Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Fá milljarða í afslátt 3 Hundrað og þrettán sjávarútvegs­ fyrirtæki hafa fengið sam­ tals 2,6 til 2,7 milljarða króna lækkun á greiðslu sér­ staks veiði­ gjalds á yfir­ standandi fiskveiðiári. Þetta kemur fram í svörum Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra við fyrirspurn DV um málið. 145 sóttu um afsláttinn en 113 fengu hann. Meðal þeirra eru Útgerðar­ félag Akureyrar og þrjár stærstu útgerðir Grindavíkur, Vísir, Þor­ björn og Stakkavík. Harmleikur í Boston 2 Elísabet Margeirs­ dóttir, næringarfræð­ ingur og veður­ fréttakona á Stöð 2, var í hópi 35 Ís­ lendinga sem hlupu mara­ þon í Boston á mánudag en tvær sprengingar urðu við marklínuna með þeim afleiðingum að 3 létust og 144 slösuðust. Hún lýsti upp­ lifun sinni af málinu. „Nú kemur sjokkið þegar ég átta mig betur á því hvað þetta var skelfilegt.“ Harmleikur á hátindi 1 Lögreglu­rannsókn á því þegar Birna Steingrímsdóttir hrapaði til bana á Hátindi í byrjun febrúar stendur enn yfir. Þórður Marelsson farar­ stjóri segir að erfiðar hugsanir og mikil sorg hafi sótt á hann síðan slysið varð. Hann segir að enginn hafi varað hann við að veður gæti orðið mjög slæmt þennan dag og enginn hafi latt hann til fararinnar. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Landsbyggðin hafnar nýliðum N ýju framboðin fá minna fylgi í kjördæmum á lands­ byggðinni. Þannig myndu fjórflokkarnir einoka öll þingsæti í Norðvestur­, Norðaustur­ og Suðurkjördæmi sé miðað við nýjustu skoðanakannanir um fylgi flokkanna. Árið 2009 náðu Sjálfstæðisflokkurinn og Fram­ sóknarflokkurinn inn 13 þingmönn­ um í þessum kjördæmum á móti þeim 17 sem Samfylkingin og Vinstri græn fengu. Miðað við nýjustu kann­ anir myndu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar fá 23 þingmenn í þessum kjördæm­ um á móti 5 þingmönnum stjórnar­ flokkanna. Þar af fengi Framsókn 14 þingmenn í þessum kjördæmum. Þetta gæti þó breyst lítillega vegna mögulegra uppbótarþingmanna. Af nýju framboðunum er Björt framtíð einna sterkast í Norðvestur­ kjördæmi þar sem fylgi flokksins mældist um 10,4 prósent í mælingu Capacent Gallup þann 11. apríl. Fylgi flokka eftir þessum kjördæm­ um er tekið úr þeirri könnun. Fjöldi þingmanna eftir kjördæmum byggist hins vegar á könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birt var í gær. Minni hreyfing á fylgi á landsbyggðinni „Sennilega er almennt séð meiri hreyfing á fylgi flokkanna í Reykja­ vík og í Suðvesturkjördæmi en í hin­ um kjördæmunum. Höfuðborgar­ svæðið varð líka fyrir meiri áhrifum af bankahruninu en landsbyggðin. Stjórnarflokkarnir hafa verið sterk­ astir á höfuðborgarsvæðinu á með­ an Sjálfstæðisflokkurinn og Fram­ sóknarflokkurinn eru tiltölulega mjög sterkir úti á landi. Flest af þess­ um nýju og minni framboðum eru að taka fylgi frá stjórnarflokkunum en ekki frá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Það er því rökrétt að þeim gangi illa að sækja fylgi á landsbyggð­ inni,“ segir Gunnar Helgi Kristins­ son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við DV. Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi alltaf verið sterkt á landsbyggðinni en flokkarnir hafi verið að mælast með óvenju mikið fylgi í síðustu könnunum. Hann segir að það hafi þó alltaf verið erfitt fyrir ný framboð að sækja fylgi á lands­ byggðinni nema í þeim tilvikum þar sem um staðbundin framboð hafi verið að ræða. Þar má nefna að árið 1999 fékk Frjálslyndi flokkurinn 17,7 prósent atkvæða á Vestfjörðum þar sem flokkurinn var sterkastur en þar var mikill hljómgrunnur á þeim tíma fyrir breytingu á kvótakerfi í sjávarút­ vegi. „Ef eitthvað af nýju framboðun­ um nær að slá í gegn nú í kosn­ ingunum held ég