Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 28
Ari Karlsson Sæll Bjarni, ég er 16 ára og byrja í menntaskóla í vor. Hvað ætlar þú að gera til að ég geti fengið góða vinnu þegar ég klára?  Bjarni Benediktsson Það er mik- ilvægast að ný störf verði til í öllum geirum atvinnulífsins. Það tryggir ekki bara að þú getir fengið vinnu heldur líka vonandi vinnu við það sem þú hefur áhuga á. Jón Jónsson Sæll Bjarni. Hafið þið í Sjálfstæðisflokknum reiknað út kostnað við skattalækkanir sem að þið hafið kynnt sem hluta að ykkar stefnumálum? Það hefur mikið verið talað um að kostnaðurinn sé enginn þar sem að tekjur aukist annars staðar en hafið þið reiknað þetta út og þá, eru þeir útreikningar aðgengilegir okkur kjósendum ?  Bjarni Benediktsson Heildarkostn- aður á ári liggur í kringum 15 milljarð- ar samkvæmt okkar útreikningum. Á móti koma síðan aukin umsvif sem draga úr heildarkostnaðaráhrifum fyrir ríkissjóð. Hjörtur Freyr Sæll Bjarni. Ertu trúaður og ertu með eða á móti aðskilnaði ríkis og kirkju?  Bjarni Benediktsson Ég er ekki mjög kirkjurækinn maður en á mína trú á almættið. Það væri æskilegt að aðskilja ríki og kirkju enn frekar, það sem stendur helst í vegi fyrir því eru hin flóknu fjárhagslegu samskipti ríkisins og kirkjunnar. Hólmgeir Kristmundsson Sæll Bjarni. Ert þú tilbúinn að beita þér fyrir að setja á sjómannaaf- sláttinn aftur sem afnuminn var af núverandi ríkisstjórn á yfirstandandi kjörtímabili?  Bjarni Benediktsson Það er ekki forgangsmál í okkar skattaað- gerðum. Ég styð einfalt gegnsætt skattkerfi. Natan Kolbeinsson Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn engar reglur til að jafna út hlut annars kynsins á framboðslistum?  Bjarni Benediktsson Vegna þess að hann hefur trú á því að konur jafnt sem karlar geti náð framgangi á grundvelli eigin verðleika. Nú eru í efstu fimm sætunum, í kjördæmun- um sex, jafn margar konur og karlar hjá okkur. Villi Bald Þið segið hagsmunum Íslands best borgið utan ESB. Hvernig fer þetta mat fram? Hvernig vigtið þið hagsmuni einstakra hópa t.d. neytenda, skuldara, fjármagnseigenda, bænda, innflytjenda eða útflytjenda?  Bjarni Benediktsson Þetta mat liggur m.a. fyrir í skýrslum um tengsl Íslands og Evrópu. Þetta er stöðugt mat. Því lýkur ekki í eitt skipti fyrir öll. Það sem er ráðandi í okkar niðurstöðu, og hefur ávallt verið, er áherslan á að við Íslendingar finnum gott jafnvægi í því að ráða okkar málum sem mest sjálfir og svo hins vegar að vera opnir fyrir alþjóðlegum viðskiptum. Sigríður Ólafsson Hvert yrði þitt fyrsta verk sem forsætisráðherra?  Bjarni Benediktsson Að grípa til aðgerða sem auka ráðstöfunartekjur fólks. Gera því auðveldara að ná endum saman. Ég vil heildstæða nálgun með skýrri efnahagsáætlun sem tekur á öllum mikilvægum þáttum - atvinnusköpun, lækkun skatta, aðstoð við skuldsett heimili og jöfnuð í ríkisfjármálum. Hafsteinn Jóhannsson Ég sá viðtal við þig á RÚV í síðustu viku og fattaði í fyrsta skipti hvað álagið á stjórnmálamenn getur verið svakalegt. Hvernig leggst það í fjölskylduna þína að þú sért núna að takast á við stærsta verkefni sem hefur verið á borði stjórnmálamanna í áratugi?  