Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 22
22 Erlent 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Óttast nornaveiðar í Boston n „Okkar versta sjálf kemur fram á svona stundum.“ Þ að hljóta að vera hundruð, ef ekki þúsundir, mynda, mynd- banda og annarra sönnunar- gagna frá marklínunni,“ sagði Timothy Alben, lögregluforingi hjá ríkislögreglunni í Massachusetts á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Rannsóknin á sprengjutilræðinu í Boston-maraþoninu á mánudaginn hefur tekið óvænta stefnu eftir að Al- ben bað almenning um að liðsinna lögreglunni við að finna tilræðis- manninn eða -mennina. „Það gæti verið að þér finnist eitthvað atriði smávægilegt, en það gæti hjálpað til við rannsóknina,“ sagði Alben og bað almenning um að hafa augun opin. Lögreglan telur að sökudólgur- inn hafi borið sprengjuna í svörtum bakpoka en hún var gerð með notk- un sex lítra hraðsuðupotts. Nú hefur fjöldi mynda sem tengjast málinu fundist. Á fimmtudaginn voru komn- ar fram á vefsíðunni imgur.com alls 57 myndir af mönnum nærri marklínunni með svarta bakpoka og á vefsíðunni Reddit höfðu 1.700 not- endur sent frá sér myndir sem þeir töldu sýna sökudólginn á ferð. Sjálf hefur lögreglan gefið út að hún hafi í sínum fórum myndir af tveimur sem gætu verið grunaðir. Sumir óttast nornaveiðar í kjölfar myndbirtinganna. „Það er eiginlega ómögulegt að allir þeir sem múgur- inn hefur bendlað við málið séu sekir – nema kannski að um ógnarstórt samsæri sé að ræða,“ sagði Andrew Leonard, höfundur hjá hinu virta vefriti Salon: „Það þýðir því miður að hópur áhugamanna er í raun að sverta mannorð saklauss fólks með því að segja það bera ábyrgð á þess- um hræðilega glæp. Okkar versta sjálf kemur fram á svona stundum.“ Í svipaðan streng tekur Alexis C. Madrigal, ritstjóri hjá The Atlantic. „Ímyndið ykkur að fólk stæði úti á götu í Boston í óða önn að benda á þá sem eru á þessu myndum – sak- andi þá um hryðjuverk.“ Rannsókn- inni miðar áfram. n simon@dv.is Myrtu sofandi ógæfuMann n Manaði vin sinn til að ráðast á manninn n Þriðji bróðirinn myrti í fyrra„Þú ert sorg­ leg og aumk­ unarverð manneskja B arnungir breskir bræður, 14 og 17 ára, auk vinar þeirra, 14 ára, hafa verið dæmdir í sex, átta og tólf ára fang- elsi fyrir hrottafengið morð á varnarlausum ógæfumanni sem lá sofandi fyrir utan verslunarmiðstöð. Conor, eldri bróðirinn, manaði ann- an yngri drenginn, Simon Evans, til að berja þann heimilislausa. „Ég er viss um að þú hefur það ekki í þér að lemja hann,“ sagði Connor við Simon skömmu áður en árásin átti sér stað. Simon lét til leið- ast og byrjaði að sparka í heimilis- lausa manninn sem átti sér einskis ills von, þar sem hann svaf fyrir utan verslunarmiðstöð í Liverpool. Fljót- lega slóst Connor í hópinn og byrjaði að hoppa ofan á bringu mannsins, sem lá óvígur á götunni. Á meðan stóð yngri bróðir hans, Brandon, á verði. Daily Mail greinir frá málinu á vefsíðu sinni. Linda Doran, móðir drengjanna Brandons Doran, 14 ára, og Connors Doran, 17 ára, hlaut einnig fangelsisdóm fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Eldri bróðir þeirra myrti líka Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn eitthvað á þá leið að fram- ganga þeirra, tilefnislaus líkams- árás með slíku ofbeldi á saklausan mann, væri ömurlegur vitnisburður um samfélagið. Móðir drengjanna tveggja, Linda, hlaut 30 mánaða dóm fyrir að reyna að útbúa fals- aða fjarvistarsönnun fyrir drengina. Þriðji sonur hennar, Ryan Doran, var síðastliðið haust dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir að ráðast að tilefnis- lausu á föður á skyndibitastað – og ráða honum bana. Dómarinn ávarpaði drengina þrjá við dómsuppkvaðninguna á dögunum og sagði: „Hver og einn ykkar hefur með þátttöku ykkar í þessum hryllilega ofbeldisverkn- aði fyrirgert rétti sínum til að njóta frelsis það sem eftir er æsku ykkar.