Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 27.11.2015, Qupperneq 10
9.500 kr. JÓLIN Á APOTEKINU Jólaseðill 9 rétta jólaveisla FRÁ KL. 17 BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 0011 Aðeins framreitt fyrir allt borðið. Austurstræti 16 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR FORDRYKKUR – freyðivín FORRÉTTIR SÍLD egg jarauðukrem, sýrðir laukar, stökkt rúgbrauð DILL GRAFLAX heimagert brioche brauð, dillmæjó og ást HUMAR rósmarín og jólatré ÖND & VAFFLA hægeldað „pulled“ andalæri, karamelluseruð epli, belgísk vaša, maltsósa TVÍREYKT HANGIKJÖTS-TARTAR jarðskokkauppstúfur og kartöflur KRÓNHJARTAR „TATAKI“ bláber og gráðaostur AÐALRÉTTIR SALTFISKUR „CACHI“ með volgu epla- og kartöflusalati GRILLUÐ NAUTALUND bakaðar rauðrófur, piparrótarkrem, sveppir og rauðrófugljái EFTIRRÉTTUR JÓLAKÚLA fyllt með kirsuberjageli og hvítsúkkulaði- kirsuberjamús. Borin fram með pan d´epice ís og piparköku “crumble” Þ etta er að gerast og er auðvitað alvar-legt,“ segir Valgerð-ur Halldórsdóttir félagsráðgjafi. Valgerður segir dæmi um að börn sem eiga tvö heimili hafi verið á lyfjum við ADHD aðra hverja viku vegna ágreinings for- eldra. Í sumum tilvikum hafi annað foreldrið stoppað umgengni við hitt foreldrið þar sem ekki hafi náðst sam- komulag um lyfjanotkunina. „Í þessum dæmum, þar sem lyfjagjöf skapar ágrein- ing, kemur það auðvitað verst niður á barninu,“ segir Valgerður, en lyfin sem um ræðir eru rítalín og concerta. Greiningin fer fram á lögheimilinu Á vef sýslumanns segir að foreldrar, sem fari saman með forsjá barns en búi ekki saman, eigi alltaf að leitast við að hafa samráð áður en teknar eru afgerandi ákvarðanir um málefni barns er varða daglegt líf þess, til dæmis um heil- brigðisþjónustu. En það getur reynst þrautinni þyngra þegar foreldra greinir á um ákveðin málefni því það er á end- anum foreldrið sem barnið á lögheimili hjá sem hefur heimild til ákvarðanatöku. Valgerður segir að í mörgum tilvikum fari greiningar einungis fram í samstarfi við lögheimili barnsins og án þess að talað sé við hitt foreldrið eða stjúpfor- eldrið, þó það sé ekki algilt. „Málið er að báðir aðilar hafa forsjá en læknir barns- ins skrifar upp á lyf án samráðs við báða foreldra. Ég held að lausnin sé að ræða meira saman um málefni barna sem eiga tvö heimili, ekki síst þegar skrifað er upp á lyf þá verður að vera tryggt að báð- ir foreldrar komi að upplýstri ákvörðun um það. Kerfið verður að átta sig á því að börn eiga oft tvö heimili.“ Læknar leita aðstoðar lögfræðinga Katrín Davíðsdóttir, barnalæknir hjá Þroska og hegðunarmiðsöð, segir alltaf reynt að hafa báða forsjárforeldra með í greiningarferlinu og ákvörðun um lyfja- meðferð. „Það kemur auðvitað fyrir að foreldrar geta ekki hugsað sér að mæta báðir í einu og þá förum við þá leið að hitta þá í sitt hvoru lagi til að taka ákvörðun. En auðvitað getur okkur yfir- sést af og til og stundum höfum við látið þetta í hendur þess foreldris sem barnið er með lögheimili hjá.