Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 37
 37Helgarblað 19.–21. apríl 2013 bankarán hafði lögregluforinginn Andre Stander komist upp með á áttunda áratug síðustu aldar áður en upp um hann komst. Hann var yfirmaður hjá Kempton Park- lögreglunni í Suður-Afríku og drýgði tekjur sínar með ránum. Hann fór fyrir „Stander genginu“ alræmda og var, merkilegt nokk, jafnan fyrstur lögreglumanna á vettvang.30 J ohn Myles Sharpe fæddist 28. febrúar, 1967, í Morning­ ton í Ástralíu og ólst upp á þeim slóðum. Hann kynntist Önnu Kemp á Nýja­Sjálandi, þar sem þau unnu bæði í Ástralska samveldis bankanum. Þau gengu í hjónaband síðla árs 1994 og bjuggu á hinum ýmsu stöðum á Mornington­ skaganum, suður af Melbourne. Þau eignuðust dóttur, Gracie Luise, í ágúst 2002, en Grace glímdi við mjaðmamein frá fæðingu og fyrstu þrjá mánuði lífs síns þurfti hún að nota sérstakt stoðbelti. Það hafði án efa áhrif á Gracie; hún var grát­ gjörn og glímdi við svefnörðugleika – sem virtist setja mark sitt á hjóna­ band John og Önnu. Jafnvel eftir að Gracie losnaði við stoðbeltið átti hún erfitt með að matast og svefnörðugleikar hennar heyrðu ekki sögunni til. Að lokum fór svo að Anna leitað aðstoðar fag­ manneskju vegna vandans. Áberandi spenna Árið 2003 keypti John sér skutulbyssu og tvo skutla – sem kom mörgum á óvart þar sem hann hafði aldrei látið í ljósi áhuga á fiskveiðum af þeim toga – og æfði sig að meðhöndla vopnið í bakgarði þáverandi heim­ ilis fjölskyldunnar í Spinnaker Rise. Skömmu síðar festu hjónin kaup á húsi í Mornington – Prince­stræti númer 116. Í nóvember 2003 jókst enn frekar á spennu með hjónunum þegar Anna tilkynnti John að hún væri ekki kona einsömul. Þegar þar var komið sögu var Gracie 15 mánaða og John hugnaðist ekki að eignast annað barn – eitt barn var næg byrði að bera að hans mati. Svo slæmt varð ástandið að John lagði nánast fæð á Önnu og hið ófædda barn og gestir í afmælisboði sem hjónin voru í, í mars 2004, komust ekki hjá að veita athygli mikilli spennu og stuttum kveikjuþræði í samskiptum John og Önnu. Uppiskroppa með skutla Að kvöldi 23. mars, 2004, rifust hjón­ in, enn og aftur, áður en þau tóku á sig náðir um tíu leytið. Skömmu síð­ ar fór John fram úr náði í skutulbyss­ una. Með byssuna aðeins í nokkurra sentímetra fjarlægð frá andliti Önnu hleypti hann af. Skutullinn lenti vinstra megin í enni barnshafandi eiginkonu hans. John sá að Anna var enn með lífsmarki og skaut öðrum skutli beint í höfuð hennar og varð það bani hennar. John breiddi yfir lík­ ið og fór niður á neðri hæð hússins og lagðist til svefns í sófanum í stofunni. Daginn eftir reyndi John án ár­ angurs að losa skutlana úr höfði Önnu, en tókst þó að skrúfa þá í sundur þannig að aðeins oddarnir sátu eftir. Hann fór með Gracie á leikskól­ ann og sótti hana síðar um daginn. Síðan gróf hann lík eiginkonu sinnar í grunnri gröf í bakgarðinum. En hann var orðinn uppiskroppa með skutla og því fór hann með dóttur sína í sportveiðiverslun og festi kaup á skutli fyrir byssuna. Gracie myrt Fjórum dögum eftir morðið á Önnu svæfði John Gracie og fékk sér síðan nokkur glös af viskíi í kók, til að „deyfa skynfærin“. Síðan náði hann í skutul­ byssuna, hlóð hana með nýja skutl­ inum og skaut Gracie í höfuðið. En Gracie dó ekki en grét háum og sker­ andi gráti. John náði þá í sköftin sem hann hafði skrúfað af hinum tveimur skutlunum sínum, hlóð skutulbyss­ una með þeim og skaut þeim báðum í höfuð dóttur sinnar. En Gracie lifði enn. John