að það muni frekar gerast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar Helgi. Mikil andstaða við ESB á landsbyggðinni Aðspurður um hvort önnur mál­ efni brenni frekar á íbúum á lands­ byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu segir hann að andstaða við aðild að Evrópusambandinu sé meiri úti á landi. Þá sé skuldavandi heimilanna ekki eins stór hluti af vanda lands­ byggðarinnar líkt og höfuðborgar­ svæðisins. Þá segist hann einnig telja að landsbyggðin sé ekki eins hlynnt breytingu á fiskveiðistjórn­ unarkerfinu líkt og fólk á höfuð­ borgarsvæðinu. Má í því samhengi nefna að margir útgerðarmenn hafa nefnt hækkandi veiðigjald lands­ byggðaskatt. Eins og sjá má í töflu fékk Björt framtíð mest fylgi af nýju flokkunum í Norðvesturkjördæmi í könnun Capacent Gallup eða 10,4 pró­ sent. Píratar mældust síðan með 5,7 prósent í Norðausturkjördæmi og Dögun 3,7 prósent og Lýð­ ræðisvaktin þrjú prósent. Líklega höfða stefnumál þessara flokka bet­ ur til fólks á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur sem dæmi enginn þeirra lýst yfir mikilli andstöðu við aðild að Evópusambandinu líkt og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa gert en báðir flokkarnir mælast með mjög mikið fylgi í Norðvestur­, Norðaustur­ og Suðurkjördæmi. Það mun því líklega reynast erfitt fyrir nýju framboðin að sækja aukið fylgi í þessi kjördæmi. n n Ný framboð fá engan þingmann í þremur landsbyggðarkjördæmum Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Þungur róður Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að erfiðara sé fyrir nýju framboðin að sækja sér fylgi á landsbyggðinni. Þar sé minni hreyfing á fylgi milli flokka. Ógnarsterkur Framsóknar- flokkurinn er gríðarlega sterkur í Norðausturkjördæmi þar sem formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson býður sig nú fram. Þar fengi flokkurinn fimm þingmenn miðað við síðustu kannanir og sama fjölda þing- manna í Suðurkjördæmi. Fylgi flokkanna (könnun Gallup) Flokkur Norðvestur Norðaustur Suður Framsóknarflokkurinn 44,1% (4) 41,9% (5) 43% (5) Sjálfstæðisflokkurinn 17,5% (3) 17,3% (3) 28,8% (3) Samfylkingin 8,1% 7,2% (1) 9,7% (1) Vinstri græn 4,3% (1) 11,9% (1) 5,8% (1) Björt framtíð 10,4% 5,8% 3,1% Píratar 4,8% 5,7% 2,5% Dögun 2,1% 3,7% 1,6% Lýðræðisvaktin 1,7% 3% 2,5% Alls þingmenn (28) 8 10 10 Bjarni og fé- lagar stærst- ir á nýjan leik Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkur lands­ ins. Þetta er niðurstaða nýrrar fylgiskönnunar sem MMR birti í dag. Þar mælist flokkurinn með 27,5 prósenta fylgi, samanborið við 22,9 prósenta fylgi í síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn er nú með 25,6 prósenta fylgi en var með 32,7 prósenta í síðustu mælingu. Samfylkingin fer einnig upp í þessari nýju könnun og mælist með 13,5 prósenta fylgi. Flokk­ urinn hefur því aukið fylgi sitt um rúm þrjú prósentustig frá því í síð­ ustu könnun MMR. Vinstri græn eru með 8,1 prósents fylgi nú og Björt framtíð með 8,3 prósent. Píratar mælast með 6,7 prósent en þeir mældust með slétt níu pró­ sent í síðustu könnun. Stuðningur við önnur framboð breyttust lítið frá síðustu könnun. Vilja klára viðræðurnar Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins vilja 55 prósent kjósenda að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar. 34% vilja hætta viðræðunum en 11 prósent vilja gera á þeim hlé. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Könnunin var gerð 15. og 16. apríl. Spurt var: Hvernig vilt þú að fram­ haldi aðildarviðræðna við Evrópu­ sambandið verði háttað? Fram kom að kjósendur Fram­ sóknarflokksins og Sjálfstæðis­ flokksins eru klofnir í afstöðu sinni til málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.