Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 27.11.2015, Qupperneq 70
70 bækur Helgin 27.-29. nóvember 2015  RitdómuR: StóRi Skjálfti metSöluliSti eymundSSon  BækuR Þín eigin goðSaga ævaR ÞóR BenediktSSon Þ etta er bók þar sem lesandinn ræður ferðinni og endar oftar en 50 sinnum, allt eftir því hvað lesandinn ákveður,” segir Ævar Þór Benediktsson um nýútkomna bók sína Þín eigin goðsaga. „Þannig að það er hægt að lesa hana aftur og aftur og aft- ur. Stundum lifir maður af og stundum ekki en þá er bara um að gera að byrja upp á nýtt og velja betur. Nema auðvitað að maður kjósi tragískan endi, það er ekkert verra.“ Þetta er önnur bók Ævars á árinu og hann viðurkennir með semingi að hann sé orðinn dálítið þreyttur. „Þetta er samt svo gaman og svo fyllir maður á batt- eríin þegar maður fer í skólana og fær að heyra viðbrögðin við textanum sem maður er búinn að vera að vanda sig við að skrifa. Það endurnærir mann alveg.“ Auk þess að vera á fullu við að kynna bókina er Ævar að ljúka upptökum á nýrri seríu af Ævari vísindamanni sem fara í sýningu á RÚV eftir áramótin. Að vanda hefur gengið á ýmsu við upptök- urnar. „Við byrjum á því að ég hjóla til Viðeyjar á heimagerðu sjávarhjóli og það tók ógeðslega langan tíma að taka það atriði upp. Ég datt margoft í sjóinn en þetta tókst á endanum – með herkjum. Ég var einn og hálfan tíma að komast yfir en svo fórum við til baka á litlum bát og það tók þrjár mínútur. Það segir allt um það hversu mikið basl þetta var.“ Ævar Þór hefur verið mikið í sviðs- ljósinu vegna bóka sinna og sjónvarps- þáttar en hann á sér líka aðrar hliðar sem færri vita um. Til dæmis var á tímabili stundum tekinn feill á honum og Stefáni Hilmarssyni söngvara og það gekk svo langt að Ævar var fenginn til að taka að sér sönghlutverk í dans- sýningu, sem Stefáni var upphaflega boðið, en gat ekki sinnt. „Það er auð- vitað ekki leiðum að líkjast, en þetta hefur reyndar minnkað síðan hárunum fór að fækka á hausnum á mér,“ segir Ævar og glottir. „Þetta náði svo hámarki þegar vinir mínir voru að búa til dans- sýningu og vildu fá Stefán til að syngja í henni. Hann var því miður upptekinn og því var hringt í mig og ég beðinn um að hlaupa í skarðið. Að sjálfsögðu lét ég slag standa.“ Talandi um söng liggur beint við að spyrja Ævar út í annað áhugamál sem ekki hefur farið hátt, ástríðu hans fyrir söngleikjum. „Já, mér finnst þeir óvið- jafnanlegir þegar þeir hitta á rétta taug. Það fyrsta sem fékk mig til að langa að verða leikari var þegar ég sá Litlu hryll- ingsbúðina í sjónvarpinu. Það er bara eitthvað við þetta form sem mér finnst alveg rosalega skemmtilegt. Að fá að vera með í Vesalingunum, Spamalot og Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu var algjör draumur í dós og vonandi á ég eftir að gera meira af því að syngja í söngleikjum í framtíðinni.“ Leikarinn Ævar Þór hefur tímabundið dregið sig í hlé þar sem rithöfundurinn er svo plássfrekur og einhvern veginn grunar mann að rithöfundartaugin standi dýpra þar sem bróðir Ævars, Guðni Líndal, er líka rithöfundur. Skrifuðu þeir kannski saman í æsku? „Nei, nei, en við ólumst upp á sveitabæ í Borgarfirði og vorum báðir óttalegir innipúkar og vildum voða lítið fara út og vesenast í traktorum og hestum þannig að við vorum mikið bara inni að lesa. Foreldrar okkar sáu það mjög fljótt að við vorum ekki að fara að taka við fjöl- skyldubýlinu og hvöttu okkur bara til að gera það sem við vildum. Hvers vegna við fórum báðir að skrifa veit ég hins vegar ekkert um. Það hlýtur bara að vera í blóðinu.