Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 19.–21. apríl 2013 Kanónur kveðja þingið Í alþingiskosningunum 2009 náðu 27 konur kjöri og hlut- fall kvenna varð 42,9%. Svo hættu þær Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórunn Svein- bjarnardóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem var sett af sem þingflokksformaður Vinstri grænna þegar hún sneri aftur úr fæðingarorlofi. Við þinglok voru konurnar því orðnar 24 og hlut- fallið komið niður í 38%. Af þeim sem eftir voru ákváðu sjö konur að bjóða sig ekki fram til áfram- haldandi setu á Alþingi. Þeirra á meðal eru miklir reynsluboltar, konur sem hafa setið lengi á þingi og sett mark sitt á samfélagið. Þetta eru konurnar sem kveðja þingið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Ásta Ragnheiður hefur setið á þingi frá árinu 1995. Hún var félags- og trygginga- málaráðherra árið 2009 og forseti Alþing- is síðan. Hún er í Samfylkingunni Fyrsta konan sem var kosin for- seti Alþingis var Ragnhildur Helga- dóttir sem var kjörin forseti neðri deildar árin 1961–1962 en Guðrún Helgadóttir varð fyrst kvenna til þess að verða fyrirsvarsmaður Al- þingis á árunum 1988–1991. Jóhanna Sigurðardóttir Engin kona hefur setið eins lengi og Jóhanna sem hefur verið á þingi samfleytt í 35 ár eða frá ár- inu 1978. Hún var þriðja konan sem varð ráðherra, en hún var fé- lagsmálaráðherra á árunum 1987– 1994, félags- og tryggingarmála- ráðherra á árunum 2008–2009 og forsætisráðherra síðan 2009. Hún er í Samfylkingunni. Lilja Mósesdóttir Lilja hefur setið á þingi síðan 2009. Hún er utan flokka. „Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður. Miklar undirtektir með málflutn- ingi mínum um fjármálakrepp- una og stuðningur við hugmynd- ir mínar að lausnum hennar varð hins vegar til þess að ég bauð fram krafta mína í síðustu alþingskosn- ingum. Í byrjun síðasta árs ákvað ég að gefa þjóðinni tækifæri til að styðja mig til setu á Alþingi í komandi kosningum. Sá stuðningur sem ég taldi mig þurfa til að geta haft áhrif á þingi kom ekki og því ákvað ég að sækjast ekki eftir endurkjöri.“ Ólöf Nordal Ólöf hefur setið á þingi frá árinu 2007. Hún er í Sjálfstæðis- flokknum. „Maður- inn minn tók við nýju starfi í út- löndum í upphafi síðasta árs. Það liggur fyrir að hann mun starfa nokkuð mörg ár fjarri Íslandi og mér fannst óraunhæft að ég væri í viðamiklu starfi í einu landi og hann í öðru með stóra fjölskyldu. Ég ákvað því – eftir nokkuð langa umhugsun að rétt væri fyrir mig að hætta á þingi og er að flytja til Sviss í þessum töl- uðu orð- um.“ Siv Frið- leifsdóttir Siv hefur setið á þingi frá ár- inu 1995. Hún var sjötti kvenráðherrann en hún var umhverfis- og samstarfsráðherra Norðurlanda frá 1999–2004 og heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra frá 2006–2007. Hún er í Fram- sóknarflokknum. „Nú í vor hef ég verið alþingis- maður í 18 ár, þar af 7 ár sem ráð- herra. Þar á undan var ég í bæjar- stjórn þannig að þetta er að verða langur tími. Ég lít stolt um öxl og tel að dagsverkið hafi verið gott. Ég kveð þingstörfin sátt og ánægð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín hefur setið á þingi frá árinu 1999. Hún var níunda konan sem settist í ráðherra- stól þegar hún varð menntamála- ráðherra á árunum 2003–2009. Hún var jafnframt fyrst kvenna til þess að sitja í forsæti íslenskrar ríkisstjórnar en það gerði hún í sumarleyfi Geirs H. Haarde árið 2006. Hún er í Sjálf- stæðisflokknum. „Fyrst og fremst vegna persónu- legra ástæðna ákvað ég að bjóða mig ekki fram á næsta kjör- tímabili.