Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Síða 64

Fréttatíminn - 27.11.2015, Síða 64
Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? Ég reyni að byrja alla daga á því að borða morgunmat með börnunum mínum áður en við höldum inn í daginn og yfirleitt verður hafragrautur fyrir valinu. Ef það næst ekki gríp ég mér einn góðan „boozt“ stútfullan af hollustu um leið og ég mæti til vinnu í Sport- húsið. Hvers konar hreyfingu stundar þú? Um þessar mundir stunda ég mjúka hreyfingu, Hot yoga, yoga, foam flex, sund og teygjur. Ég er að temja mér að hlusta á líkamann og þarfir hans. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég hugleiði, hlusta á góða tónlist, fer í sund, elda mat í rólegheitum, anda að mér sveitalofti og ýmis- legt fleira. Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? Jafnvægi og góð rútína af góðum venjum er skotheld leið til að halda sér við á allan hátt. Öfgar heyra sögunni til enda skila þeir yfir- leitt engu nema nýjum vandamálum. Svefn, hreyfing, hreint mataræði, vatnsdrykkja, hugarleikfimi, innihaldsrík samskipti og gleði- stundir halda mér í góðu formi á allan hátt. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég kyssi börnin mín og dáist að þeim þar sem þau liggja í systkinaástarklessu. Hvert er furðulegasta heilsuráð sem þú hefur heyrt? Það væri hægt að gefa út brandarabók yfir alla þá skrýtnu kúra sem að maður hefur heyrt um í gegnum árin. Melónukúrinn frægi er eitt gott dæmi, en konur borðuðu melónur þar til að það leið yfir þær. Sem betur fer er upplýsingaflæðið orðið mjög öflugt í dag og skynsemin almennt að aukast hjá fólki þegar kemur að því að hugsa um heilsuna.  Minn heilsutíMi Kolbrún Pálína helgadóttir Melónukúrinn er efni í brandarabók Kolbrún Pálína Helgadóttir eyðir megninu af vikunni á líkamsræktar- stöð. Hún er þó ekki að hamast á hlaupabrettinu tímunum saman, heldur gegnir hún starfi markaðsstjóra Sporthússins. Fegurðar- drottningin stundar það sem hún nefnir mjúka hreyfingu, en í henni felst að hlusta á líkamann og þarfir hans. Hot yoga, sund og teygjur verða því helst fyrir valinu og hér segir Kolbrún Pálína frá því hvernig hún ver restinni af sínum heilsutíma. Óteljandi kostir tedrykkju Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur líður best þegar hún hlustar á líkamann og þarfir hans. Nú kallar líkaminn eftir mjúkri hreyfingu og er Kolbrún því iðin við að stunda hot yoga, foam flex, sund og teygjur. Mynd/Jónatan Grétarsson Svart te: n Orkugefandi. n Heldur blóðsykrinum í jafnvægi. n Stuðlar að heilbrigðu ónæmiskerfi. n Hefur jákvæð áhrif á meltinguna. Grænt te: n Ríkt af andoxunarefnum þar sem telaufin eru lítið unnin. n Dregur úr styrk kólestróls í blóði. n Stuðlar að vexti frumna í líkamanum. n Hefur róandi áhrif þrátt fyrir að innihalda koffein. Engiferte: n Inniheldur náttúrulegt ofnæmislyf (andhis- tamín). n Hefur bólgueyðandi áhrif. n Getur slegið á óþæg- indi í maga, svo sem vegna bíl- eða sjóveiki. t e er sá drykkur sem er næstmest drukkinn í heiminum, á eftir vatni. Tedrykkja er tilvalin leið til að hjálpa líkamanum að hreinsa sig. Ólíkt kaffinu er teið gætt þeim eiginleikum að það getur bæði gefið okkur orku og hjálpað okkur að slaka á, allt eftir því hvers kon- ar te verður fyrir valinu. Allar tegundir tes, svart, grænt, hvítt, og oolong, eru búnar til úr sömu plöntunni, Camellia sinensis. Aðferðin við þurrkun lauf- blaðanna er hins vegar breytileg. Mismunandi jurtum er svo bætt við til bragð- og heilsubótar. En hvaða kosti hefur hver tegund? Oolong te: n Hefur sömu kosti að geyma og grænt og svart te, en inniheldur auk þess gómsætt ávaxtabragð. n Afar orkugefandi, því er ekki ráðlegt að drekka oolong te fyrir háttinn. n Hefur jákvæð áhrif á húðina. Piparmyntute: n Piparmyntan hefur bólgueyðandi áhrif. n Gott til að slá á sætindaþörf. n Getur haft róandi áhrif á magann. www.icegolftravel.is Vorferðir Páskaferð Kvennaferð Draumaferðin þín Sofðu rótt í alla nótt með Anti leg cramps Fæst í apótek um Dreifingaraðili: Ýmis ehf Þú kaupir margskipt gler og færð önnur í sama styrk í kaupbæti! MARGSKIPT GLER 2FYRIR1 Gæðagler frá Frakklandi! KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. Nú getur þú skipt um framhlið umgjarðarinnar og breytt þannig um útlit - allt eftir þínu skapi! Helgin 27.-29. nóvember 201564
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.