Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 16
S Sérkennileg staða er uppi varðandi rekstur Hrafnistuheimilanna, miðað við orð Guð- mundar Hallvarðssonar, formanns Sjó- mannadagsráðs, rekstraraðila þeirra. Í fréttum Ríkisútvarpsins nýverið sagði Guðmundur að lengi hefði verið beðið eftir því að gerður yrði samningur um rekstur heimilanna, en 20 milljarðar króna rynnu úr ríkissjóði til reksturs hjúkrunarheimila á landinu öllu, en einungis væru til samn- ingar við tvö til fjögur heim- ili. Þeir sem rækju heimilin vissu ekki hvaða þjónustu þeir ættu að veita og þeir sem þar dveldu vissu ekki hvaða þjónustu þeir ættu að fá. Guðmundur sagði að upp- safnaður rekstrarhalli undan- farinna fjögurra ára næmi um 500 milljónum króna í Reykja- vík og um 200 milljónum í Hafnarf irði, en Sjómanna- dagsráð rekur einnig heimili í Kópavogi og tvö í Reykjanesbæ. Því yrði að grípa til ráðstafana. Til væru pappírar, einhliða samdir af ríkinu, um hvaða þjón- ustu ætti að veita, til að mynda frá embætti landlæknis, auk þess sem til væri kröfulýs- ing upp á 120 liði um hvaða þjónustu ætti að veita. Þeir sem reka hjúkrunarheimilin hefðu hins vegar hvergi komið nálægt þeim pappírum. „Það þurfa allir lög og reglur í kringum sinn rekstur. Það er ekki hægt að ýta þess- um þætti í þjónustu við aldraða alltaf aftur fyrir sig og segja „flýtur meðan ekki sekk- ur“. Staðreyndin er sú að hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 10% á meðan öldruðum hefur fjölgað um 10%,“ sagði Guðmundur og vísaði til þess að árið 2008 hafi verið samþykkt lög um Sjúkra- tryggingar Íslands en meðal verkefna þeirra hefði verið að gera samninga við hjúkrunar- heimilin en því ákvæði hefði verið frestað fjórum sinnum. Guðmundur bætti því við að viðræður við Sjúkratryggingar hefðu haf- ist á þessu ári um samning sem menn hafi bundið vonir við en sér sýndist að gera ætti samning um óbreytt ástand. Því vildi Sjó- mannadagsráð ekki una og tæki ekki þátt í því. Viðunandi samningur fyrir báða aðila hlýtur að vera forsenda fyrir rekstri svo mikilvægra stofnana sem hjúkrunarheim- ila. Rekstur fyrrgreindra Hrafnistuheimila er viðamikill þáttur í þeim rekstri á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fyrir verð- ur að liggja samkomulag um hvaða þjónustu heimilin eiga að veita og hvaða þjónustu heimilismenn eiga rétt á. Landsmenn eru að eldast svo þörfin fyrir hjúkrunarheimili mun aðeins aukast, þótt áhersla sé lögð á að aldraðir geti dvalist sem lengst heima, með heimahjúkrun og annarri þjónustu ef þarf. Fram kom í nýrri mann- fjöldaspá Hagstofu Íslands á dögunum að hlutfall 65 ára og eldri mun fara yfir 20% af heildarmannfjölda eftir aðeins 20 ár, það er að segja árið 2035 og þessi hópur lands- manna verður meira en fjórðungur lands- manna árið 2062, gangi spáin eftir. Frá ár- inu 2050 mun fólk á vinnualdri, þ.e. 20-65 ára, þurfa að styðja við hlutfallslega fleira eldra fólk en yngra. Þróunin er í eina átt, meðalævi karla og kvenna við fæðingu mun halda áfram að lengjast. Nú geta nýfæddar stúlkur vænst þess að verða 83,5 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,5 ára. Stúlkur sem fæðast eftir hálfa öld, þ.e. 2065, geta hins vegar vænst þess að verða 88,5 ára en dreng- ir 84,3 ára. Rætt hefur verið um sprengingu í fjölgun aldraðra og við því þarf að bregðast. Fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns og fyrrum heilbrigðisráð- herra, í fyrra að miðað við hvernig þjóðin væri að eldast þyrfti að byggja um það bil eitt og hálft hjúkrunarheimili á ári næstu fjörutíu árin. Fyrir liggur óhjákvæmilega mikill kostn- aðarauki hins opinbera, ríkis og sveitarfé- laga, vegna þessa. Að slíku samkomulagi hlýtur hið opinbera að vinna í samstarfi við þá sem þjónustuna veita, með réttmætum kröfum að sjálfsögðu um eins hagkvæmt rekstrarform og auðið er, þar sem fylgt er viðurkenndum stöðlum um hjúkrun aldr- aðra. Rammi um hjúkrunarheimili Viðunandi samningar forsenda rekstrar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýSdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Rosendahl 40% afsláttur Kenneth Cole 30% afsláttur Michael Kors 30% afsláttur Jacques Lemans 50% afsláttur Jorg Gray 50% afsláttur í Kringlunni Stórafsláttur í dag, bara í dag, af öllum úrum frá þessum vörumerkjum Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is FRIDAY BLACK Föstudagur til fjár! Tilboðin gilda í verslunum okkar á Laugaveginum, í Kringlunni og í vefversluninni á michelsen.is. Á michelsen.is sérðu vörulínurnar í heild. 16 viðhorf Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.