“ Þuríður Backman Þuríður hef- ur setið á þingi frá ár- inu 1999. Hún var þingsflokks- formaður Vinstri grænna árið 2011. n Berit Ås er norskur femínisti og samfélags- rýnir sem benti á fimm drottnunaraðferðir sem eru notaðar, meðvitað og ómeðvitað, í samskiptum fólks. 1. Að gera fólk ósýnilegt Þegar horft er framhjá framlagi kvenna í umræðum, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónulegum samtölum. Framkoman er til þess fallin að konum finnist framlag þeirra og skoðanir létt- vægar og skipti ekki máli. 2. Að gera fólk hlægilegt Þegar framlag kvenna í umræðum, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónulegum samtölum, er gert hlægilegt. Skoðanir þeirra jafnvel taldar byggja á tilfinningasemi eða kynbundnum líffræðilegum þáttum. Framkoman er til þess fallin að konur efast um gildi og réttmæti skoðana sinna og þora síður að setja þær fram. 3. Að leyna upplýsingum Þegar konur hafa ekki sama aðgang að upplýsingum og karlar, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónu legum samskiptum. Gerist á vinnustöðum, í stjórnmálum og í félagslífi. Karlarnir skiptast á mikilvægum upplýsingum í eigin óformlega hópi sem aldrei koma upp á yfirborðið á formlegum fundum og því standa konur höllum fæti í samskipt- unum. 4. Tvöföld refsing Þegar konum er legið á hálsi fyrir val sitt eða forgangsröðun í lífinu, bæði sem hópur, en einnig einstaklingar. Þá skiptir ekki máli hvert valið er, niðurstaða konunnar verður gagnrýnd hvort eð er. Velji kona t.d. að krefjast réttar síns er hún brjáluð, geri hún það ekki, getur hún sjálfri sér um kennt. 5. Að framkalla skömm og sektarkennd Þessar velþekktu tilfinningar meðal kvenna eru framkallaðar m.a. með að- ferðum 1–4, eða bara því sem þykir henta hverju sinni. Drottnunaraðferðirnar fimm Litla Framsóknarmaddaman 23. nóvember 1995 Helgarpósturinn Framsóknarmaður segir í samtali við Helgarpóstinn að mörgum þyki Siv helsti frek og ágeng, ekki síst þyki konum í flokknum nóg um framgang hennar og finnist hún trana sér óþarflega fram. Október 2000 DV „Konur eiga sem kunnugt er ekki við ris- vandamál að stríða en sumar eru þeirrar náttúru að fá allt til að rísa í kringum sig. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra virðist gædd þessum náttúrutöfrum því henni hefur tekist það sem fyrirrennurum hennar reyndist ókleift; að láta El Grillo rísa af hafsbotni 1 Seyðisfirði, heima- mönnum til mikillar gleði. Sannkölluð þjóðhátíðarstemning ríkir á Seyðisfirði vegna þessa afreks umhverfisráðherrans og bæjarstjórinn á bágt með að lýsa hrifn- ingu sinni þegar hann kallar ráðherrann hörkustelpu. Og það þarf töluvert til. Siv tókst með kvenlegri mýkt sinni, brosi og stelpuflissi að fá ráðherra ríkisstjórnarinn- ar til að rísa upp á jákvæðu nótunum og afhenda sér hundrað milljónir á silfurfati til að lyfta El Grillo sem legið hefur flatur á hafsbotni í hálfa öld. Það er afrek. Dagfari á sér draum um að vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundi þegar Siv vefur körlunum um fingur sér í stutta pilsinu með breiða brosið og fær sínu framgengt. Ætli ráðherrafrúrnar hafi ekki áhyggjur af þessum fundum?“ Maí 2005 Morgunblaðið „Sæti menntamálaráðherrann okkar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, var að sjálfsögðu mætt í mjög pæjulegum leðurstígvélum og bláu, listalegu pilsi.