Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 31
Viðtal 31Helgarblað 19.–21. apríl 2013 annan bíl og okkur sagt að ekki væri pláss fyrir hann í bílnum. Það var almyrkt. Það eru engar götulýsingar í þorpum sem þessum og fáir á ferli. Bílarnir lögðu af stað. Okkar síðast. Reyndar beið bílstjórinn dágóða stund eftir að hinir voru farnir áður en hann lagði af stað.“ Skildar eftir í læstum bíl „Hann hafði aðeins keyrt í stutta stund þegar hann stöðvaði bílinn úti í vegkanti. Hann sagði okkur að við þyrftum að bíða í fimm mín- útur. Við tókum eftir því að hann leit stöðugt í kringum sig og virtist vera að bíða eftir einhverju. Við spurðum hann af hverju hann stöðvaði bílinn, sögðumst hræddar um að missa af hópnum en annaðhvort skildi hann litla ensku eða hann þóttist ekki skilja okkur. Hann sýndi okkur litla hlut- tekningu. Eftir dágóða bið þá hélt hann aft- ur út á veginn og við í hópnum fórum að taka ró okkar á ný. Það entist ekki lengi. Skömmu síðar komum við að þorpi og þar stöðvaði hann aftur bíl- inn. Okkur til skelfingar steig hann út, læsti bílnum og fór. Hann skildi okkur eftir í læstum bílnum. Þarna sátum við í niðamyrkri í bílnum ein- ar og yfirgefnar og skelfingin byrjaði að grípa um sig. Karlmenn úr þorpinu hópuðust að bílnum, börðu á hann og reyndu að komast inn í hann. Við vorum farnar að gráta af angist, við vissum ekki hvar við vorum og vor- um allslausar enda farangurinn víðs- fjarri.“ Mannránið „Okkur fannst við bíða í heila eilífð, en ég trúi því að við höfum verið þarna í um fimmtán mínútur. Skyndilega kom stór vörubíll eftir veginum, á ofsahraða. Hann snarstöðvaði við bíl- inn okkar. Úr vörubílnum stökk ung- ur karlmaður með svartan klút yfir andlitinu svo rétt rifaði í augun. Hann hafði lykil að bílnum og opnaði hann og settist í bílstjórasætið. Hann stillti tónlistina í botn og ók af stað á ofsahraða án þess að skeyta um okkur. Við kölluðum margoft til bíl- stjórans og báðum um skýringar. Að hann lækkaði tónlistina og segði okk- ur hvert við værum að fara. En hann brást við með því að hlæja. Nú hafði mikil skelfing gripið um sig í hópnum. Einhverjar öskruðu, aðrar voru í losti, sumar grétu. Við reyndum að kalla á hjálp – bíl- stjórinn horfði á okkur með illilegu augnaráði á meðan hann talaði í sím- ann. Ég varð stjörf. Mér varð mjög flökurt og hugsaði aftur og aftur: Mér var rænt. Ég sé fjölskyldu mína aldrei aftur. Fas hans breyttist algjörlega við næsta símtal. Hann öskraði af reiði í símann og við sáum á honum að eitt- hvað hafði farið úrskeiðis í hans áætl- unum. Hann fór að keyra í hringi og við fundum á okkur að hlutirnir voru að snúast okkur í hag. Það reyndist rétt. Hann keyrði okkur loks á lestar- stöðina.“ Grunar stjórnendur um græsku Viðbrögð stjórnenda sjálfboðaliða- samtakanna voru engin þegar stúlk- urnar loks komu á lestarstöðina, að sögn Ástrósar. Enginn þeirra gekk til stúlknanna og spurði hvað amaði að. Af hverju þær kæmu langt á eftir öðr- um hópsmeðlimum. Skeytingarleysið var algjört og farangur þeirra hafði verið skilinn eftir í reiðileysi meðan stjórnendur héldu áfram för sinni á lestarpallinn. Sem betur fer fyrir stúlkurnar hafði lestinni seinkað. „Við sáum að farangur okkar lá bara úti á götu. Það var enginn að hirða um hann. Það var hending að