Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Side 40

Fréttatíminn - 27.11.2015, Side 40
Málsvari byggingamanna það er mikilvægt að ráða iðnmeistara sem er með trausta fagmenn í vinnu. Fagmenn með iðnréttindi bera félagsskírteini. ER ÞINN „IÐNAÐARMAÐUR“ ÖRUGGLEGA FAGMAÐUR? Vertu viss um að ráða fagmann með iðnréttindi þegar það kemur að viðhaldi og viðgerðum á heimilinu. segir hann. „Maður vill fá alla upp og alla til að syngja með. Best er að blanda þessu saman.“ Fer aftur í leikhúsið Helgi er menntaður leikari og reglulega kemur hann fram í kvikmyndum og sjón- varpsmyndum. Hann sagði skilið við leikhúsið á sínum tíma eingöngu vegna þess að það komst ekki fyrir í tímaramma poppstjörnunnar. „Ég hef alltaf verið að leika með jöfnu millibili,“ segir hann. „Þessar greinar spiluðu samt ekkert sér- staklega vel saman á sínum tíma. Snemma á tíunda áratugnum var rosaleg keyrsla á SSSól og við vorum að spila hverja einustu helgi,“ segir hann. „Þá var ég að leika líka og keyra beint eftir sýningar og alltaf í tímaþröng og þetta var allt of mikið. Svo vorum við komnir í allskonar heimsfrægð- ardrauma eins og voru á þessum tíma, og þá tók ég meðvitaða ákvörðun um að hvíla mig á leikhúsinu. Ekkert vegna þess að ég hafði meiri áhuga á tónlistinni en leikhús- inu,“ segir hann. „Heldur horfði ég meira á þetta af þeirri skynsemi að líklega væri auðveldara að taka upp leiklistina síðar, frekar en poppstjörnudrauminn. Maður stoppar ekki þá lest þegar maður er ungur og ferskur. Ég hef varla tekið upp á því að leika á sviði nema með einstaka undantekn- ingum. Það hefur ekki hentað mér alveg tímalega. Hinsvegar hefur það alltaf kitlað og eftir áramót ætla ég að taka upp á því að nýju,“ segir Helgi sem mun fara með eitt aðalhlutverkanna í söngleiknum Mamma Mia sem verður frumsýnt í Borgarleikhús- inu. „Ég fer með sama hlutverk og Pierce Brosnan gerði í myndinni, en ég vil vera al- veg hreinskilinn með það að ég er töluvert betri söngvari en hann,“ segir Helgi og hlær. „Ég hlakka mikið til. Það er frábært að fara bara í hör-fötin og láta „tana“ sig að- eins og syngja ABBA lög í febrúar. Það er margt verra en það. Ég ákvað í þetta sinn að gefa mér ár í þetta,“ segir hann. „Hvíla mig þá frekar á bransanum á meðan. Sem er ákveðin hvíld um leið. Hann getur verið slítandi þessi tónlistarbransi svo það er gott að breyta til.“ Margir efnilegir í Voice Undanfarnar vikur hefur Helgi verið áber- andi á sjónvarpsskjánum sem einn leið- beinendanna í sjónvarpsþáttunum Voice á Skjá einum. Hann segir verkefnið hafa verið mun skemmtilegra en hann þorði að vona í upphafi. „Ég bjóst ekki við öðru en að þetta yrði skemmtilegt, en þetta er mun skemmtilegra og meira gefandi en ég þorði að vona,“ segir hann. „Það felst mikið til í því að maður er að vinna svo mikið með þessum krökkum og þessu fólki. Bæði sem leikstjóri og söngþjálfari. Það eru svo margir vinklar í þessu og þetta er mjög skapandi vinna, miklu meira en að sitja bara og horfa. Auðvitað er ákveðin keppni í þessu líka sem gerir þáttinn svo skemmtilegan. Það eru svo mörg spennustig í hverjum þætti, sem er svo flott,“ segir hann. „Mér finnst margir af þessum krökkum mjög efnilegir og ég sé marga þarna fyrir mér gera mjög góða hluti eftir þessa þætti,“ segir Helgi. „Auðvitað þarf margt að vinna með þeim og í rauninni byrjar vinnan hjá þeim af al- vöru eftir að þættirnir eru búnir. Þá kemur í ljós úr hverju þau eru gerð. Þau eru auðvi- tað smá vernduð í þættinum,“ segir hann. Mundirðu treysta þeim í hljómsveitar- rútu í kringum landið? „Já, já, flestum svona,“ segir hann og glottir. „Þau eru auðvitað mis hörðnuð og ekk- ert öll kannski tilbúin í svoleiðis slag.“ Plata Helga, Veröldin er ný, er komin út og ætlar hann að halda eina tónleika af því tilefni. „Ég ætla að vera með útgáfutón- leika í Reykjavík þann 3. desember og það ríkir smá leynd yfir því hvar þeir verða, ennþá. En þeir verða í miðbænum,“ segir Helgi Björnsson. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Auðvitað þarf margt að vinna með þeim og í rauninni byrjar vinnan hjá þeim af alvöru eftir að þættirnir eru búnir. Þá kemur í ljós úr hverju þau eru gerð. Þau eru auðvitað smá vernduð í þætt- inum,“ Ljósmynd/Hari 40 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.