Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 27.11.2015, Qupperneq 14
Göldrótt baráttukona með skoðanir á öllu Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, sagði starfi sínu lausu í vikunni. Margrét hefur verið áberandi í íslensku þjóðfélagi áratugum saman, fyrst sem almennur þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Suðurlandi, síðan sem formaður Alþýðubandalagsins og svo varaformaður Samfylkingarinnar. Hún dró sig út úr stjórn- málum 2006 og hefur verið forstöðumaður á Litla-Hrauni síðan 2008. M argrét var alin upp á Stokks-eyri af kjörforeldrum sínum Frímanni Sigurðssyni, yfir- fangaverði á Litla-Hrauni, og Önnu Pálmey Hjartardóttur, húsmóður. Hún er sögð hafa verið mjög náin kjörföður sínum, hress og forvitinn krakki með óþrjót- andi áhuga á öllu sem fyrir augu og eyru bar. „Hún hafði skoðanir á bók- staflega öllu alveg frá því hún var barn,“ segir æskuvinkona hennar. „Var einstaklega glaðlynd og skemmtileg og það var alltaf líf og fjör í kringum hana.“ Árið 1982 varð Margrét oddviti Stokkseyrarhrepps og gegndi því embætti til 1990. Hún var fyrst kjörin á þing árið 1987 og sat þar óslitið til 2007, eða í tuttugu ár. Hún var kosin formaður Alþýðubandalagsins 1995 og varð þar með fyrsta konan sem leiddi einn af gömlu fjórflokkunum. Því emb- ætti gegndi hún til ársins 2000 þegar Alþýðubandalagið rann saman við Al- þýðuflokk og Kvennalista með stofnun Samfylkingarinnar þar sem hún var kosin varaformaður og hefur af sumum verið kölluð ljósmóðir flokksins. Margrét er mikil fjölskyldukona, tvígift og á tvö börn með fyrri manni sínum, Baldri Birgissyni. Seinni mað- ur hennar er Jón Gunnar Ottósson og hann átti þrjú börn af fyrra hjóna- bandi, þannig að fjölskyldan var ansi stór. Að sögn kunnugra tók Margrét börnum Jóns Gunnars sem sínum eigin frá fyrsta degi enda segir stjúpdóttir hennar að hún sé alveg sérstaklega mikil fjölskyldumanneskja sem viti fátt skemmtilegra en að elda góðan mat ofan í sitt fólk. „Hún er eiginlega göldr- ótt að ýmsu leyti, hún Magga. Hún er mikil barnagæla og börn laðast sam- stundis að henni. Og hún býr til galdra- súpu úr ýmsum dularfullum kryddum og lætur keyra hana heim til fólks sem er með hálsbólgu og hósta. Einnig á hún til að hrista heilu veislurnar fram úr erminni, þ.e. allt matarkyns, ef ein- hver þarf að bjóða 50 manns heim eða svo.“ Margrét tók við starfi sem forstöðu- maður Litla-Hrauns árið 2008 og það kom þeim sem þekkja hana lítið á óvart. „Hún er mikil alþýðumanneskja og ég veit að henni þykir virkilega vænt um fangana upp til hópa, enda alin upp nánast við bæjartröðina á Litla-Hrauni þar sem pabbi hennar var fangavörður. Hún hefur mjög manneskjulega sýn á þá sem hafa brotið af sér og á auðvelt með að sjá manneskjuna og reynslu hennar bak við ásjónu afbrotamanns- ins,“ segir einn af vinum hennar. „Hún náttúrulega þekkti fangelsismál, sér- staklega á Litla-Hrauni, betur en marg- ir aðrir og bæði í sveitarstjórn og á Al- þingi lét hún sig mjög varða málefni fanga. Hún hefur trú á betrun frekar en refsingu og þetta starf veitti henni einstakt tækifæri til að vinna fyrir þann málstað,“ segir önnur. „Þetta er hins vegar ofboðslega krefjandi starf við erfiðar aðstæður og mig grunar að hún hafi ekki verið sátt við hversu illa gekk að knýja fram umbætur í málefn- um fanga. Ég held hún hefði viljað gera svo miklu, miklu betur en hún hafði svigrúm til að gera.“ Öllum ber saman um að Margrét sé með eindæmum skemmtileg kona og sumir ganga svo langt að kalla hana göldrótta. „Hún sér lengra en nef henn- ar nær, í orðsins fyllstu merkingu. Hefur svo góða tilfinningu fyrir hlutum að hún veit hreinlega stundum hvað mun ger- ast áður en það gerist, oft þannig að það fer um mann,“ segir náinn aðstandandi. „Hún er skynug og eiginlega óvenju eðlisgreind, ef svo má segja. Hún er með mjög þefnæmt pólitískt nef og sér oft í gegnum pólitíska atburðarás áður en hún er svo mikið sem haf- in, oft forvitnilegt að hlusta á spár hennar um framvindu mála og þá er hún ekki minna gagnrýnin á þá sem hafa svipaðar skoðanir og hún, hún stendur með sannfæringu sinni.“ Þegar fiskað er eftir göllum í fari Margrétar verður færra um svör. „Hún er mikil prívat manneskja og á til að vera lokuð þegar mikið mæðir á henni, þar af leiðandi hætt- ir henni til að harka of mikið af sér,“ segir vinkona. „Hún er ábyggilega flughræddasta manneskja sem ég þekki, sennilega af því að hún fær ekki að stýra flugvélinni sjálf. Ef hún fengi það væri hún sennilega ekkert flughrædd og það eitt segir ábyggilega mikið um hana. Hún er dul, hún Margrét, göldrótt og dul, og í því felast bæði ótrúlegir kostir en líka gallar sem koma fryst og fremst fram í því að hún á til að vera ótrúlega hörð við sjálfa sig.“ Enginn af þeim sem talað er við hefur nokkra trú á því að Margrét ætli sér að setjast í helgan stein þótt hún hætti á Litla-Hrauni. „Hún er enn hálfgerður unglingur, ekki nema sextíu og eins árs, og það verður örugglega ekki langt þang- að til hún verður komin á bólakaf í einhver spennandi verkefni. Annað væri mjög ólíkt henni.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Margrét Sæunn FríMannSdóttir Fædd í Reykjavík 29. maí 1954 Kjörforeldrar: Anna Pálmey Hjartardóttir og Frímann Sigurðsson Blóðforeldrar: Hannes Þór Ólafsson og Áslaug Sæunn Sæmundsdóttir Maki 1: Baldur Birgisson Maki 2: Jón Gunnar Ottósson Börn: Áslaug Hanna og Frímann Birgir Stjúpbörn: Auður, Rannveig og Ari Klængur Nám og starfsferill: Gagnfræðapróf og landspróf frá Gagn- fræðaskóla Selfoss. Nám í öldunga- deild Fjölbrautaskóla Suðurlands. Störf hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, verslunarstörf. Kennari við Grunnskóla Stokkseyrar, leiðbeinandi við félags- málaskóla UMFÍ. Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1988- 1990. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og 1990. Í stjórnar- nefnd Ríkisspítalanna 1993-1995. Í stjórn og formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi. Í stjórn Alþýðubandalagsins 1983-1987. Formaður Alþýðubandalagsins 1995 fram að stofnun Samfylkingarinnar árið 2000. Talsmaður Samfylkingar- innar í kosningunum 1999. Varafor- maður Samfylkingarinnar 2000-2003. 14 nærmynd Helgin 27.-29. nóvember 2015 Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 Bættu árangurinn! Íþróttagleraugu með og án styrkleika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.