enginn var búinn að taka hann. Þarna lá hann bara í hrúgu. Hópstjórinn var farinn með hópinn á lestarpallinn og hafði ekki hirt um að taka farangur okkar með. Ég gruna hann sterklega um að hafa verið með mannræningj- unum í liði. Hann var mjög hissa að sjá okkur þegar hann sá okkur. Ég kastaði upp ásamt fleirum og hríðskalf. Ég var í al- gjöru sjokki. Ég man ég sat á farangrinum á lestarstöðinni og hugsaði um næstu skref. Ég hugsaði: Allt í lagi – ég slapp. Þetta verður kannski allt í lagi. Áfram Ástrós – þetta verður allt í lagi – þetta er bara Indland. Reyndi að peppa mig upp í að halda áfram.“ Aldrei gert ráð fyrir henni í Goa Við tók tíu tíma lestarferð í glugga- lausri gámalest og vanlíðan stúlkn- anna var algjör. „Við fengum svona litla koju sem við gátum dvalið í með- an á lestarferðinni stóð. Ég fór upp í efri kojuna. Settist þar og breiddi jakka yfir höfuðið. Ég grét stanslaust allan tímann með ekka undir jakkan- um. Ég kann ekki að gráta öðruvísi en í hljóði.“ Þegar á leiðarenda var komið – til Goa – kom í ljós að það var ekki pláss þar fyrir þær átta stúlkur sem sluppu úr höndum mannræningjanna. Það hafði einfaldlega ekki verið gert ráð fyrir þeim á áfangastað og þær sendar í burtu á afvikinn stað. Þá brotnaði Ástrós endanlega niður. „Það var pláss fyrir alla nema okk- ur. Það var aldrei gert ráð fyrir því að við kæmumst á áfangastað. Við vorum sendar í burtu og gert að dvelja í hrörlegu húsi langt frá höf- uðstöðvum samtakanna. Þar vorum við skildar eftir í heimreiðinni með lykil að húsinu í hönd. Við gengum inn í húsið sem var vægast sagt í hræðilegu ásigkomu- lagi. Á neðri hæðinni bjó fjölskylda og okkur gert að dveljast á efri hæðinni. Þar voru fjórar dýnur á gólfinu, tve- ir plaststólar og salerniskamar á ris- lofti. Auðvitað er þetta Indland og ég ætlaðist ekki til að búa á fimm stjörnu hóteli. En það var ekkert þarna, ekki rennandi vatn, ekki ljósapera. Ekkert – og það rann upp fyrir mér ljós. Ég sá aðstæður mínar skýrt. Við áttum aldrei að komast til Goa. Ég gat ekki meira, ég féll saman. Heimurinn hrundi og ég hringdi heim til foreldra minna.“ Bresk mæðgin til bjargar Foreldrar Ástrósar voru í brúðkaups- afmælisferð í Egyptalandi þegar þau fengu neyðarkall frá henni. Rösklega var gengið í að bjarga henni heim og var hún komin til Íslands einum og hálfum sólarhring eftir símtalið. Hún segist aldrei munu hafa komist heim ef að hún hefði ekki hitt bresk mæðgin á flugvellinum í Goa sem tóku hana upp á arma sína. „Það tókst með miklum dug að koma mér heim. Ég hringdi í mömmu og hún heyrði strax að eitthvað mik- ið hefði komið upp á. Hún heyrði að ég var í algjöru taugaáfalli. Það eina sem hún vissi var að eitthvað mjög alvarlegt hefði komið fyrir og ég þyrfti að fara strax heim. Ég var mjög sam- hengislaus í minni frásögn því ég var í svo miklu áfalli. Hún hringdi í mig á fimm mínútna fresti og lýsti fyrir mér mismunandi leiðum sem ég gæti far- ið. Lokaniðurstaðan varð sú að ég flaug frá Goa til Mumbai og þaðan í gegnum London til Íslands. Ég trúi á verndarengla, sérstaklega eftir þetta. Móðir mín hafði beðið mig um að leita eftir góðlátlegum and- litum á flugvellinum í Goa. „Finndu einhvern á sömu leið og þú,“ sagði hún, viss um að gott fólk kæmi mér til bjargar. Ég skimaði í