“ Nóvember 2005 Fréttablaðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þykir glæsileg kona, „smart týpa“ eins og sagt er, og hún hefur átt dæmafárri velgengni að fagna í Sjálfstæðisflokknum sem kaus hana varaformann á dögunum. En það er ekki nóg að vera smart. Febrúar 2006 DV Apríl 2007 Fréttablaðið „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur jafn mikinn kynþokka og margar af frægustu kvikmyndastjörnum heims og gæti sko alveg plummað sig i Basic Instinct III.“ Desember 2007 24 stundir „Það vill svo til að ég veit að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er vel upp alin kaþólsk stúlka.“ Úr blöðunum mót. Ólöf: Það veit ég ekki. Er það ekki það sama og í öðru? Vinna, vinna, vinna, vinna. Lilja: Vera svolítill skemmtikraftur í sér og kunna að byggja upp og nýta sér hóp stuðningsfólks sem oftar en ekki tilheyrir ákveðnum hagsmuna- öflum. Sterkir leiðtogar þurfa gott fólk Hvaða skoðun hefur þú á hug- myndinni um að þjóðin þurfi sterkan leiðtoga? Þorgerður Katrín: Mér finnst fyrst og fremst skipta máli að vera með skynsamt fólk í áhrifastöðum. Leiðtogar koma og fara. Þeir verða að standa í lappirnar, mega ekki glepjast af tálsýnum, geta talað hreint út og verið heiðarlegir. Það getur verið erfitt og á stundum óþægilegt en við höfum ekkert að gera með stjórnmálamenn sem þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru. Ólöf: Ég held að það sé mikilvægt að hafa sterka einstaklinga á öllum vígstöðvum. Sterkir leiðtogar þurfa líka gott fólk í kringum sig. Það má ekki vera of mikil persónudýrkun – mér líkar það ekki. Hins vegar þurf- um við fólk í forystu sem nær öðrum með sér. Lilja: Hugmyndin er hættuleg lýð- ræðinu og mun kalla yfir okkur annað hrun. Einsleitni í skoðunum þýðir að öll eggin eru lögð í sömu körfuna eins og gerðist fyrir hrun. Hvað einkennir slíkan leiðtoga að þínu mati? Þorgerður Katrín: Þegar ég hugsa um það þá er það einhver sem getur hlustað, tekið erfiðar ákvarðanir, er fastur fyrir, segir hlutina eins og þeir eru, hefur trú á því sem hann getur og kann og laðar það besta fram í fólki. Ég segi alltaf við börnin mín að þau eigi að vera góð, dugleg, skemmti- leg og heiðarleg og ef þau eru það þá verði allt í lagi. Ætli það sama eigi ekki við um leiðtoga. Ólöf: Í mínum huga þurfa for- ystumenn að hafa sterkar skoðanir en jafnframt að hlusta á aðra og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Sterkur leiðtogi er manneskja sem er óhrædd við að breyta afstöðu sinni á grundvelli raka, manneskja sem getur leitt fram niðurstöðu í erfiðum mál- um og manneskja sem talar fyrir slíkri niðurstöðu og fær fólk með sér. Getur þú nefnt einhvern sem sem reyndist þér vel? Þorgerður Katrín: Í pólitíkinni hafa margir reynst mér vel og mér er hlýtt til margra ekki síst kvennanna í flokknum mínum. Og seisei jú – þeir eru líka margir karlarnir sem eru meira en ágætir. En ég vil líka nefna Ingibjörgu Sólrúnu sem ég ber mikla virðingu fyrir en reyndar eru margir í öðrum flokkum sem eru einfaldlega vinir mínir, eins og Þórunn Svein- bjarnardóttir og Bryndís Hlöðvers- dóttir Mamma og kvennalistakonurnar Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Þorgerður Katrín: Mamma er mín fyrirmynd og hefur alltaf ver- ið það. Hún er sterk og góð kona og mikill jafnréttissinni, eins og pabbi. Þau hafa alltaf sagt mér að vera sjálf- stæð og óháð. Þau hvöttu okkur systurnar til dæmis til mennta svo við yrðum aldrei upp á neinn komn- ar. Þau sögðu okkur líka að við gæt- um gert allt jafn vel og jafnvel betur en strákarnir. Ólöf: Ég hef aðeins eitt mottó. Maður uppsker eins og maður sáir. Ég hef alltaf reynt að vanda