Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Dró sér fé ætlað fötluðum n Jóhann Pálsson ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt J óhann Pálsson, fyrrverandi um- dæmisstjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands í Mósambík, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt upp á fjórtán milljónir króna. Sam- kvæmt fréttum RÚV er hann meðal annars ákærður fyrir að hafa dregið sér fé sem Öryrkjabandalag Íslands átti og var ætlað til aðstoðar fötluðum í Mósambík. Ákæra ríkissaksókna á hendur Jóhanni er í 29 liðum en brotin áttu sér stað á árunum 2006 til 2010. Mun hann meðal annars hafa nýtt sér fjármunina til að kaupa toppgrind á bíl sinn, sem hann síðar seldi og hirti ágóðann af. Hann notaði einnig peningana til að kaupa sér Yamaha- utanborðsmót- ora. Jóhann fékk fólk til þess að leysa út ávísanir fyrir sig sem gefnar voru út í nafni Þróunarsamvinnustofnun- ar en nýtti sér síðan fjármunina í eigin þágu. Auk þess lagði hann fjármuni frá Þróunarsamvinnustofnun inn á bankareikning tengdadóttur sinnar. Jóhann lét af störfum hjá stofnuninni um miðjan janúar 2010 en þá hafði hann gegnt stöðunni síðan 2006. Í samtali við DV í mars 2010 játaði Jóhann sekt sína. „Þetta er bara mis- ferli með fé. Þetta eru ekki stórar upp- hæðir í sjálfu sér, ef maður hugsar um það sem er að gerast í kringum okkur. … Ég gerði mistök í starfi og verð bara að bíta í það súra epli eins og hver annar maður,“ sagði hann. „Ég er sek- ur hvað sem verður.“ n viktoria@dv.is E kki fékkst króna upp í kröfur í þrotabú kristilegu félagasam- takanna Ekron sem önnuðust meðal annars starfsþjálf- un og endurhæfingu óvirkra áfengis- og vímuefnaneytenda þar til í apríl 2011. Talsvert var fjallað um Ekron á þeim tíma en upp komu ásakanir á hendur forstöðumanni samtakanna um kynferðisbrot. Það mál var síðar fellt niður hjá embætti Ríkissaksóknara. Engar eignir – bara skuldir Ákvörðun var tekin í stjórn Ekron í apríl 2011 um að loka áfangaheimili samtakanna en frá þeirri ákvörðun var greint í Fréttablaðinu 26. apríl það ár. Ríkið og sveitarfélög höfðu árin á undan styrkt samtökin með þjón- ustusamningum en tímabundinn þjónustusamningur velferðarráðu- neytisins við Ekron rann út í maí 2011. Ekron, sem stofnað var í nóv- ember 2004, var úrskurðað gjald- þrota þann 31. október 2012 en í Lögbirtingablaðinu á miðvikudag var tilkynnt um að skiptum á búinu væri lokið. Kröfur í þrotabúið námu rétt tæplega 126 milljónum króna en samkvæmt tilkynningu skiptastjóra fundust engar eignir í búinu. Ekkert fékkst því upp í lýstar kröfur í búið og neyðast kröfuhafar til að afskrifa skuldir samtakanna. Ekki fengust upplýsingar um það hjá skiptastjóra hver stærsti kröfuhafi Ekron væri. Þar sem um félagasamtök er að ræða þá skilaði Ekron ekki ársreikningum og því engar upplýsingar að hafa um hvernig til skuldanna var stofnað. Á kristnum grunni Samtökin höfðu meðal annars það markmið að aðstoða óvirka alkó- hólista og fíkniefnaneytendur, öryrkja og alla þá sem ekki voru á vinnumark- aði með einstaklingsmiðaðri og at- vinnutengdri starfsþjálfun og endur- hæfingu. Samkvæmt stofngögnum samtakanna var félagið byggt á kristn- um grunni með reynsluspor og erfða- venjur AA-samtakanna að leiðar- ljósi. Samkvæmt sömu gögnum bauð Ekron, í gegnum starfsþjálfunar- verkefni sitt, upp á almenn þrif