Bjarni Benediktsson Fjölskyldan hefur sýnt því ótrúlegan skilning. Mér finnst slæmt að hafa ekki haft meiri tíma fyrir krakkana og eiginkonuna en þetta gengur samt sem áður ágætlega. Viktor Valgarðsson Hæ, Bjarni! Ég er á leiðinni til Brussel, hvaða bjór mælirðu með að ég prófi fyrst og hvað á ég að segja Evrópuþinginu að verði um aðildarum- sóknina eftir kosningar ef þú kemst í ríkisstjórn? :)  Bjarni Benediktsson Leffe - ljósan, skilaðu til þeirra að það hafi skort lýðræðislegt umboð og þess vegna ætlum við að stöðva viðræðurnar. Hulda Ólafsdóttir Mér finnst áætlun ykkar um að lækka fasteignaskuldir um margt gáfulegri en margar aðrar, en hún nýtist ekki lágtekjufólki eins og hátekjufólki. Þarna er jú fólki, sem annars gæti ekki greitt aukalega inn á lánin, gefið tækifæri til að gera það, að því gefnu að það hafi ekki það lágar tekjur að það skattaaf- slátturinn geti ekki nýst þeim. Þarf ekki að setja eitthvað þak á skattaafsláttinn til þess að þjóðin sé ekki að greiða niður skuldir þeirra sem hafa efni á þeim?  Bjarni Benediktsson Það er þak á skattaafslættinum. Það er rétt rúmlega 40.000 kr. á mán + séreignasparnaðurinn sem fólk hefur val um að beina inn á lánið. Varðandi þá sem engan tekjuskatt greiða þá þarf að skoða þeirra mál sérstaklega. Augljóst er t.d. að það fólk þarf fyrst og fremst að geta framfleytt sér og sínum. Viðar Bjarnason Hvað finnst þér um störf sérstaks saksóknara fram til þessa? Ertu fylgjandi vinnu hans?  Bjarni Benediktsson Það var mikilvægt að setja rannsóknir á efnahagsbrotamálum strax í fastan farveg eftir hrunið og hefja rannsókn slíkra mála án tafa. Það eru mér hins vegar vonbrigði hve skammt við erum komin við að klára þau mál. Sérstaklega með tilliti til þess hve miklum fjármunum hefur verið varið í að styðja við rannsókn þessara mála. Kristinn Pálsson Sæll Bjarni, takk fyrir að taka við spurningum almennings. Hvaðan kemur nafnið Bó, á hundinn þinn, og hvað er hann gamall?  Bjarni Benediktsson Bó var uppástunga frá mági mínum. Bó Halldórs er í fjölskyldu konu minnar þannig að Bó er nefndur í höfuðið á söngstjörnunni. Hann er 3ja ára. Þorsteinn Frímann Rafnsson Sæll. Hvað er því til fyrirstöðu að klára samningaviðræður við Evrópusambandið og sjá hver niðurstaðan verður í þeim málum sem helst mun stranda á, sjávarútvegi og öðrum auðlindamálum. Burt séð frá því hvort maður er hlynntur inngöngu eða ekki, hvað mælir gegn því að fá niðurstöðu sem þjóðin mun annaðhvort samþykkja eða hafna ?  Bjarni Benediktsson Innganga í ESB er stórpólitískt mál. Þetta er ekki eins og hvert annað verk sem menn geta tekið að sér að klára sí svona. Ég tel að það sé forsenda viðræðna að hér á landi sé breiður stuðningur við inngöngu bæði meðal þjóðarinnar og hjá þeim sem veljast til forystu hverju sinni. Ef þetta fer ekki saman verður allt ferlið klúður, eins og mér finnst það hafa verið til þessa. Jóhann Kristjánsson Finnst þér að það eigi að rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna?  Bjarni Benediktsson Í hruninu töpuðu lífeyrissjóðirnir mjög háum fjárhæðum. Það er mikilvægt já, að það sé skýrt hvers vegna það gerðist og hvort eitthvað megi rekja til fjárfestingastefnu eða fjárfestinga- hegðunar lífeyrissjóðanna í því sambandi. Mér fannst lofsvert að sjóðirnir skyldu setja af stað sína eigin rannsókn. Helga Jónsdóttir Af hverju hefur þú ekki tekið þátt í kosningaprófi DV?  Bjarni Benediktsson Það hefur farist fyrir, ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er eins konar próf sem ég er í hérna er það ekki? Björg Torfadóttir Sæll Bjarni. Hver er stefna Sjálfstæðis- flokksins í málefnum innflytjenda í hnotskurn?  Bjarni Benediktsson Í einföldu máli að gera allt sem hægt er til að tryggja að þeir eigi auðvelt með að aðlagast samfélaginu sem allra fyrst. Kristín Jónsdóttir Sæll, Bjarni. Ertu femínisti?  