mig. Ég hef aldrei verið með einhverja eina fyrirmynd, er ekki nógu upptekin af slíku. Mínar fyrirmyndir eru úti um allt, í mínu nánasta umhverfi, í bók- um, úti í heimi. Ég hrífst af fólki sem syndir gegn straumnum og hef sér- stakan áhuga á þeim sem þora að taka áhættu og breyta út frá því sem viðtekið er. Lilja: Ég hugsaði oft til þing- kvenna Kvennalistans á meðan ég var á þingi en ég starfaði með þeim sem almennur flokksfélagi. Minn helsti ráðgjafi á þingi var Guðfríð- ur Lilja Grétarsdóttir sem hafði mun meiri reynslu af stjórnmálum en ég og ráð hennar reyndust mér vel. Ég leitað líka oft til Atla Gíslasonar um álit á lögfræðilegum álitaefnum og breytingar á kvótakerfinu og stjórn- arskránni. Forréttindastarf Mælir þú með þessu starfi? Þorgerður Katrín: Fólk má ekki halda að stjórnmál séu ömurleg, því fer fjarri. Fólk verður að trúa því að þetta sé gefandi starf og gefa kost á sér ef það hefur áhuga á stjórnmálum. Ég bið hina um að virða það við fólk að það gerir þetta með góðan vilja og göfug markmið að leiðarljósi, sama í hvaða flokki það stendur. Það á ekki að vera þannig að um leið og fólk fer í stjórnmál þá sé gefið skotleyfi á það. Þannig hagar siðað fólk sér ekki. Ólöf: Það geri ég. Það er stór- merkilegt og mikil forréttindi að fá að vinna fyrir land og þjóð. Lilja: Ég vara fólk við þessu starfi því það krefst mikilla fórna. Þú mátt búast við að missa mannorðið ef þú syndir gegn straumum. Þingmenn eiga auk þess aldrei frí þar sem fólk krefst þess að þingmenn veiti því persónulega athygli á öllum tímum sólarhrings. Hvað hefur þú lært af þessu? Þorgerður Katrín: Þessi reynsla hef- ur þroskað mig. Ég hef lært af fólk- inu sem ég hitti og sögum þess. Ég hef lært að ganga aldrei að neinu sem gefnu og meta hlutina sjálf. Það er lexía sem ég fer með inn í næsta tímabil í lífi mínu. Ég hef líka lært að þó að það skipti máli að standa með heildinni þá verður flokkurinn líka að geta tekið tillit til einstaklinganna. Ef þú gefur alltaf eftir þá má spyrja hver ert þú? Ert það þú? Þú gefur eft- ir af því að þú ert að hugsa um stóru myndina en þú verður þá líka að vera tilbúinn til þess að axla ábyrgð á því og læra af mistökunum. Ólöf: Mjög margt og ég held ég hafi skánað ef eitthvað er af því að hafa farið í stjórnmál. Lilja: Þingmennska er valdalítið embætti og ekki leiðin til að ná fram breytingum á samfélaginu nema þú tilheyrir stærsta stjórnmálaflokknum á þingi og þá gerist allt mjög hægt – jafnvel eftir heilt efnahagshrun. Nýir tímar framundan Hvað er framundan hjá þér? Siv: Framundan er að ganga frá á skrifstofunni minni á Alþingi. Síðan að taka sumarfrí og koma mér í ann- að starf, hvað sem það nú verður. Ég hef næga starfsorku og hlakka til að takast á við ný verkefni í framtíðinni. Það er til líf eftir pólitík. Þorgerður Katrín: Framundan eru nýir tímar, það er það eina sem ég veit. Ólöf: Flytja til Sviss! Lilja: Ferð til Grikklands í boði SYRIZA and Nico Poulantzas Institu- te. n n Engin hefur setið eins lengi og Jóhanna Sigurðardóttir „Ég var erlend­ is og var spurð við komu á fundarstað: „Hvenær kemur ráðherr­ ann?“ „Hann er kominn,“ svaraði ég. Viðkomandi hélt í bæði skiptin að ráð­ herrann væri karlmaður. Siv Friðleifsdóttir„Það að ég sé strákastelpa tengist ekki bara því að ég fékk strákalykil í sundlaugunum þar til ég var fjórtán ára heldur þykja mér ákveðnir hlutir skemmtilegri en aðrir og það er búið að kyngera þá sem strákahluti. Þorgerður Katrín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.