Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 18
Þó að sagan eigi sér ekki ákveðna fyrirmynd er ég samt á vissan hátt að fjalla um samfélagið okkar, smá „dass“ af ís- lenska efna- hagsundrinu og afleið- ingar þess, og líka það að ekki er allt falt fyrir peninga. Óður til íslensku jarðýtunnar Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson gefur um þessar mundir út skáldsögu sem ber nafnið Hark. Pálmi gaf út bókina Gengið með fiskum fyrir tveimur árum sem var skrifuð út frá minn- ingum í kringum aðaláhugamál hans, stangveiði, en Hark er hans fyrsta skáldsaga. Pálmi hefur í gegnum tíðina haft gaman af að skrifa en fór ekki að sinna því af alvöru fyrr en nú á síðustu árum. G engið með fiskum var nú meira sjálfsævisögulegar hugleiðingar mínar um upp- eldi í samfélagi þar sem allt snerist um veiðar,“ segir Pálmi Gunnars- son, söngvari og nú rithöfundur. „Ég hef lengi skrifað mér til gamans en í kringum 1995 fór þetta að taka á sig mynd þegar ég fór og lærði handritaskrif í Kvikmyndaskóla Ís- lands, sem þá var rétt að slíta barns- skónum,“ segir hann. „Ég hef frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á kvikmyndum og því lá beint við að kíkja betur á þann áhugaverða miðil. Síðan hef ég á milli mála verið að leika mér með handritaskrif, ekki hvað síst til að þjálfa mig í því formi. Ég hef mjög gaman af þessum skrifum og vonast auðvitað til þess að hitta á endanum á handritið sem meikar það. En grínlaust þá er það kannski álíka vitlaust að fara í þetta eins og í tónlistina, eiginlega alveg galið. Þú skrifar og skrifar og sendir frá þér hugmyndir og bíður svo eftir hring- ingunni. Auðvitað væri gaman að koma einni sögu á hvíta tjaldið en þegar upp er staðið er ég mest að þessu vegna ánægjunnar. En skrif- in eru líka ákveðin áskorun og holl sem slík.“ Íslenska jarðýtan „Ég hef alltaf verið söguþenkjandi,“ segir Pálmi. „Þegar ég var lítill strákur á Vopnafirði var ég stöðugt að búa til ævintýri og koma þeim á blað. Það datt svo upp fyrir þegar volundarhus.is · Sími 864-2400 Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA ÚTSALA Á GARÐHÚSUM VH /1 5- 01 34 mm bjálki / Tvöföld nótun Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær Tilboðin gilda til 15. desember Sjá eiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is 34 mm bjálki / Einföld nótun GARÐHÚS 9,7 m² Verð nú kr. 239.900 Verð áður kr. 299.900 www.volundarhus.is 28 mm bjálki / Einföld nótun Verð nú kr. 215.900 Verð áður kr. 269.900 GARÐHÚS 9,7 m² VERÐTILBOÐ GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 34 mm bjálki / Tvöföld nótun Verð nú kr. 234.900 - áður kr. 299.900 VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs Verð nú kr. 135.900 - áður kr. 169.900 VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 4,4 m² Verð nú kr. 149.900 - áður kr. 189.900 VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 4,7 m² Allt að 20%afslátturaf öðrumgarðhúsum semtil eru á lager tónlistin tók yfir. Svo vaknaði áhuginn aftur með þessu námskeiði sem ég tók í Kvikmyndaskólan- um,“ segir hann. „Að einhverju leyti er þessi litla saga óður til ís- lensku jarðýtunnar, eins og ég kalla hana. Jarðýtan er þessi týpa sem lætur ekkert stöðva sig. Í bók- inni minni heitir hún Guðjón Steingrímsson,“ segir Pálmi. „Stutta lýsingin á Guðjóni er þessi: Hann er stórútgerðarmaður sem elskar óperusöng og á sér þann draum stærstan að slá í gegn á því sviði. Það gengur ekki alveg upp hjá honum,“ segir Pálmi. „Þannig má segja að Hark fjalli öðrum þræði um hégómann. Í tónlistarbransanum, sem ég hef ver- ið viðloðandi í fjörutíu ár, ræður þessi dásamlegi mannlegi brestur oft ferðinni,“ segir Pálmi. „Ég hef kynnst mörgum Guðjónum í gegnum tíðina og sjálfur þekki ég ágætlega hvernig hann getur þvælst fyrir manni.“ Hark gerist í sjávarþorpi á Íslandi og segir Pálmi enga sérstaka fyrirmynd að sögunni. Útgerðar- maðurinn sem ræður öllu í þorpinu, ásamt föður sínum, er þekkt stærð í íslensku þjóðlífi. „Þetta er pínulítið sagan um kónginn í ríki sínu,“ segir hann. „Þó að sagan eigi sér ekki ákveðna fyrir- mynd er ég samt á vissan hátt að fjalla um samfé- lagið okkar, smá „dass“ af íslenska efnahagsundr- inu og afleiðingar þess, og líka það að ekki er allt falt fyrir peninga.“ Vil hafa gaman af þessu Pálmi hefur verið í 40 ár í tónlistarbransanum og er þekkt stærð í íslensku tónlistarlífi. Hann segist ekki hræðast móttökurnar á þessum nýja vett- vangi. „Það er dálítið langt síðan ég komst á þann stað að horfa á dóma gagnrýnenda sem álit eins manns,“ segir hann. „Ég nenni allavega ekki að pirra mig lengi á því ef einhver plötudómur er mér ekki hliðhollur. Ég hef bara annað betra við tím- ann að gera en ergja mig á því,“ segir Pálmi. „Auð- vitað er gott að fá klapp á bakið en ef það gerist ekki og gagnrýnin er uppbyggileg þá tekur maður mark á henni og einsetur sér að gera betur næst. Varðandi framhaldið þá stefni ég að því að skrifa meira og ná ennþá betra valdi á því sem ég er að gera. Ég er með nóg af hugmyndum í skúffunni og er reyndar kominn vel áleiðis með næstu sögu, en aðalatriðið er þó að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur og njóta hvers augnabliks því á endanum slokknar á kertinu, og þá er aðeins of seint að iðrast, eins og segir í texta eftir vin minn, Magnús Eiríksson,“ segir Pálmi Gunnars- son, tónlistarmaður og rithöfundur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Þannig má segja að Hark fjalli öðrum þræði um hégómann. Í tónlistarbransanum sem ég hef verið við- loðandi í fjörutíu ár ræður þessi dásam- legi mannlegi brestur oft ferðinni,“ segir Pálmi Gunnarsson. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.