir af ýmsu tagi.
16.10-16.40 Nýsköpun í
velferðarmálum á íslandi. Geturísland
orðið fyrirmynd?
Hilmar Bragi Janusson, forsetí Verkfræði-
og náttúruvísindasviðs Háskóla íslands.
16.40 -17.00 Uppbygging þekkingar
ogfærni I nýsköpun á vettvangi sveitar-
félaga, skólastofnana og almennings.
Berglind Hallgrímsdóttír, framkvæmda-
stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar íslands.
17.00 -17.10 Erum við einhverju nær? -
umræða dagsins i hnotskurn.
17.00- 5omvero-tónlist-skemmtun.
Föstudagur 6. júní 2014
09.00 - 09.30 Öryggi á heimilinu - Nýjar
lausnir.
Björk Pálsdóttír, forstöðumaður Hjálpar-
tækjamiðstöðvar íslands.
09.30 - 10.00 Nýsköpun og tækni í vel-
ferð fjallar fyrst og fremst umfólk. Tækni
til stuðnings fólki með skerta færni.
Tækni-Miðlun-Færni.
Sigrún Jóhannsdóttír, framkvæmdastjóri
TMF Tölvumiðstöðvar.
10.00 -10.30 Nýsköpun og tækni í
þjálfun og umönnun.
Ester Einarsdóttir og Dagný Linda Krist-
jánsdóttir, iðjuþjálfar við Öldrunarheimili
Akureyrar.
10.30 -11.00 „Lausnargallerí- annar
hluti".
11.00 -11.30 Algild hönnun - Aðgengi-
legt samfélag fyrir alla?
Snæfríður Þóra Egilson, iðjuþjálfi og pró-
fessor við Félags- og mannvísindadeild
Háskóla íslands.
11.30 -12:30 Stefna og framkvæmdaáætl-
un I nýsköpun og tækni ífélagsþjónustu.
Eygló Harðardóttír, félags- og húsnæðis-
málaráðherra.
12.30 -12.45 Næstu skref.
Fláðstefnan erhaldin á vegum velferðarráðuneytisins, ísamvinnu við
Norrænu ráðherranefndina, á formennskuári íslands í norrænu samstarfi.
Aðgangur er ókeypis.
Skráning og nánari dagskrá erá heimasíðu velferðarráðuneytisins
10