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Stökk inn í sjóv fyrir Stebba Hilmars Útgáfuréttur á Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness hefur verið seldur til bókaforlagsins Kalachuvadu á Indlandi sem gefur bækur sínar út á tamil tungumálinu. Þetta er í fyrsta sinn sem bók eftir Halldór Laxness kemur út á því tungumáli. Af sölu á útgáfurétti annarra og nýrri íslenskra bóka er það helst að frétta að forlagið Atena í Finn- landi festi sér í hvelli útgáfuréttinn á Hvað með börn- in eftir Hugleik Dagsson – meira að segja löngu áður en bókin kom út hér á landi. Norskur útgáfuréttur á Gildrunni hennar Lilju Sigurðardóttur var seldur til forlagsins Font og Norstedts í Svíþjóð gerði samning um útgáfu á Skuggasundi, Þýska húsinu og síðustu bókinni í þríleiknum eftir Arnald, en gert er ráð fyrir að síðasta bókin komi út hjá Forlaginu á næsta ári. Það er því ekkert lát á útrás íslenskra höfunda, hvorki lífs né liðinna. Laxness á tamil í fyrsta sinn Fyrir sjötíu árum gaf Astrid Lindgren út sína fyrstu bók af þremur um Línu Langsokk. Síðan þá hefur Lína langsokkur verið fyrirmynd barna um víða veröld og skemmt lesendum með ævintýralegum uppátækjum og prakk- araskap. Í tilefni þess að 70 ár eru síðan Lína kom fyrst fram á sjónarsviðið ætla Norræna húsið og Sænska sendiráðið á Íslandi að bjóða til afmælis- veislu. Afmælisveislan verður haldin í Norræna húsinu laugardaginn 28. nóvember frá klukkan 13 til 16. Lína langsokkur verður sjálf í afmælisveislunni og tekur á móti gestum milli klukkan 13.30 og 14.30. Þeir sem vilja geta fengið freknur á nefið, leyst getraun, horft á kvikmynd, mátað Línu-búninga eða skoðað sýningu um Línu langsokk í barnadeildinni. Lína býður í afmæli Saga, aðalpersónan í nýrri skáldsögu Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, er ung flogaveik einstæð móðir sem eftir alvarlegt flog stendur frammi fyrir því að muna ekki atburði úr fortíðinni, einkum óþægilega hluti. Með hjálp fjölskyldu og vina rifjast fortíðin þó smátt og smátt upp, líka það óþægilega, og í ljós kemur að það eru ýmsar beinagrindur bæði í skápum fjölskyldunnar og hennar sjálfrar sem kannski er bara ósköp eðlilegt að ýta út úr minninu. Hver vill muna eigin bresti? Eins og gjarna í bókum Auðar er fjölskyldan í brennidepli, þau flóknu samskipti sem þar eiga sér stað, hvítar lygar og svartar gjörðir. Maður heyrir bergmál frá Fólkinu í kjallaranum og Ósjálfrátt við lestur sögunnar enda hefur Auður sjálf sagt að með þessari bók loki hún ákveðnum hring. Fjölskyldu- meðlimirnir eru kunnuglegir, sömuleiðis samskipti þeirra og leikir, allir eru fastir í sínum hlutverkum og bátnum má ekki rugga. Allir uppteknir við að skapa sér góða fortíð og öllu því óþægilega ýtt undir teppið. Aðalþema sögunnar er þó hvernig minni mann- skepnunnar virkar. Hversu mikið af því sem við þykjumst muna er hreinn skáldskapur og er í raun- inni til einhver sannur raunveruleiki? Með því að nota flogaveikina sem hvata þeirra átaka sem Saga á í við sjálfa sig og umheiminn tekst Auði að láta sjónarhornið flakka milli draums og veruleika án þess að