“ Hann sagði enn fremur að gjörð- ir þeirra bræðra afhjúpuðu slæmar fjölskylduaðstæður þeirra og slæmt uppeldi. „Þar ber Linda Doran mikla ábyrgð.“ Hann dæmdi forsprakk- ann, Connor, í 12 ára fangelsi hið minnsta, Simon í átta ára fangelsi og yngri bróðurinn, þann sem stóð á vakt, í sex ára fangelsi. Þeim var til viðbótar sagt að þeir yrðu innilokað- ir þar til innanríkisráðuneytið sam- þykkti lausn þeirra. „Sorgleg manneskja“ Dómarinn var ómyrkur í máli í garð móður drengjanna. „Þú ert sorgleg og aumkunarverð manneskja. Núna horfir þú á eftir tveimur yngstu son- um þínum í fangelsi fyrir morð. Það var skylda þín að vernda og kenna strákunum þínum muninn á réttu og röngu, sama hvað það kostaði. Framganga þín í málinu tafði fram- gang réttvísinnar og lagði aukið álag á lögregluna, sem hefur nóg á sinni könnu. Linda Doran sýndi engin svipbrigði þegar dómarinn beindi orðum sínum til hennar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni þjáðist af áfengissýki og var ekki góð- ur til heilsunnar. Hann hafði innbyrt 10 til 12 bjóra þegar á hann var ráð- ist, að því er saksóknarinn í málinu greindi frá. „Hann gerði ekkert sem verðskuldaði að á hann yrði ráðist.“ Maðurinn kom sér fyrir fyrir utan Iceland-verslun í Walton í Liverpool, skömmu eftir miðnætti, með nokkra bjóra sér við hlið. Þar fannst hann um morguninn, þar sem hann lá í blóði sínu, nær dauða en lífi. Hann lést af blóðeitrun sex dögum eftir árásina. Hann hlaut samfallið lunga, fjölmörg beinbrot og innvortis blæð- ingar í árásinni sem átti sér stað þann 17. ágúst í fyrra. Einn felldi tár Connor sýndi engin svipbrigði þegar dómarinn beindi orðum sínum að honum, og ekki heldur Simon sem réðst fyrst á manninn. Yngri bróð- irinn, sá sem stóð á verði, felldi tár þegar dómarinn sagði honum að hann gæti í fyrsta lagi sótt um reynslulausn þegar hann yrði 22 ára. „Þú gerðir ekkert til að stöðva félaga þína, gerðir ekki minnstu tilraun til þess, þó þú hafir ekki tekið beinan þátt sjálfur.“ n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Stóð á vaktinni Brandon Doran gerði ekkert til að stöðva félaga sína. Lét til leiðast Simon Evans lét Connor ekki segja sér tvisvar að hann þorði ekki að ráðast á manninn. Hvatti til árásarinnar Connor Doran egndi fjórtán ára félaga sinn til árásinnar og hjálpaði svo til. Líka dæmd Móðir drengjanna tveggja reyndi reyndi að falsa fjarvistarsönnun fyrir drengina. Tugir létu lífið í Írak Á meðan Bandaríkjamenn náðu áttum eftir sprengjuárásina í Boston-maraþoninu, sem kostaði þrjú mannslíf, á mánudag bárust þær fréttir frá Írak að samtals hefðu 42 látið lífið og 257 særst í röð sprengjutilræða í landinu. Tvær af sprengjunum sprungu nærri alþjóðaflugvellinum í Bagdad. Flest sprengjutilræðin áttu sér stað á svæðum í Bagdad þar sem sjíta-múslímar halda til. Hryðjuverkamenn innan al-Kaída hafa lýst sprengjutilræðunum á hendur sér. Héraðskosningar verða haldnar í Írak um helgina og hafa stjórnmálamenn áhyggj- ur af því að ofbeldið kunni að hafa áhrif á kjörsókn ef kjósend- ur þora ekki á kjörstað af ótta við sprengjutilræði. Hrossakjöt í 5% tilfella Fáir þú þér bita af einhverju sem búið er til úr því sem þú telur að sé nautahakk í Evrópu eru fimm prósenta líkur á að það sé í raun búið til úr hrossakjöti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Evrópu- sambandsins sem tók til 27 þjóða en ráðist var í hana eftir að hrossa- kjötshneykslið komst í hámæli í Evrópu í upphafi árs. Samkvæmt niðurstöðunum er staða þessara mála verst í Frakklandi og Grikk- landi. Til að bíta höfuðið af skömminni þá fannst hið bann- aða dýraverkjalyf phenylbutazone í 0,5 prósentum þess hrossakjöts sem uppgötvaðist. Það er skað- legt heilsu manna. ESB lofar að strangari reglur og viðurlög verði við brotum gegn merkingu mat- væla. Á vettvangi Lögreglan hefur beðið almenning um liðsinni í rannsókninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.