Listin að lifa - 01.06.2014, Side 7
Stjórn LEB á fundi síðstliðið haust, frá vinstri: Jón Kr. Óskarsson, Ragnheiður Stephensen, Haukur Ingibergsson,
Jóna Valgerður, Grétar Snær Hjartarson þáverandi framkvæmdastjóri, Eyjólfur Eysteinsson, Jóhannes Sigvalda-
son, Sveinn Hallgrímsson og Pórunn Sveinbjörnsdóttir formaður FEB í Reykjavík.
Þá tók við formennsku Benedikt
Davíðsson, sem var formaður frá 1997
til ársins 2005, en þá tók við Olafur
Ölafsson, fyrrverandi landlæknir, sem
var formaður til ársins 2007. Helgi K.
Hjálmsson var svo formaður þaðan í
frá, til 2011, en þá tók við formennsku
núverandi formaður Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir og er hún fyrsta konan
sem gegnir formennsku í LEB.
Landssambandið hefur aðsetur sitt
að Sigtúni 42 105 Reykjavík og er
Haukur Ingibergsson framkvæmda-
stjóri sambandsins. Sími á skrifstofu
er: 567 7111 og gsm sími er 859 9711.
Netfang LEB er: leb@leb.is og heima-
síðan leb.is. A heimasíðu sambandsins
er að finna mikið af gagnlegum upplýs-
ingum og tenglum. Félagsmenn mættu
gjarnarn vera duglegri við að kynna
sér það sem LEB
er að fást við. Það
má gera með því að
fara inn á heima-
síðuna og skoða
t.d. fundargerðir.
Efni sem snertir
málefni eldri borg-
ara og ályktanir
má finna á forsíðu
og undir fréttum.
fundargerðum
er m.a. vel greint
frá starfi formanns
og nefnda á milli
stjórnarfunda.
Eins og áður segir eru áðilar að lands-
sambandinu félög fólks sem náð hefur
60 ára aldri og vinna að almennum
hagsmunamálum eldri borgara, svo og
að tómstunda-, fræðslu- og menningar-
rriálum.
Félögin starfa sjálfstætt hvert á sínu
félagssvæði.
Samantekt: Grétar Snær Hjartarson.
TÖLVUNÁMSKEIÐ
FYRIR ELDRI BORGARA
► BYRJENDUR 60+
Námskeið sérstaklega ætlað 60 ára og eldri sem litla sem enga tölvukunnáttu
hafa. Hæg yfirferð með reglulegum upprifjunum og endurtekningum í umsjá
þolinmóðra og reyndra kennara. Tölvugrunnur, internetið og tölvupóstur.
Næsta námskeið hefst: 28. april • Lýkur: 22. maí • Verð: 34.900 kr.
Kennt: mán. og fim. (sjö skipti) frá kl. 13-16 (Kennslubók á íslensku innifalin)
► FRAMHALD 60+
Hentar þeim sem lókið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undir-
stöðu. Byrjað er á upprifjun tölvugrunns áður en haldið er lengra í ritvinnslu.
Frekari æfingar í notkun internets (t.d. Facebook o.fl.) og í allri meðferð tölvuþósts.
Næsta námskeið hefst: 29. apríl • Lýkur: 20. mai • Verð: 34.900 kr.
Kennt: Þri. og fös. (sjö skipti) frá kl. 13-16 (Kennslubók á íslensku innifalin)
► STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR OG TÖLVAN 60+
Vinsælt og gagnlegt námskeið þar sem tekið er fyrir það helsta sem almennir
notendur þurfa að kunna um stafrænar myndavélar. Yfirfærsla mynda í heimilis-
tölvuna, skipulag myndasafns, einfaldar lagfæringar, myndir prentaðar og sendar
í tölvupósti.
Næsta námskeið hefst: 13. maí • Lýkur: 22. maí • Verð: 22.900 kr.
Kennt: þri. og fim. (fjögur skipti) frá kl. 13-16 (Kennsluhefti á íslensku innifalið)
Skeifunni 11B • Reykjavík • Sími 519 7550 • promennt(g)promennt.is • promennt.is
4LANDSMDT
UMFÍBO +
Húsavík 20.-22. júní 2014
Keppnisgreinar:
Blak, boccia, bogfimi, bridds, dráttavélaakstur, fjallahlaup, frjálsar íþróttir, golf,
hestaíþróttir, hrútadómar.jurtagreining, línudans, pútt, pönnukökubakstur, ringó,
skák, skotfimi, stígvélakast, sund, sýningar, þríþraut.
Velkomin til Húsavíkur!
4. Landsmót UMFÍ 50+
íþrótta- og heilsuhátíð!
«ðl ©
NORDUHÞING ™ lnl<« ----
Þingeyjareveít
Nánari upplýsingar á www.umfi.is
7