Fréttatíminn - 27.11.2015, Page 78
Leikhús 14 ár samfLeytt á aðventu
Sonurinn fær að hneigja sig
Leikarinn og söngvarinn Felix Bergs-
son hefur um 14 ára skeið sýnt leikritið
Ævintýrið um Augastein á aðventunni. Í ár
verður engin breyting á, og segir Felix við-
brögðin sjaldan verið jafn góð. Hann segir
hópinn sem standi að sýningunni vera
eins og litla fjölskyldu og hefur sami leik-
stjórinn og sami ljósahönnuðurinn fylgt
sýningunni frá upphafi. Í ár leikur sonur
Felix, Guðmundur, með honum og er þetta
í fyrsta sinn sem þeir leika saman eftir að
sonurinn lauk námi í leiklist síðasta vor.
Þ etta hefur verið alveg sam-fleytt í 14 ár,“ segir Felix Bergsson. „Ég tók eitt ár
í frí og hélt ég væri alveg hættur
með þetta en svo gat ég það ekki
alveg, segir hann. Ég frumsýndi
þetta fyrst árið 2002 í Bretlandi og
upprunalega var sýningin hugsuð
fyrir útlönd. Svo virkaði hún
bara svo vel hérna heima líka. Ég
skrifaði svo bók upp úr þessu, sem
kom út árið 2003 og sagan hefur
bara lifað allan þennan tíma. Þetta
er að verða eins og jólatónleika-
rnir allir,“ segir hann.
„Fólk kemur með börnin á
hverju ári, og þeir sem komu fyrst
eru unglingar í dag og koma með
systkini eða frændfólk með sér.
Það er ferlega gaman,“ segir Felix.
„Sagan hefur ekkert breyst í ár-
anna rás og leikgerðin ekki held-
ur. Ég vinn þetta mikið með hljóð-
rás og upprunalega hugmyndin
var sú að ég gæti farið hvert sem
er með kassettutækið með mér
og ýtt á play, og byrjað að leika,“
segir hann. „Í dag er hún samt
það flókin að það er ekki hægt.
Ég leik þetta samt á móti kór sem
er á hljóðrásinni, sem er Háskóla-
kórinn. Öll hljóðin í sýningunni
eru gerð með mannsbarkanum,
sem er mjög skemmtilegt. Kórinn
verður því eins og undirspil.“
Guðmundur Felixsson, sonur
Felix, mun taka þátt í sýningunni
og segir Felix það í fyrsta sinn
sem þeir stíga saman á svið sem
atvinnumenn báðir. „Það er alltaf
einn ósýnilegur aðstoðarmaður á
sviðinu, sem Guðmundur verð-
ur. Grýla birtist sem skuggi og
ýmislegt annað. Hann fær samt
að koma fram og hneigja sig í
lokinn,“ segir Felix. „Ég náði að
samþykkja það. Hann fékk sitt BA
próf af sviðslistabraut Listaháskól-
ans í vor og þetta er því í fyrsta
sinn sem við stígum á svið saman
sem atvinnumenn. Hann hefur nú
verið viðloðandi þessa sýningu í
gegnum árin og þekkir þessa sýn-
ingu ansi vel,“ segir hann.
„Það eru mjög fáir sem hafa
komið að þessari sýningu í
gegnum árin og hópurinn er eins
og lítil fjölskylda. Jóhann Bjarni
Pálmason ljósamaður hefur alltaf
fylgt mér, til dæmis. Kolbrún
Halldórsdóttir hefur svo alltaf
leikstýrt sýningunni og nokkrir
aðrir sem hafa hjálpað til frá upp-
hafi,“ segir hann. „Í rauninni sem
ég verkið í samvinnu við Kol-
brúnu og Helgu Arnalds sem býr
til allar brúðurnar í sýningunni.
Við byrjum á sunnudaginn sem
er fyrsti í aðventu, og verðum svo
alla sunnudaga til jóla í Tjarnar-
bíói. Það er mjög gaman að sjá
uppganginn sem er í því húsi um
þessar mundir og viðtökurnar
við miðasölunni hafa aldrei verið
svona góðar,“ segir Felix Bergs-
son.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Felix og Guðmundur sonur hans munu
standa saman á sviðinu í desember.
Ljósmynd/Hari
78 menning Helgin 27.-29. nóvember 2015
Öldin okkar – HHHHH , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00
Lau 28/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00
Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k
Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00
Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k
Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k
Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k
Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Fös 29/1 kl. 20:00 8.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas.
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Sun 31/1 kl. 20:00 9.k
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k
Margverðlaunað meistarastykki
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00
Sýningum lýkur í janúar
Sókrates (Litla sviðið)
Lau 28/11 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00
Fös 4/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fös 27/11 kl. 20:00 17.k Fim 3/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00
Sun 29/11 kl. 20:00 aukas. Sun 6/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00
Mið 2/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Mávurinn (Stóra sviðið)
Sun 29/11 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00
Sun 6/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00
Takmarkaður sýningartími
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 27/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00 síðasta s.
Síðustu sýningar
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)
Mið 2/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00
Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
65 20151950
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
65 20151950
DAVID FARR
HARÐINDIN
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn
Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn
Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn
Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn
Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Lau 28/11 kl. 19:30 31.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/12 kl. 19:30
Lokasýning
Síðustu sýningar á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 28/11 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 13:00
Lau 28/11 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30
Lau 28/11 kl. 16:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00
Sun 29/11 kl. 11:00 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00
Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30
Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00
Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00
Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Lau 28/11 kl. 17:00 9.sýn Sun 29/11 kl. 17:00 10.sýn
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn
Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
GAFLARALEIKHÚSIÐ
Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu
Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaaraleikhusid.is
Hvítt - Töfraheimur litanna
Frumsýning
Sunnudagur 17. janúar kl 16.00
Heimsfræg verðlaunasýning fyrir yngstu börnin
Góði dátinn Svejk og besti vinur hans
Frumsýning
Laugardagur 5. mars, 2016 kl. 20.00
Nýtt sprellörugt verk eftir Karl Ágúst Úlfsson
borgarsogusafn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð Alltaf frítt inn!
Gunnar Rúnar Ólafsson
Yfirlitssýning
26.9.2015 - 10.1.2016