dró þá einn skutulinn úr höfði dóttur sinn­ ar, hlóð byssuna aftur og skaut hana í höfuðið í fjórða sinn. Það dugði til. Morguninn eftir fjarlægði hann skutlana úr höfði Gracie, vafði lík hennar inn í ruslapoka og vaxdúk og reyrði utan um með einangrunarlím­ bandi. Hann losaði sig við líkið á sorphirðustöð Mornington og notaði tækifærið til að losa sig við skutul­ byssuna, skutlana og eitthvað af fatn­ aði og leikföngum Gracie. Mæðgnanna saknað Í verkfæraverslun í Frankston festi John, tveimur dögum eftir morðið á Gracie, kaup á einangrunarlím­ bandi, vaxdúk og rafmagnssög. Sama dag gróf hann lík Önnu upp, hlutaði það í þrennt, vafði líkamshlutun­ um inn í vaxdúk og losaði sig við allt heila klabbið; líkamshlutana og sög­ ina, á sorphirðustöð Mornington. Samdægur sendi hann fjölskyldu Önnu á Nýja­Sjálandi rafrænan póst þar sem hann gaf í skyn að Önnu liði vel. Hvað vakti fyrir honum er ekki vitað en orðsendingin hafði þver­ öfug áhrif á móður Önnu, sem hafði samband við lögregluna í Dunedin á Nýja­Sjálandi og sagði að dóttir hennar væri horfin. Þegar til kom fullyrti John að eigin kona hans hefði flutt með dóttur þeirra í Chelsea­úthverfið í Melbourne og hann hefði engar frek­ ari upplýsingar og væri á engan hátt bendlaður við hvarf hennar. John handtekinn Í maímánuði 2004 baðaði John sig í sviðsljósi fjölmiðla, veitti ófá við­ töl þar sem hann tjáði sig um hvarf Önnu og Gracie. Hann lýsti fjálglega ást sinni til Önnu í sjónvarpsávarpi sem beint var sérstaklega til hennar: Ég elska þig enn og þú ert móðir okk­ ar fallegu dóttur, Gracie, sem við bæði dáum meira en nokkurn annan.“ Einnig biðlaði John til fólks að gefa sig fram ef það hefði einhverjar upplýs­ ingar um verustað mæðgnanna. En lögreglan hafði í auknum mæli fengið áhuga á málinu og 20. maí, 2004, ræddi hún við John á heim­ ili hans, og 10. júní var hann aftur tekinn til viðtals. En hann sat fastur við sinn keip – Anna hafði farið að heiman, af eigin hvötum, þann 23. mars. Eitthvað hefur John verið ótrú­ verðugur í augum lögreglunnar því hann var handtekinn 22. júní. Fyrst um sinn hélt hann fast við frásögn sína en um síðir, eftir að hafa rætt við fjölskyldu sína, játaði hann á sig bæði morðin. Mögulegt barnaníð Sagðist John hafa fyrirkomið eigin­ konu sinni því hún hefði verið „stjórnsöm og mislynd“ og hjóna­ bandið hamingjusnautt: „Ég hafði hugsað mér að hugsa um Gracie upp á eigin spýtur, en í þessu brjál­ æði öllu saman … þá missti ég stjórnina.“ Sú kenning komst á kreik að John hefði myrt Önnu því hún hefði kom­ ist á snoðir um að hann misnotaði Gracie, og einhver bréf kunna að hafa rennt stoðum undir þá kenn­ ingu. Í kjölfar viðamikillar leitar í land­ fyllingu í Mornington fann lögreglan líkamsleifar hvort tveggja móður og dóttur. Við réttarhöld játaði John sig sek­ an og 5. ágúst, 2005, fékk hann tvo lífstíðardóma, sem hann skyldi af­ plána annan á eftir hinum. Málið fékk mikla umfjöllun í áströlskum fjölmiðlum og fékk John viðurnefn­ in Skutulbyssumorðinginn og Morn­ ingtonskrímslið. John Myles Sharpe mun geta sótt um reynslulausn árið 2037. n MorningtonskríMslið n John Sharpe myrti eiginkonu sína og dóttur n Beitti skutulbyssu við morðin Sharpe-fjölskyldan Anna og Gracie hlutu hryllilegan dauðdaga. Skutulbyssu- morðinginn Þurfti fjórar tilraunir til að myrða dóttur sína. „ John dró þá einn skutulinn úr höfði dóttur sinnar, hlóð byss- una aftur og skaut hana í höfuðið í fjórða sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.