kringum mig. Grátbólgin og bar það utan á mér að hafa lent í miklu áfalli. Þá sá ég útund- an mér bresk mæðgin. Þau settust við hliðina á mér og keyptu sér samloku. Þau spurðu mig hvort ég væri ein á ferð og hvort allt væri í lagi. Ég rakti fyrir þeim sögu mína í stuttu máli og þau sýndu mér samkennd og komu mér til bjargar. Þau tóku mig að sér. Eins og ég væri litla barnið þeirra. Ég hefði ekki komist heim án þeirra. Ég var í svo slæmu ásigkomulagi. Þetta efldi trú mína á mannkyninu. Það er til gott fólk. Þau fengu að breyta flugsæt- unum og sitja við hliðina á mér. Þau höfðu farið þetta svo oft áður. Héldu í höndina á mér alla leið, klöppuðu mér og hughreystu.“ Þáði áfallahjálp Ástrós þáði áfallahjálp hjá áfallateymi Landspítalans við heimkomuna eftir ráðleggingu systur sinnar. „Áfallið var mikið í þessari bílferð. Hann mun alltaf sitja í mér, óttinn sem ég fann fyrir þegar ég hugsaði að ég kæm- ist aldrei heim, sæi ástvini mína ekki framar. Aldrei finnast. Ég var heppin. Ég slapp úr greip- um mannræningja. Ég trúi að mann- ránið hafi verið ætlað til mansals. Ég komst að því þegar ég kom heim að stjórnandi sjálfboðaliðasamtakanna var eftirlýstur af Interpol. Kærastinn minn, Hugi, sótti mig út á flugvöll og fór strax að hlúa að mér. Ég er líka svo heppin að ég á systur sem starfar sem meðferðaraðili, sem músíkþerapisti. Hún vinnur á geð- deild Landspítalans og þegar hún var búin að heyra í mér sagði hún mér að verða mér úti um áfallahjálp. Ég gerði það. Sá sem veitti mér áfallahjálpina fór með mér í gegnum þessa reynslu, skref fyrir skref og hvatti mig strax til að nýta hana í eitthvað gott. Það væri mögulega einhver ástæða fyrir því að ég hefði lent í þessu. Það væri einhver sem vildi opna augu mín fyrir þessu og ég mætti ekki bara loka á það, leggjast niður og gráta.“ Erfitt að kveðja drauminn Ástrós tókst að komast yfir áfallið með góðri hjálp. En henni fannst erfiðast að kveðja drauminn sem hún hafði átt svo lengi. „Mér fannst svolítið erfiður tími, þessar sjö vikur sem ég hefði átt að vera úti. Að kveðja drauminn. Um leið og sá tími var liðinn léttist þetta allt saman. Ég þurfti auðvitað að vinna svolítið í sjálfstraustinu. Ég kenndi mér svolítið um þetta – að ég hefði hundsað viðvörunarmerkin sem höfðu birst yfir vikuna. Af því ég er líka svolítið þessi týpa sem vill hafa allt á hreinu. Hugi og móðir mín ráðlögðu mér einmitt fyrir ferðina að slaka aðeins á. Leyfa hlutunum að gerast. Mamma sagði við mig: Þú þarft ekki alltaf að vera með allt á hreinu. Það situr svolítið í mér að hafa ekki bara verið ég sjálf. Hefði ég verið með allt á hreinu og verið með allt úti, þá trúði ég á tímabili að þetta hefði ekki gerst.“ Ástrós ákvað að nýta skelfi- lega reynslu sína til góðs. Lokaver- kefni hennar í BA-námi í stjórn- málafræði og fjallaði um viðbrögð „Ég hugsaði aftur og aftur: Ég sé fjöl- skyldu mína aldrei aftur. Hópstjórinn eftirlýstur af Interpol „Hópstjórinn var farinn með hópinn á lestarteinana og hafði ekki hirt um að taka farangurinn okkar með. Ég gruna hann sterklega um að hafa verið með mannræningjunum í liði,“ segir Ástrós og segist hafa komist að því við heim­ komuna að hann hafi verið eftirlýstur af Interpol. MyndIr SIGtryGGur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.