Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Side 30

Fréttatíminn - 27.11.2015, Side 30
Þorgrímur Þráinsson upplýsti í vikunni að hann muni að líkindum bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. Yfirlýsing Þorgríms vakti mikla athygli enda er hann sá fyrsti sem staðfestir að framboð sé í undirbúningi. Þ orgrímur Þráinsson hristi sannarlega upp í landanum þegar hann staðfesti að hann væri alvarlega að íhuga framboð til embættis forseta Íslands. Í vik- unni var sett í loftið stuðningssíða við framboð hans á Facebook og þegar Þorgrímur var spurður um málið staðfesti hann áhuga sinn á embættinu, þó hann hafi reyndar ekkert haft með umrædda stuðn- ingssíðu að ræða. Þorgrímur kvaðst hafa ætlað að tilkynna um framboð sitt í febrúar. Margir hafa verið nefndir sem mögulegir kandídatar í forseta- embættið en Þorgrímur hefur ekki fyrr verið í þeirra hópi. Enn er beðið eftir því hvort Ólafur Ragnar Gríms- son býður sig fram í sjötta sinn. Óhætt er að segja að framboð Þor- gríms hafi vakið mikið umtal, enda er hann umtalaður og jafnvel um- deildur maður. Þorgrímur er fyrr- um landsliðsmaður í knattspyrnu og afkastamikill barnabókahöfundur. Það er fyrst og fremst tvennt sem veldur því að hann er umdeildur. Annars vegar áralöng barátta hans gegn reykingum landsmanna og hins vegar afar umtöluð bók sem hann gaf út árið 2007, Hvernig ger- irðu konuna þína hamingjusama. Í henni fjallaði Þorgrímur um sam- skipti kynjanna. Undirtitillinn var einmitt Skemmtilegra kynlíf, fal- legri samskipti og meira sjálfsör- yggi. Í viðtali af þessu tilefni talaði Þorgrímur um sitt eigið hjónaband, sem bókin var að mestu byggð á: „Galdurinn er að þora að segja alla hluti. Fyrir fimmtán árum töl- uðum við ekki mjög opinskátt um kynlíf. Konan mín er miklu opnari en ég og hún er búin að slípa mig miklu meira til en ég hana. Ég hefði aldrei skrifað þessa bók nema af því að ég á svona konu. Mér finnst við lifa miklu skemmtilegra kynlífi núna heldur en þegar við vorum að kynnast. Við þorum að vera alger- lega ófeimin í sms-um, faðmlögum og kossum. Svo erum við bæði mikl- ir daðrarar.“ Sama ár og Þorgrímur gaf út áðurnefnda bók birtist viðtal við hann þar sem hann upplýsti að hann gerði 400 magaæfingar á dag. „Það er hluti af mínum lífsstíl að æfa daglega. Ég á fastan tíma milli hálf tólf og eitt á hverjum degi, nema kannski sunnudögum,“ sagði Þor- grímur en í áðurnefndu viðtali var líkami hans kallaður musteri, svo fagurlega skapaður þótti hann. Sjálfur var hann hæfilega hógvær: „Ég er bara grannur og spengileg- ur. Vil bara halda uppi góðum stand- ard og vera góð fyrirmynd ‘59 kyn- slóðarinnar.“ Þorgrímur horfir til Bessastaða www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur hefur verið framleiddur frá árinu 1965 og rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribo-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með vott af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBO HLÝLEGUR Perspi Guard Bakteríusápa og svitastoppari Dreifing: Ýmus ehf Fæst í apótekum Til meðhöndlunar á lyktarvandamálum vegna ofsvitnunar. Fullt verð: 14.900,- TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ: 1 kr. við kaup á glerjum Fullt verð: 19.900,- TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ: 1 kr. við kaup á glerjum ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR Í KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. 1 kr. RISA ÍÞRÓTTA- OG LEIKFANGAMARKAÐUR Í Laugardagshöll dagana 27-29. nóvember. Erum aftur búnir að fylla höllina af íþróttavörum og leikföngum. 30-70% afsláttur aðeins í 3 daga Opnunartími Föstud. frá kl. 12:00 – 21:00 Laugard. og sunnud. frá kl. 12:00 – 18:00 Komdu og gerðu frábær kaup fyrir alla fjölskylduna 30 úttekt Helgin 27.-29. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.