Bjarni Benediktsson Já, í besta skilningi þess orðs. Vaka Björnsdóttir Ég er móðir, með barn á leikskóla og er 75% öryrki, og spyr ykkur sjálfstæðismenn, hvað ÞIÐ ætlið að gera til að bæta kjör öryrkja?  Bjarni Benediktsson Draga þarf úr skerðingum, það er fyrsta skref. Næsta skref er að styrkja getu okkar til að gera betur við alla þá sem þurfa á stuðningi að halda. Guðrún Jónsdóttir Sæll Bjarni. Hvað vilt þú gera í sambandi við heilbrigðismál og að þetta land skuli vera það eina af Norðurlöndunum og miklu fleiri landa sem lætur fólk borga eins og t.d. fyrir komur vegna krabbameinsmeðferðar og annarra lífshættulegra sjúkdóma? Gangi þér vel á lokasprettinum.  Bjarni Benediktsson Heilbrigð- ismál þurfa að vera í forgangi eftir kosningar. Við þurfum einfaldlega að endurheimta fyrri styrk kerfisins með því að tryggja getu til að halda í hæft starfsfólk, bæta aðstöðu og meðferðarúrræði. Í engu tilviki á bág- ur efnahagur að koma í veg fyrir að fólk fái aðstoð vegna lífshættulegra sjúkdóma líkt og þú nefnir. Takk fyrir stuðningskveðjuna. Lilja Ósk Sigurðardóttir Myndirðu halda í íslensku krónuna sem gjaldmiðil? Ef ekki, hvað sérðu fyrir þér í þeim málum?  Bjarni Benediktsson Við munum nota krónuna næstu árin til að endurreisa efnahagslífið og sækja fram. Með okkar eigin gjaldmiðil verður mun auðveldara að ná niður skuldum og styrkja útflutnings- greinarnar. Við uppfyllum alls ekki skilyrði þess að taka upp annan gjaldmiðil í augnablikinu eða að ganga í myntsamstarf. Sigurður Hjörleifsson Sæll Bjarni. Finnst þér núverandi persónuafsláttur vera viðunandi hár eða ætlarðu að beita þér fyrir að hækka hann?  Bjarni Benediktsson Auðvitað væri gott að geta hækkað persónuaf- sláttinn en við munum frekar leggja áherslu á að lækka skattprósentuna sem aftur hækkar frítekjumarkið. Friðrik Pink Ég er öryrki vegna geðsjúkdóms og ég fæ 150 þús. á mánuði og þarf að borga leigu,lyf ,mat og af lánum og svo framvegis. Það er ekki hægt að lifa á þessu. Það er bara hafragrautur 2 síðustu vikurnar af mánuðinum. Hvað verður gert til að koma á móts við okkur?  Bjarni Benediktsson Í hvert sinn sem ég heyri dæmi af þessum toga hugsa ég um hvað við getum gert til að efla og styrkja getu okkar til að gera betur. Stjórnmálin snúast að svo miklu leyti um leiðir til að gera betur við þá sem þurfa stuðning og aðstoð frá meðborgurum sínum. Ég vil gera betur og okkar stefna fjallar um leiðir til að geta gert það. Eitt einfalt mál til að byrja væri að draga úr skerðingum bóta. María Kristinsdóttir Sæll Bjarni! Mér finnst skorta umræðu um menntamál. Hver er þín sýn á menntamál og fjárframlög til þeirra? Annað sem mér leikur forvitni á að vita: Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að styðja við LÍN-frumvarpið svokallaða og þá í leiðinni tryggja að styrktarkerfið svokallaða verði að veruleika (þ.e. að klári einstaklingur á námslánum nám sitt á 3 árum fái hann fjórðung lánanna greiddan sem styrk til baka)?  Bjarni Benediktsson Menntamál hafa of lítið verið í umræðunni. Sókn í menntamálum er ein forsenda þess að við höldum samkeppn- ishæfni. Við þurfum að stytta nám til stúdentsprófs. Bæta verk- og tæknimenntum því atvinnulífið er að kalla eftir færu fólki með slíka menntun. Mér finnst góð hugsun í því að hafa hvata á borð við þá að ljúka námi á réttum tíma í námslánafyrir- komulaginu. Unnþór Torfason Virkar Ísland án verðtryggingu?  Bjarni Benediktsson Það ræðst af því hvort við náum stöðugleika. Verðtyggingu var komið á vegna þess að enginn vildi lána, lán brunnu upp í verðbólgu. Ég er sannfærður um að við getum bætt úr þessu með samhentu átaki og tryggt óverðtryggð lán með föstum vöxtum til lengri tíma en við höfum séð til þessa. Aðalsteinn Guðmundsson Hvað gerir þú þegar það er stund á milli stríða?  