Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 27
Umræða 27Helgarblað 19.–21. apríl 2013 Þ að var sagt að Bill Clinton hafi haft þessi orð á miða fyrir framan sig í baráttunni um forsetaembættið hér á árum áður. Clinton hafði þann einstaka hæfileika að getað tengt saman mikilvæg efnahagsmál við daglegt líf borgaranna. Skilaboð hans til bandarísku þjóðarinnar voru m.a. þau að ef efnahagslífið er ekki í lagi, þá verður daglegt líf okkar allt miklu erfiðara. Ég ætla að gera þá játningu hér að mér finnst þessi kosningabarátta einkennast af því að við Íslendingar ætlum okkur ekki að ræða um efnahagsmál, að minnsta kosti ekki mikið. En skilaboð Clint­ on til bandarísku þjóðarinnar eiga jafn mikið erindi til okkar og jafnvel enn frekar ef vel er að gáð. Ég ætla í þessari grein að nefna nokkur atriði sem snúa að efnahagsmálum okkar, atriði sem hafa mikil áhrif á það hvernig okkur tekst að gera daglegt líf okkar bærilega í þessu landi. Fjárfesting, atvinna og laun Grundvöllur þess að verðmætasköp­ un vaxi jafnt og þétt er að atvinnu­ lífið fjárfesti í vélum og tækjum. Þannig aukum við framleiðni (verð­ mæti sem verða til á hverri vinnu­ stund) ásamt því að framleiðslan eykst. Fjárfestingar atvinnulífsins eru því grundvöllur nýrra starfa og um leið forsenda þess að hægt sé að hækka laun. Það var vitað að í kjölfar bankahrunsins myndi fjár­ festing dragast saman. En jafn ljóst var að allar forsendur voru fyrir því að hún ætti að aukast hratt þegar um 2 ár væru liðin frá hruninu. Því miður hafa þær spár ekki gengið eftir. Í fyrra fjárfesti atvinnulífið svo lítið að það dugði varla fyrir viðhaldi véla og tækja. Og spár benda til þess að fjárfestingin verði jafnvel minni í ár heldur en hún var í fyrra. Þetta er stóralvarlegt mál, og afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður gripið í taumana strax. Hverjar verða afleiðingarnar? Atvinna Við Íslendingar erum enn nokkuð ung þjóð, a.m.k. borið saman við langflestar þjóðir Evrópu. Á ári hverju koma því fleiri inn á vinnu­ markaðinn heldur en fara út af hon­ um vegna aldurs. Við þurfum því að finna atvinnu fyrir þennan nýja hóp og sú atvinna verður einungis til ef atvinnulífið er að auka umsvif sín. Lykilatriði hvað það varðar eru fjár­ festingarnar. Ef þær eru of litlar þá verða ekki til ný störf í nægjanlegum mæli til þess að taka á móti aukn­ ingunni, hvað þá að það gangi að vinna á atvinnuleysinu. Og daglegt líf þeirra sem ganga um atvinnu­ lausir er ekki öfundsvert. Laun Hagvísindi eru stundum nefnd hin döpru vísindi; fyrir því er góð og gild ástæða. Ég hef ekki hitt fyrir þann mann sem ekki telur að hann gæti þegið hærri laun og víst er að allt of margir hafa of lág laun og ná vart endum saman. Vandinn er sá að launin geta ekki hækkað meira en sem nemur aukinni framleiðni í hagkerfinu. Þetta er auðvitað fremur dapurlegt, auðvitað væri betra ef við gætum hækkað launin þannig að allir yrðu ánægðir. En ef launin hækka umfram það sem atvinnulíf­ ið getur staðið undir þá gerist bara eitt: verðbólgan étur upp launa­ hækkunina og allir standa eftir í verri stöðu en áður. Þetta þekkjum við mjög vel frá árunum fyrir þjóðar­ sátt, víxlgengi launa og verðlags var það kallað og við töluðum varla um annað á Íslandi í marga áratugi. Og vegna þess að fjárfestingarnar eru of litlar er hagvöxturinn of lítill og þess vegna er ekki innistæða fyrir launa­ hækkunum sem samið var um síð­ ast. Þessi staðreynd er ein af ástæð­ um þess að verðbólgan hefur verið of mikil. Aðsent Illugi Gunnarsson „Við þurfum því að finna atvinnu fyrir þennan nýja hóp og sú atvinna verður einungis til ef atvinnulífið er að auka umsvif sín. It́ s the economy, stupid Draumur um annað hrun? E f marka má nýjar skoðana­ kannanir ætlar ríflega helm­ ingur kjósenda að kjósa gömlu helmingaskiptaflokk­ ana sem hér hafa lengst af ráðið ríkjum síðan á fyrri hluta síð­ ustu aldar. Framsókn og Sjálfstæðis­ flokkur voru saman í ríkisstjórn um og eftir aldamótin. Á þeim árum skapaðist ástand sem fyrrv. ritstjóri Moggans lýsti ágætlega í erindi á fundi Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó í fyrra: „Við búum í samfélagi sem að er, og hefur í hundrað ár og kannski miklu lengur, verið í heljargreip­ um hagsmunasamtaka, ættar­ velda eða einhvers annars, þaðan af verra. Þessum hagsmunaöflum sem halda þessu samfélagi í heljargreip­ um verður ekki komið á kné nema með sameiginlegu afli þjóðarinnar allrar og sameiginlegum ákvörðun­ um hennar.