Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Síða 4

Fréttatíminn - 27.11.2015, Síða 4
Líttu við hjá okkur á nýjum stað Skólavörðustíg 18 íslensk hönnun í gulli og silfri G U L L S M I Ð U R - S K A R TG R I PA H Ö N N U Ð U R FRIDASKART.IS veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Kólnandi veður og víða einhver él. höfuðborgarsvæðið: Él eða snjókoma framan af, en lÉttir síðan til. n-streKKingur. snjóKoma eða él norðan- norðaustantil, en bjart syðra. höfuðborgarsvæðið: kalt og norðan næðingur. enn Köld n-átt og hríð norðanlands og á vestfjörðum. höfuðborgarsvæðið: kalt og lÉttskýjað. Kuldi fram yfir helgi Veðrið stefnir í eina átt. Það kólnar og með eindreginni vetrarveðráttu fram í næstu viku. snjóar talsvert um norðanvert landið og sunnantil gerir líka föl til að byrja með. ekki verður kannski samfellt hríðarveður fyrir norðan, en það er sérstaklega á laugar- dag sem snjóar og blæs á n- og na-landi. Á sunnudag síðan frekar vestantil á norðurlandi og Vestfjörðum. ekki rétt að tala um kuldakast í þeirri merkingu, en hæglega gæti teygst úr þessum frosta- og snjóakafla. -1 -3 -2 -3 -2 -5 -4 -5 -6 -9 -7 -5 -7 -7 -10 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  vikan sem var 45.052 viðskiptavinir hafa leigt sér mynd í laugarásvídeói sam- kvæmt tölvukerfinu þar á bæ. Laug- arásvídeó verður lokað um áramótin en myndbandaleigan var opnuð árið 1986. 6,25milljónir farþega munu fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Það er 28,4% fleiri en í ár. Þrjú ný flug- vélastæði verða opnuð og flugstöðvar- byggingin verður 16% stærri en hún var í byrjun þessa árs. Þá þarf að fjölga starfsmönnum um 1.500 og verður hluti þeirra sóttur erlendis frá. Kalman verðlaunaður í Frakk- landi Bók jóns kalm ans stef áns son ar, fisk- arn ir hafa enga fæt ur, var í vikunni valin besta er lenda skáld sag an sem komið hef ur út í frakklandi á ár inu. Það var bókmennta- tímaritið lire sem veitti verðlaunin. 12manns hafa verið settir í keppnis- bann af alþjóðasam bandi lík ams rækt ar manna á íslandi fyrir sterasölu. Leikur á móti Charlize Theron jóhannes Haukur jóhannesson hefur fengið hlutverk í kaldastríðstryllinum the Coldest City. Hann leikur á móti þekktum leikurum í myndinni, þeim Charlize theron, james mcavoy og john goodman. tökur á myndinni fara fram í Búdapest en sagan gerist í Berlín árið 1989. myndin byggir á samnefndri bók eftir anthony johnston. Þ etta er farið að snúast um eitt-hvað allt annað en launamál,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmað- ur samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, í kjaradeilu þeirra við Álverið í Straumsvík. „Það hefur enginn fundur verið boðaður og á síðasta fundi þurft- um við að bíða eftir fulltrúum fyrir- tækisins í samninganefnd í tvo klukku- tíma fram yfir boðaðan fundartíma. Þegar þau loksins mættu var komin ný greining á því hvað þeir legðu áherslu á og ekki nóg með það heldur sögðu þau okkur líka hvað við ættum að leggja áherslu á. Framsetning þeirra var með þeim hætti að það var enginn grund- völlur fyrir viðræðum svo sá fundur varð mjög stuttur.“ Starfsmenn ÍSAL hafa boðað verk- fall frá 2. desember og látið hefur verið í það skína að ef af því verði þá sé óvíst hvort álverið verði nokkurn tíma opnað aftur. „Við leggjum enga áherslu á verkfall,“ segir Gylfi. „Það eina sem við erum að fara fram á er að fá launahækkanir til jafns við aðra aðila vinnumarkaðarins. Það er það eina sem við erum að biðja um.“ Gylfi segir augljóst að málið sé farið að snúast um eitthvað allt annað en um- ræddar launahækkanir lægst launuðu starfsmannanna. „Ég verð nú bara að segja það hreint út að ég hef ekki græn- an grun um á hvaða vegferð Rio Tinto er,“ segir hann. „Afstaða þeirra getur ekki snúist um þessar deilur okkar. Það hlýtur eitthvað annað að liggja að baki. Þetta er gengið svo langt að það hefur verið hringt í mig frá London til að spyrja um þann orðróm sem gengur innan málmbransans að það sé allt ann- að sem vakir fyrir Rio Tinto en það sem snertir þessa launadeilu. Það er búið að semja við æðstu stjórnendur ÍSAL, alla millistjórnendur fyrirtækisins og það er meira að segja búið að gera árs- samning við verktaka sem þeir vilja að fari í almenn útboð sem þeir hafa ekki heimild fyrir í dag. Það þarf enginn að segja manni það að afkoma fyrirtækis- ins byggist á því að hækka ekki laun lægst launuðu starfsmannanna. Það sér hver maður.“ Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku, jafnvel til frambúðar. Uggur er í Hafn- firðingum vegna hugsanlegrar lokunar álversins þar sem það myndi hafa áhrif á afkomu hátt í 1000 manns í bænum. Raforkusala upp á mörg hundruð millj- arða króna næstu tuttugu ár er einnig í húfi því árið 2010 gerðu Rio Tinto og Landsvirkjun með sér raforkusamn- ing sem gildir til ársins 2036. Óvíst er hvort hugsanleg lokun vegna verkfalls losi Rio Tinto undan þeim samningi. Ekki náðist í forsvarsmenn álversins við vinnslu fréttarinnar. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Það þarf eng- inn að segja manni það að afkoma fyrirtækisins byggist á því að hækka ekki laun lægst launuðu starfsmann- anna. Það sér hver maður.  kjaramál allt steFnir í verkFall í álverinu Farið að snúast um allt annað en launamál enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu starfsmanna ísal og álversins í straumsvík og stefnir allt í að verkfall hefjist í næstu viku. Þá verður byrjað að slökkva á kerjum álversins, jafnvel til frambúðar. Augljóst að afstaða Rio Tinto snýst ekki um kjaramálin, að sögn talsmanns samninganefndar starfsmanna. allt bendir til þess að byrjað verði að slökkva á kerum í álverinu strax í næstu viku. 4 fréttir Helgin 27.-29. nóvember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.