Bjarni Benediktsson Það er ýmislegt. Fer út með hundinn (alltof sjaldan reyndar). Mér finnst mjög gaman þegar ég kemst golfhring á sumrin. Hef yndi af því að veiða. Yfir árið reyni ég að hreyfa mig reglulega, fæ mikla hvíld og útrás við það. Að lesa bók, hlusta á tónlist og vera með vinum og fjölskyldu er allt í uppáhaldi hjá mér. Af hverju hefur maður svona lítinn tíma til að gera það sem er gaman? Steinn Jónsson Telur þú afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar á lagafljót eigi að hafa áhrif hvort farið verði í nýtt umhverfismat á áhrifum virkjunar í Bjarnarflagi á lífkerfið í Mývatni?  Bjarni Benediktsson Mývatn og nágrenni þess er einn af uppáhalds- stöðum mínum á landinu. Það þarf ýtrustu varúð við framkvæmdir á þessu svæði. Nú þegar er ástæða til að gera rannsóknir á lífríkinu þó ekki væri nema þess sem við sjáum gerast með kúluskítinn. Við eigum að læra af sögunni. Hvað Lagarfljót varðar sérstaklega þá er þessi framburður nokkurn veginn í samræmi við það sem spáð var af sérfræðingum. Það gerir málið ekkert betra en þetta var ein af fyrirséðum neikvæðum afleiðingum. Níels Ársælsson Sæll Bjarni. Hver er afstaða þín til strandveiða í núverandi mynd ?  Bjarni Benediktsson Það sem ég hafði við strandveiðarnar að athuga í upphafi var að ég hafði áhyggjur af því að þetta kerfi væri ósjálfbært. Það þýðir af of margir myndu kaupa trillu og fara í róðra þar til of fáir dagar væru fyrir hvern og einn til að þrífast. Ég tel að þetta sé þegar komið fram a.m.k. fyrir Vestur- landinu. Við munum leitast vil að tryggja atvinnuöryggi og styðja það besta í kerfinu. Við kippum fótunum ekki undan mönnum sem stunda atvinnurekstur á grundvelli gildandi laga. Herdís Fjóla Ætlar þú að láta taka út bensín skattinn sem rennur til ríkisins, 123 kr. pr. lítra minnir mig?  Bjarni Benediktsson Já, við viljum lækka opinberar álögur á eldsneyti. Ríkið hefur aldrei tekið fleiri krónur til sín af hverjum seldum eldsneytislítra en undanfarin misseri. Þar spila saman sérstöku gjöldin og hár vsk. á hátt eldsneytisverð. Fyrir lands- byggðina er þetta orðið sérstaklega óþolandi og alla þá sem þurfa um langan veg að fara til vinnu. Þetta er stór útgjaldaliður heimilanna sem hægt er að lækka. Bjartur Steingrímsson Nú er talað um að íslenska ríkið eyði hátt í 200 milljónum króna árlega í þátttöku í NATO. Hvernig réttlætir þú þessa eyðslu og þá sérstaklega á þessum erfiðu tímum?  Bjarni Benediktsson Þátttaka okkar í NATO er og hefur frá upphafi verið liður í því að verja landið gegn ytri ógn. Ég tel að með því að þjóðir tóku saman höndum um að verja hverja aðra fyrir árásum hafi tekist að skapa frið, bjarga mannslífum og tryggja framfarir í okkar heimshluta. Við eigum að vera stolt af því að hafa átt hlut að þeirri þróun sem ein af þeim þjóðum sem stofnaði NATO. Örvar Friðriksson Hver er afstaða þín til greiðsluþátttöku langveikra sjúklinga/öryrkja á lyfjum sem tekur gildi 4. maí næstkomandi?  Bjarni Benediktsson Það hefur eitthvað mikið farið úrskeiðis við upptöku þessara nýju reglna. Fjöldi manns hefur haft samband við okkur og sagt frá vandræðum með að leysa út nauðsynleg lyf. Afslátt- arkort sem gilda ár fram í tímann væru góð hugmynd til að setja þak á lækna- og lyfjakostnað yfir árið í stað þess að miða við almanaksárið. Gísli Þór Ólafsson Sæll Bjarni. Nú talar þú mikið um skattalækkanir og vill ég vita hvaða skatta þú myndir þá helst vilja lækka, hvernig þú myndir lækka þá og hversvegna, ef þú kæmist til valda?  