fyr- ir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, verkamannavinnu, búslóðaflutninga, geymslu og pökkun og símasölu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ekron rak þjálfunarstarfsemi á Grensásvegi 16 en áfangaheimili í Breiðholti en það var eingöngu ætlað þeim sem voru í starfsþjálfun og endurhæfingu. Var pláss fyrir um tíu til tólf manns á heimilinu. Velferð- arráðuneytið hafði þó ekkert með áfangaheimilið sjálft að gera þar sem um einkarekið búsetuúrræði var að ræða. Samningur ráðuneytisins náði aðeins til starfsendurhæfingarinnar á Grensásvegi. Kynferðisbrotamál fellt niður Í mánuðinum áður en ákveðið var að loka áfangaheimili Ekron kærði kona sem dvaldi þar forstöðumanninn Hjalta Kjartansson fyrir kynferðisbrot. Samkvæmt upplýsingum frá Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðis- brotadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, var málið rannsakað á sínum tíma og sent ríkissaksóknara. Að sögn Björgvins var málið á hendur forstöðumanninum fellt niður hjá og rannsókn hætt. Ekki náðist í Hjalta Kjartansson við vinnslu fréttarinnar. n Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is n Ekki króna upp í 126 milljóna kröfur n Ekron vann með fíklum Kristileg samtöK sKilja eftir sKuldir Skuldug samtök Kristilegu félagasamtökin Ekron skildu eftir sig um 126 milljóna króna skuldir við gjaldþrot. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Hjalti Kjartansson var forstöðu maður og framkvæmdastjóri Ekron. Myndir: Fréttablaðið Fleiri karlar kusu Í ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fór 20. október síðastliðinn voru 236.850 þús- und manns á kjörskrá og af þeim greiddu 115.890 atkvæði eða 48,9 prósent kjósenda. Kosningaþátt- taka karla var hærri en kvenna, 49,9% á móti 47,9% hlut kvenna. Þetta kemur fram í úttekt Hagstof- unnar á kosningunum. Í þjóðar- atkvæðagreiðslunni voru greidd atkvæði um tillögur stjórnlaga- ráðs að frumvarpi til stjórnskip- unarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd. Alls töldu 73.509 kjósendur að leggja ætti tillögur stjórnlaga- ráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Nýtt hótel við Hlemm Síðustu mánuði hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í húsnæði við Laugaveg 105, gamla Íslands- bankahúsinu gegnt Hlemmi. Fyrirhugað er að reisa þar nýtt hótel sem á að vera samblanda af hóteli, farfuglaheimili og veitingastað með bar. Hótelið mun bera nafnið Hlemmur Squ- are samkvæmt fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum þess en þar kom einnig fram að þrátt fyrir að framkvæmdum sé ekki lokið hafi nú verið bókaðar fjölmargar gistinætur af erlendum ferða- mönnum. Ólafía tekin við Ólafía B. Rafnsdóttir, nýr formað- ur VR, tók formlega við emb- ættinu á aðalfundi VR sem fram fór á miðvikudagskvöld. Ný stjórn og trúnaðarráð tóku einnig form- lega við á fundinum. Ólafía fjallaði um komandi kjarasamninga og sagði brýnt að verkalýðshreyfingin tæki forystu um nýja þjóðarsátt um stöðugleika á vinnumarkaði og fengi til liðs við sig vinnuveit- endur og stjórnvöld. Farið var yfir árskýrslu félagsins á fundinum og kom þar fram að afkoma félagsins árið 2012 hafi numið 659 milljón- um króna miðað við 588 milljónir króna árið á undan. Stórfelldur fjárdráttur Jóhann notaði fé stofnunarinnar í eigin þágu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.