Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 23
Erlent 23Helgarblað 19.–21. apríl 2013 Ljósmyndarar Reuters- fréttastofunnar náðu fjölda magnaðra mynda víðs vegar í veröldinni í liðinni viku. Hér birtist brot af því besta.  Járnfrúin borin til grafar Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, var borin til grafar á miðvikudag. Þessi umdeildi fyrsti og eini kvenfor- sætisráðherra Bretlands lést þann 8. apríl síðastliðinn, 87 ára að aldri. Hún gegndi embættinu á árunum 1979 til 1990. Hér má sjá hermenn bera kistu hennar inn í dóm- kirkju heilags Páls í London að viðstöddum helstu fyrirmennum þjóðarinnar.  Lifði af Hinn úkraínski Petro Mischtschuk, 87 ára, lifði af dvöl sína í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimstyrjöldinni. Hér stillir hann sér upp nærri minnisvarða fangabúðanna í Buchenwald í tilefni af því að 68 ár eru síðan hann og aðrir fangar voru frelsaðir, þann 11. apríl 1945. Áætlað er að á árunum 1937 til 1945 hafi 250 þúsund manns dvalið í útrýmingarbúðunum í Buchenwald, 56 þúsund manns lifðu ekki dvölina þar af.  Teiknað í mótmælum Ungur drengur sem tilheyrir ættbálki brasilískra frumbyggja dundar sér við að teikna í rólegheitum á meðan fólk hans og frumbyggjar víðs vegar að í Brasilíu mótmæla nýjum tillögum stjórnvalda. Frumbyggjarnir tóku sér stöðu í þinghúsinu í Brasilíuborg til að mótmæla harðlega tillögu að breytingum á lögum sem myndi veita þinginu valdið til að ákvarða afmarkanir á heimkynnum innfæddra og friðlendum.  Þríeykinu mótmælt Lögreglumenn í Lissabon, höfuðborg Portú- gal, sjást hér keyra kvenkyns mótmælanda í jörðina og taka hana föstum tökum í mótmælum gegn niðurskurði í landinu. Mótmælendur í hreyfingunni „Fjandinn hafi þríeykið“ komu saman við Ritz-hótelið á þriðjudag en þríeykið vísar til lánardrottna Portúgal; framkvæmdastjórn ESB, Seðla- banka Evrópu og AGS.  Fínkemba svæðið Rann- sóknaraðilar sjást hér fínkemba svæðið þar sem önnur af tveimur sprengjunum í Boston-maraþoninu sprakk á mánudag með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og 176 manns særðust illa. Lögregluyfirvöld eru að svo stöddu engu nær um hver eða hverjir stóðu að baki hryðjuverkinu og hafa biðlað til almennings um aðstoð.  Fagnað við höfnina Fjöldi Ísraela kom saman við höfnina í Tel Avív til að fylgjast með flugsýningu ísraelska flughersins, þann 16. apríl síðastliðinn. Tilefnið var þjóðhátíðardagur Ísrael en 65 ár eru síðan ríkið var stofnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.