“ Og Styrmir hélt áfram: „Frá mínu sjónarmiði séð eru ís­ lensk stjórnmál í öngstræti. Í raun og veru ríkir stjórnmálakreppa í landinu. Flokkapólitíkin er í eins konar spennitreyju fyrri tíma. Þessi flokkur getur ekki unnið með hin­ um flokkunum, ekki vegna ágrein­ ings um málefni líðandi stundar, heldur vegna átaka löngu liðinna tíma. Stjórnmálaflokkarnir eiga æ erfiðara með að endurspegla sjón­ armið kjósenda sinna og stuðnings­ manna vegna þess að þeir eru of lok­ aðir og þar af leiðandi of þröngsýnir. Flokkarnir munu að óbreyttu líða undir lok sem grundvallarstofnanir í lýðræðislegu samfélagi ef þeim tekst ekki að endurnýja sig í ljósi breyttra þjóðfélagsviðhorfa.“ xB + xD Það var í stjórnartíð xB og xD að farið var í byggingu Kárahnjúka­ virkjunar. Margtuggið loforð Hall­ dórs Ásgrímssonar um stóriðju á Austurlandi varð að veruleika. Siv Friðleifsdóttir, ráðherra Fram­ sóknarflokksins, sneri við ákvörðun Umhverfisstofnunar þar sem virkj­ unin var talin hafa veruleg og óaftur­ kræf áhrif á lífríki Lagarfljóts og víð­ ar. Eins og síðar kom í ljós var það ekki að ástæðulausu að virkjunar­ áformin fengu falleinkunn. Orkunni úr Kárahnjúkavirkjun var í leiðinni ráðstafað til álbræðslu á verði sem ekki mátti upplýsa um en reyndist miklu lægra en eðlilegt getur talist. Það var í stjórnartíð xB og xD að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Þá hófst „íslenska efnahagsundrið“ sem hefði frekar átt að nefna ís­ lenska efnahagsviðundrið. Það tók íslenska athafnamenn og ráðamenn ekki nema 5 ár að ryksuga innistæð­ ur fólks í öllum stóru bönkunum og setja þá á hliðina. Verkið var svo fullkomnað með því að sturta nið­ ur gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar í leiðinni. Peningarnir fóru í „mon­ ey heaven“ eins og útskýrt var í við­ tali við helstu vonarstjörnu útrásar­ innar en það nafn er vel við hæfi á svartholum aflandsfélaga og skatta­ skjóla. Það var í stjórnartíð xB og xD að hér varð til fasteignabóla sem olli því að raunverð íbúðarhúsnæðis tvöfaldaðist á 8 árum. Framboð af lánsfé var meira en nóg og sjaldnast hirt um að fara eftir lögum og regl­ um, t.d. þeim sem banna vísitölu­ bindingar við erlenda gjaldmiðla eða ógagnsæja lánasamninga við neytendur. En íslenskur almenn­ ingur sat ekki við sama borð og ís­ lenskir athafnamenn og stjórnmála­ menn. Þegar bankarnir hrundu höfðu flestir þeirra komið eigum sínum í skjól eða selt hlutabréfin á meðan greiningardeildir og ráða­ menn fullyrtu að botninum væri náð. Almenningur mátti hins vegar éta það sem úti frýs. Lærum af mistökunum Skiljanlega kalla margir kjósendur nú eftir réttlæti og vilja lausn sinna mála. Það er ósanngjarnt að ráðvant fólk tapi stórum hluta eigna sinna meðan þeir sem tefldu djarft fá skuldirnar afskrifaðar. Þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða lækkun skulda og lækkun skatta ná greinilega eyrum kjósenda. En verum ekki svo grunnhyggin að trúa því að gamalgrónir flokkar sem stundað hafa sjálftöku í stórum stíl séu nú traustsins verðir. Það er baráttan um Ísland sem blasir nú við. 83% kjósenda í þjóðar­ atkvæðagreiðslu staðfestu þann vilja að náttúruauðlindir landsins sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. Alþingi hunsaði vilja kjósenda. Með því að tryggja gömlu helmingaskiptaflokkunum völdin munu auðlindir landsins verða settar að veði. Enginn þarf að efast um að sérvaldir flokksgæðingar og athafna­ menn í kallfæri við gömlu flokkana munu glaðir taka að sér hirðingu auðlinda í nafni atvinnusköpunar og uppbyggingar. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður og í framboði fyrir Lýð- ræðisvaktina. Aðsent Sigurður Hreinn Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.