Bjarni Benediktsson Tekjuskattur er nú í þremur þrepum. Miðþrepið byrjar í 230 þús. og efsta þrepið í rétt rúmum 700 þús. Ég myndi vilja byrja á því að lækka neðsta þrepið og sameina svo miðþrepið þessu lægsta þrepi. Stefnan er á að hafa eitt þrep en það má gerast í áföngum. Fjár- magnstekjuskatturinn leggst á með ósanngjörnum hætti. Veldur því að margir eru með neikvæða ávöxtun á sparifé (þar sem verðbætur eru skattlagðar). Fyrir atvinnulífið er mikilvægt að lækka tryggingagjaldið af því að það er í raun skattur á störf. Með lækkun þess aukum við svigrúm til að ráða nýtt fólk eða gera betur við þá sem eru fyrir í starfi. Svo þarf að taka allar hinar breytingarnar (hátt í 200) til skoðunar. Kerfið hefur verið flækt en á að vera einfalt og gegnsætt. Ég hef mesta trú á lágum sköttum en breiðum skattstofnum. Almennt að byggja meira á neyslu- sköttum en tekjusköttum. Varðandi þörfina fyrir niðurskurð þá trúi ég því að skattstofnanir muni breikka og þannig skila meiri tekjum eftir því sem umsvifin aukast. Í fyrra var hér 1,6% hagvöxtur skv. Hagstofunni. Það vantar fjárfestingu og fleiri störf. Þau verða til með hagstæðara skattaumhverfi, breyttri efnahags- stjórn og betra samkomulagi milli stjórnvalda og vinnumarkaðar. Dúnna Pæja Hefurðu áhuga á að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi og á hvaða hátt þá? Sífellt er verið að bæta kostnaði á sjúklinga t.d. lyfjakostnaði. Niðurskurður síðustu ára hefur komið verst niður á landsbyggðarfólki þar sem þjónustan er orðin skert, t.d. skurð-og fæðingaþjón- usta. Ertu hlynntur þessari áherslu á að allt flytjist á Landspítalann þar sem aðrar stofnanir eru nú verr útbúnar? Muntu beita þér fyrir launahækkunum hjúkrunarfræðinga utan Landspítala?  Bjarni Benediktsson Já, við mun- um setja heilbrigðismál í forgang og verja stöðu heilbrigðiskerfisins. Það eru komnir fram ýmsir brestir, m.a. eins og þú nefnir á landsbyggðinni. En það á ekkert síður við á Landspít- alanum. Síðast í dag las ég frétt um að sjúklingar væru á göngum spítal- ans í rúmum. Til þess að við getum gert betur, haldið áfram að byggja upp aðstöðuna, gert betur við starfs- fólkið, hvort sem eru læknar, hjúkr- unarfræðingar eða aðrir þurfum við að halda áfram að skapa verðmæti. Þess vegna skiptir atvinnustefnan á hverjum tíma svo miklu. Athugaðu að þrátt fyrir niðurskurð undanfar- inna ára hefur ríkið verið rekið með miklum halla og við höfum verið að safna skuldum. Sterkur og öflugur Landspítali er algjört lykilatriði fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Ég vil ekki nálgast þetta sem hreint val á milli þess að byggja hann upp eða verja þjónustuna um landið. Okkar markmið á að vera að gera hvort tveggja. Öllum er hins vegar ljóst að undanfarin ár höfum við ekkert svigrúm haft til að fara í tugmilljarða fjárfestingu og við þurfum að vanda næstu skref í þeim áformum. 28 Umræða 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Ætlum að stöðva viðræðurnar Nafn: Bjarni Benediktsson Aldur: 43 ára Staða: Formaður Sjálfstæðis- flokksins. Menntun: Lögfræðipróf HÍ 1995. Nám í þýsku og lögfræði í Þýskalandi 1995-1996. LL.M.- gráða (Master of Laws) frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum 1997. Formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður um Evrópusambandið, heilbrigðismál og skattalækkanir á Beinni línu á fimmtudaginn. M Y N D IR SIG TR Y G G U R A R I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.