Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað „Við höfum þurft að berjast“ n Konurnar sem kveðja þingið n Margt breyst til batnaðar en draumheimar eru fjarri n Haldið frá ákvörðunum n Styrkur að sjá konu taka forystuna S iv Friðleifsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólöf Nordal og Lilja Mósesdóttir ræða stöðu kvenna í áhrifa- stöðum og pólitík út frá eigin reynslu. Að þeirra mati skiptir máli að konur komist til áhrifa á þingi sem og annars staðar í samfélaginu, annað sé hættulegt lýðræðinu. Þá er það þeirra reynsla að konur og karlar nálgist völd með ólíkum hætti og að viðhorf til karla og kvenna í valdastöðum sé ólík og umræðan eftir því. Þó að formleg staða þeirra væri áhrifamikil sögðu þær að það hafi ekki alltaf verið sjálfsagt að þær hafi verið hafðar með í ráðum þegar kom að ákvarðanatöku, ekki fyrr en kannski á seinni stigum málsins þegar karlarnir voru búnir að tala sig saman og gera upp hug sinn. Spurningarnar voru sendar út á allar konur sem tóku ákvörðun um að kveðja þingið en sumar treystu sér ekki til þess að svara, vegna anna, vegna þess að spurningarnar „snertu viðkvæm atriði“ sem þær voru ekki tilbúnar til þess að deila með þjóðinni eða vegna kosninganna framundan. Ein sagði þó að það skipti alltaf máli hvort þú værir kona eða karl í pólitík. Það væri þó munur á því hvernig tekið væri á konum sem fljóta með straumnum og fylgja þeim sem er við stjórnvölinn hverju sinni eða konum með sjálfstæðar skoðanir sem eru þar með „hættulegar“. „Slík kona á margfalt erfiðara uppdráttar og fær að finna harkalega fyrir því innan flokks- ins jafnvel þótt hún njóti virðingar fólks innan allra flokka fyrir starf sitt. „Kúltúrinn“ innan flokkanna þyrfti að breytast og þar þyrftu bæði karlar og konur að leggja sitt af mörkum, sem og þeir sem fjalla um pólitík. Eina konan í ríkisstjórn Nú hefur verið mikil umræða um kon- ur og völd. Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum? Siv: Já, það skiptir gríðarlegu máli. Samfélagið væri allt annað ef einung- is karlar væru í áhrifastöðum. Konur hafa aðra sýn á mörg mál og aðra nálgun. Fyrir mér er ekki lýðræði þar sem annað kynið ræður öllu. Ég er jafnréttissinni og mun beita mér áfram fyrir því að konur hasli sér völl í stjórnmálum þótt ég hætti sjálf á þingi. Þorgerður Katrín: Það skiptir miklu máli að konur séu við völd. Reynslan sýnir að það skipti máli að konur með ólíkan bakgrunn séu í stjórnmálum rétt eins og ólík- ir karlar einokuðu stjórnmálin lengi vel. Reyndar tel ég að það skipti afar miklu máli að konur séu úti um allt í áhrifastöðum. Af því að þær hafa flestar aðra nálgun, aðra hugsun og annan reynsluheim en karlar. Það er ekkert heilbrigt við það að karlar séu einir í stjórnunarstöðum. Það skiptir máli að það sem konur hafi fram að færa komist líka áleiðis, jafn ólíkar og þær eru. Þetta má ekki vera einn karlaheimur. Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fyrir fjórtán árum hefur margt breyst til batnaðar. Það á bæði við um þing- ið sem vinnustað og eins stjórnmál- in í heild sinni. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var eina konan fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn á sín- um tíma. Síðan kom Sigríður Anna inn og án þess að við værum að bera okkur sérstaklega saman þá var samt mikill munur að hafa hana með og vera ekki lengur eina konan í stráka- hópnum. Því fleiri því sterkari saman. En hún var því miður allt of stutt inni í ríkisstjórn og ég fann aftur mikinn mun á því þegar hún hvarf úr ríkis- stjórninni við það að í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fækkaði um einn. Fyrir okkur skiptir það máli, bæði meðvitað og ómeðvitað, að finna að við erum margar. Þessi umræða um hæfasta einstaklinginn er gamaldags röksemdafærsla sem ég nenni ekki að hlusta á lengur. Við eigum nóg af kon- um og körlum sem eru hæf til þess að gegna áhrifastöðum og þá er eins gott að kynjaskiptingin sé jöfn. Það þarf engar reglur til þess, fólk þarf bara að vera meðvitað um þetta. Þess vegna voru skilaboð Bjarna Benediktssonar á landsfundi um jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórn mikilvæg. Það má aldrei ekki gerast aftur að ein kona sé notuð sem táknmynd þess að það sé allt í lagi hjá stjórn- málaflokknum þegar henni er stillt upp í fremstu röð. Það má ekki gera konum þetta því það getur engin ein kona verið sönnun þess að það sé allt í lagi með jafnréttismálin. En sem betur fer hefur þetta breyst mjög mik- ið og þegar ég horfi á minn flokk þá sé ég sterkar konur í forystunni, eins og Hönnu Birnu, Ragnheiðarnar tvær, Elínu og Ríkharðsdóttur og svo margar fleiri þannig að þetta hefur breyst gríðarlega mikið á þeim tíma sem ég hef verið virk í pólitík. Ólöf: Já, það skiptir máli. Við kon- ur lítum gjarnan öðruvísi á hlutina en karlar gera. Við bregðumst við á ólík- an máta og mér finnst skipta máli að við konur reynum ekki að herma eftir körlunum heldur leggjum áherslu á okkar eigin styrkleika. Það er að mínu mati mjög brýnt að viðhorf kvenna setji mark sitt á alla þætti samfélags- ins. Heilbrigð blanda karla og kvenna í áhrifastöðum skilar okkur betri ár- angri er ég sannfærð um. Lilja: Ísland sker sig úr hvað varð- ar atvinnuþátttöku kvenna og hlutfall þeirra meðal kjörinna fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum eftir hrun. Mikil- vægt er að halda þessari sérstöðu en tiltölulega jöfn þátttaka kvenna og karla er forsenda þess að samfélagið fái notið ávinningsins af fjölbreyttum skoðunum og vinnulagi. Einsleitar skoðanir um ágæti óhefts markaðs- búskapar og vinnubrögð sem ein- kenndust af mikilli áhættuhegðun áttu sinn þátt í hruninu. Nálgast völd með ólíkum hætti Nú hefur þú verið í áhrifastöðu, hefur þú orðið vör við einhvern mun á því hvernig kynin nálgast völd og valda- stöður? Siv: Að mínu mati vanda konur sig almennt meira, eru samviskusamari og taka oft ígrundaðri ákvarðanir en karlarnir. Þær eru ekki eins áhættu- sæknar og setja sig gjarnan í spor annarra, líta oft betur til heildarhags- muna. Þorgerður Katrín: Mín reynsla er sú að flestar konur telja það hluta af valdi að tala saman og vinna saman, það sé hluti af því að hafa vald að út- 1916-1919 1919-1931 1931-1938 1946-1949 1949-1953 1953-1956 1918-1946 1959-1963 1963-1971 1974-1983 1956-1959 1983-1987 1987-1990 1993-1995 1996 1998 1991 1999-2002 2009-2010 20112007 20082005 20062003 2004 Konur á þingi n Karlar n Konur „Það má aldrei gerast aftur að ein kona sé notuð sem tákn- mynd þess að það sé allt í lagi hjá stjórnmálaflokkn- um þegar henni er stillt upp í fremstu röð. Það má ekki gera konum þetta. Þorgerður Katrín Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.