“ Katrín segir áhrif þess að taka lyf við ofvirkni eða ADHD aðra hverja viku fara eftir því um hvaða lyf sé að ræða. „Sé um rítalín eða concerta að ræða, sem eru lyf sem virka einungis yfir daginn, þá gerist ekkert annað en það að barnið er lyfjalaust þá viku sem það tekur ekki lyf- in og er þá með öll sín ein- kenni og vanda sem getur valdið miklum erfiðleikum og vanlíðan fyrir barnið. Sé um lyf að ræða sem virka allan sólarhringinn getur verið flóknara að taka út aðra hverja viku og það hefði auðvitað slæm áhrif, en þannig lyf væri ekki í boði ef okkur grunaði að það væri bara gefið aðra hverja viku. Við reynum alltaf að hafa báða foreldra með en stundum er mikilvægt að barnið fái lyf þegar annað foreldrið er á móti en þá getur lögheimil- isforeldri ákveðið að barnið fari á lyf. Við höfum leitað til lögfræðinga út af þessu og við fengum þau svör að lögheimilis- foreldrið geti tekið ákveðnar ákvarðanir í trássi við samþykki hins aðilans.“ Ný skýrsla um jafna búsetu Í síðustu viku voru kynntar niðurstöður skýrslu starfshóps sem settur var í kjölfar þingsályktunartillögu Guðmund- ar Steingrímssonar frá því í maí 2014. Hópurinn hafði það verkefni að kanna hvernig mætti jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Hópnum var falið að taka afstöðu til þess hvort taka skuli upp kerfi sem heimilar börnum að hafa tvöfalt lögheimili eða hvort annað fyrirkomulag jafnrar búsetu henti betur. Valgerður segir tillögur hópsins góðar, en þær séu þó ekki til þess gerðar að leysa vanda foreldra sem eigi í ágreiningi. „Skýrslan beinir í raun bara sjónum sínum að svokallaðri úrvalsdeild for- eldra. Hugmyndin á bak við þessar til- lögur, eins og þær eru settar fram núna, er í byggð á þeirri forsendu að foreldrar séu í miklu og góðu samstarfi og geti samið um alla mögulega hluti. Þessar tillögur hjálpa til dæmis ekki þessum foreldrum sem greinir á um lyfjagjöf. Meginreglan er sú í dag að fólk sem skilur fer með sameiginlega forsjá, sem er mjög gott, en kerfið, skóla- og heil- brigðiskerfið, tekur alls ekki mið af því og þetta dæmi með lyfjagjöfina er ein af alvarlegri afleiðingum þess.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Börn á lyfjum aðra hverja viku vegna ósættis foreldra Sífellt algengara er að upp komi mál þar sem foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns greini á um greiningar og lyfjagjöf barna sinna. Til eru dæmi þess að börn séu á lyfjum aðra hverja viku með tilheyrandi afleiðingum fyrir barnið. Katrín Davíðsdóttir barnalæknir segir alltaf reynt að hafa báða foreldra með í ákvarðanatökum en stundum sé foreldrinu með lögheimilið treyst fyrir ákvörðun um lyfjatöku án samráðs við hitt forsjárforeldrið. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi segir að kerfið verði að átta sig á því að mörg börn eiga tvö heimili. Katrín Davíðsdóttir, barnalæknir hjá Þroska og hegðunarmiðstöð, segir að hafi barni verið ávísað lyfjum við ofvirkni og/eða ADHD sé það mat sérfræðinga að barnið þurfi að taka lyfið alla daga. Fái barnið ekki lyfin sín aðra hverja viku muni það mjög líklega skapa vanlíðan og erfiðleika. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyInages Kerfið verður að átta sig á því að börn eiga oft tvö heimili. 1992 lög sett um sameigin- lega forsjá í kjölfar skilnaðar. 10% foreldra kjósa þá leið í upphafi. 50% foreldra kjósa þá leið árið 2000. 90% foreldra eru með sameiginlega forsjá í dag. 92% barna eru með löghei- mili hjá móður. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi hefur unnið mikið með for- eldrum sem skilja. 10 fréttaskýring Helgin 27.-29. nóvember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.