það verði þvingað og tilgerðarlegt og setja fram vangaveltur og spurningar um mynd okkar af sjálfum okkur og heiminum, spurningar sem virki- lega hrista upp í lesandanum og fá hann til að efast um allt sem hann heldur um sjálfan sig. Annar rauður þráður bókarinnar er ástin og þá fyrst og fremst móðurástin. Saga hefur í raun misst tök á lífi sínu við það að verða móðir, verndarhvötin og villidýrið sem berst fyrir ungana sína verður yfirgnæf- andi í lífi hennar, öll önnur ást verður að víkja. Um leið veldur móðurhlutverkið auðvitað því að hún fer að skoða samband sitt við eigin móður á nýjan hátt, ekki endilega með ánægjulegri niðurstöðu. Auður verður betri stílisti með hverri bókinni sem hún sendir frá sér og Stóri skjálfti er sennilega hennar best skrifaða bók til þessa. Maður bókstaflega smjatt- ar á textanum og vill helst lesa suma kaflana aftur og aftur, hátt og í hljóði. Persónurnar eru þrívíðar, mann- legar og breyskar, vel mótaðar og sterkar, persónur sem við teljum okkur þekkja úr hinum svokallaða raunveruleika, en förum svo auðvitað að efast um það við lesturinn að við þekkjum nokkra manneskju í raun og veru, jafnvel ekki einu sinni okkur sjálf. - fb Að missa minnið til þess að muna  Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir Mál og menning 2015 Þeir sem eingöngu tala og lesa tungu- málið tamil geta fljótlega lesið bók eftir Laxness í fyrsta sinn. Lína langsokkur er orðin sjötug og býður öllum í afmælið sitt. Konungshjónin verja krúnuna Engar breytingar eru á toppi metsölulista Eymundsson þessa vikuna, Yrsa og Arnaldur sitja sem fastast en Stríðsár Páls Baldvins Baldvinssonar stekkur beint í þriðja sætið og ýtir Stóra skjálfta niður um eitt sæti. 1 Sogið Yrsa Sigurðardóttir 2 Þýska húsið Arnaldur Indriðason 3 Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson 4 Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir 5 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson 6 Vísindabók Villa – Geimurinn Vilhelm Anton Jónsson / Sævar Helgi Bragason 7 Og svo tjöllum við í okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson 8 Brynhildur Georgía Björnsson Ragnhildur Thorlacius 9 Mamma klikk! Gunnar Helgason 10 Kafteinn Ofurbrók og endurkoma Dav Pilkey Listinn er byggður á sölu í verslunum Pennans Eymundsson dagana 18.-24. nóvember. Páll Baldvin stekkur beint í þriðja sætið með Stríðsárin. Ævar Þór Benediktsson var að senda frá sér aðra bókina á árinu, Þína eigin goðsögu, sem byggð er upp eins og tölvuleikur. Ævar vísindamaður er líka væntanlegur aftur á skjáinn eftir áramótin, en Ævar Þór á sér hliðar sem færri þekkja; hann hefur til dæmis ástríðu fyrir söng- leikjum og hefur verið staðgengill Stefáns Hilmarssonar. Við ólumst upp á sveitabæ í Borgarfirði og vorum báðir óttalegir innipúkar og vildum voða lítið fara út og vesenast í traktorum og hestum þannig að við vorum mikið bara inni að lesa. „Ég var meira að segja einu sinni fenginn inn í danssýningu til að syngja Sálarlag, af því að hann komst ekki. Ég reyndi að stæla stílinn hans og ég held að það hafi ekkert allir áhorfendur fattað að þetta væri ekki Stebbi.“ Ljósmynd: Jónatan Grétarsson Þú kaupir margskipt gler og færð önnur í sama styrk í kaupbæti! MARGSKIPT GLER 2FYRIR1 Gæðagler frá Frakklandi! KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.