Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Side 9
Fréttir 9Helgarblað 19.–21. apríl 2013 KR-ingur vann átta milljónir KR-ingur einn datt heldur betur í lukkupottinn á miðvikudag þegar hann tippaði á leiki á svokölluðum miðvikudagsseðli Íslenskra getrauna í vikunni. Hann var með þrettán rétta og hlaut rúmar átta milljónir króna í skattfrjálsan vinning. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskum get- raunum kostaði miðinn við- komandi 304 krónur og ávaxtaði hann því krónurnar vel. Mun hann hafa tvítryggt fjóra leiki og sett 1 merki á níu leiki og allt gekk þetta upp hjá honum. „Ég hataði þennan mann“ Gústaf Reynir Gylfason var á miðvikudag dæmdur í þriggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkams- árás. Gústaf réðst þann 10. febr- úar í fyrra á mann sem tengist honum fjölskylduböndum, sló hann í höfuð og barði hann með þungum stól. Í dómsúrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að Gústaf taldi sig eiga harma að hefna gagnvart manninum. Móðir Gústafs er bróðurdóttir mannsins og hefur hún sakað hann um kynferðislega misnotk- un sem átti sér stað er hún var barn. Fleiri konur hafa sakað manninn um slíkt og hafa tvær þeirra lagt fram kæru til lög- reglunnar. Málin eru í rannsókn hjá lögreglu en eru að líkindum fyrnd. Gústaf játaði á sig öll brotin og gerði það skýlaust. Hann lýsti atburðum kvöldsins svo að hann hefði verið á göngu fram- hjá húsi brotaþola. Gústaf var mjög ölvaður, en sagði að það hefði „smollið“ eitthvað í huga hans og það hefði verið „skyndi- hugdetta“ að ráðast á manninn. Hann sagðist hata manninn af öllum lífs og sálar kröftum og að hann hefði gert það frá barns- aldri. „Ég hataði þennan mann. Það er ekkert leyndarmál; … Ég hataði hann af öllu mínu hjarta,“ sagði Gústaf fyrir dómi. Hann sagðist hafa brotið rúðu á húsi brotaþola með því að nota tvo stóra grjóthnullunga. Þannig komst hann inn í stofu hússins, en skar sig á rúðubrotum. Gústaf sagðist ekki muna hvað hefði gerst næst og að hann myndi ekkert eftir árásinni fyrir utan upphaf hennar og að hann hafi rankað við sér þegar hann hitti fyrir lögreglumann fyrir utan húsið eftir árásina. Mál hjúkrunarfræðingsins er einsdæmi n Ljóst að brotavilji konunnar var einbeittur E lsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir mál starfs- mannsins á Landspítalanum sem starfaði sem hjúkrunarfræðing- ur án þess að hafa lokið námi, vera einsdæmi hér á landi. Konan sem um ræðir hafði starf- að á krabbameinsdeild Landspítal- ans í tvö ár áður en í ljós kom að hún hafði einungis lokið tveimur árum af fjórum í hjúkrunarfræðinámi. Konunni var vikið tafarlaust frá störfum þegar málið komst upp kjöl- far innra eftirlits hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Konan var ekki á félagaskrá og við nánari athugun uppgötvaðist að hún hafði ekki lokið námi. Elsa segir ekki skyldu að vera í félaginu. „Það kemur alltaf reglulega upp svona misræmi en á sér þá alltaf ein- hverjar skýringar, eins og til dæmis að fólk sé búið að ljúka námi en hafi ekki sótt um hjúkrunarleyfi af ein- hverjum ástæðum,“ segir Elsa. Björn Zoëga, forstjóri Landspítal- ans, segir að svo virðist sem brotavilji konunnar hafi verið einbeittur. „Það sást í nokkur skipti við innra eftirlit hjá okkur að viðkomandi hafði ekki skilað inn hjúkrunarleyfi. Þá var minnt á það og því lofað að leyfinu yrði skilað inn.“ Það gerði konan hins vegar aldrei. Hann segir ástæður þess að konan fékk að starfa svo lengi á spítalanum án þess að gengið væri fyllilega úr skugga um að hún væri raunverulega hjúkrunarfræðingur, vera bæði skort á eftirfylgni vegna yfir mannaskipta og kunningsskapur. „Eins og oft gerist á Íslandi þá er því bara treyst að fólk skili inn hlutunum og svo er ekkert meira hugsað um það.“ Honum þykir líklegt að málið verði kært til lögreglu. Björn segir að í fljótu bragði líti ekki út fyrir að starfsmaðurinn hafi valdið tjóni í störfum sínum á spít- alanum. Hann bætir hins vegar við að það sé ekki spítalans að rannsaka það. Björn segir aðalatriðið nú að læra af mistökunum til að hægt sé að bæta eftirlitið í framtíðinni. „Við höfum skoðað þetta mjög nákvæm- lega okkar megin frá og erum enn- þá að því.“ Björn bendir á að alvöru rannsókn geti spítalinn þó ekki gert á sjálfum sér, en það sé höndum land- læknisembættisins að sjá um það. n Líklega kært Björn Zoëga segir eðlilegt að mál sem þessi séu kærð til lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.