Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Síða 20

Fréttatíminn - 27.11.2015, Síða 20
É g hitti Ásu Marin á kaffihúsi á kaldasta degi vetrarins og eftir að hafa náð sér í te dregur hún bók- ina hróðug upp úr plastpoka og sýnir mér. Á baksíðu kápunnar kemur fram að sagan fjallar um konu að nafni Elísa sem stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun og ákveður að fresta henni með því að ganga Jakobsveginn fræga. Hvernig kom þessi saga til Ásu Marinar? „Ég hef alltaf verið eitt- hvað að skrifa, en svo gekk ég Jakobsveginn fyrir ári síðan og þá kom þessi löngun að tengja þessi tvö áhugamál saman. Ég vildi samt ekki skrifa um mína reynslu af ferðalaginu heldur ákvað ég að stíga aðeins til hliðar og skrifaði þessa skáld- sögu um hana Elísu. Ég nátt- úrulega lána henni heilmikið af mínu upplifelsi í þessari ferð, en karakterinn er alls ekki ég.“ Kemur ekki sama mann- eskja til baka Það er meira en að segja það að ganga Jakobsveginn, flestar ferðahandbækur mæla með að fólk taki þetta í 34 dagleið- um, og Ása Marin tók þetta í tveimur atrennum. „Fyrir tveimur árum gekk ég fyrstu fimm dagleiðirnar í sex manna hópi, svona til að máta mig við stíginn og athuga hvort þetta væri eitthvað sem maður væri tilbúinn að eyða fjórum, fimm vikum í. Mér líkaði þetta mjög vel og var eiginlega viðþolslaus í heilt ár að geta haldið áfram. Þannig að ég fór aftur í fyrra- haust og byrjaði þá á þeim stað sem við höfðum hætt árið áður og gekk í rúmar fjórar vikur.“ Spurð hvort hún hafi orðið fyrir andlegri uppljómun á göngunni segir Ása Marin að það fari varla nokkur þennan stíg án þess að verða fyrir ein- hverri uppljómun. „Þú hefur svo rosalega mikinn tíma til að hugsa. Ég tók þá ákvörðun að hafa enga afþreyingu með mér, lokaði öllum flóttaleiðum frá hugsunum mínum og það er ótrúlegt hvað það breytir miklu. Það kemur enginn sama mann- eskja til baka, en það fer svo sem enginn í gegnum eitthvert rosalegt þroskaferli á leiðinni, þetta er ekki nógu langur tími til þess. Ég til dæmis ákvað á göngunni að standa við það að skrifa skáldsögu þegar ég kæmi heim eins og mig hafði dreymt um lengi og ég gerði það.“ Með annan fótinn á Spáni Ása Marin er uppalin í Hafnar- firði og hefur búið þar alla tíð fyrir utan tímann sem hún hef- ur eytt á Spáni, fyrst í spænsk- unámi og síðan sem farar- stjóri víða um landið. Hún fór í Kennaraháskólann eftir nám í Verzlunarskólanum en fór þó ekki beint í kennsluna því strax eftir útskrift úr Kennarahá- skólanum fór hún að vinna sem fararstjóri. Hún segist vera „á milli sambanda“, frí og frjáls og barnlaus, en hún eigi tvo guðsyni sem búi í sama húsi og hún og hún sinni mikið. Um ástæðu þess að hún hefur verið svona mikið á Spáni segir hún: Á vind- sæng til Svíþjóðar Ása Marin Hafsteinsdóttir var að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, Vegur vindsins – buen camino, en hún hefur áður sent frá sér ljóð og smásögur. Ása hefur verið með annan fótinn á Spáni síðustu 15 árin, gekk Jakobsveginn í fyrra og notar þá reynslu í sögunni. Hún er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur sem elskar fótbolta og heldur, þrátt fyrir hafnfirskuna, með KR. „Ég tók þá ákvörðun að hafa enga afþrey- ingu með mér, lokaði öllum flóttaleiðum frá hugsunum mínum og það er ótrúlegt hvað það breytir miklu.“ Ljósmynd/Hari 20 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.