Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 25
Já, þetta hefur nú tekið sinn tíma Þetta var erfitt fyrst Guðmundur Jörundsson opnar búð á Laugaveginum. – DVJón stóri er edrú og alsæll. – DV Náttúran í hættu Spurningin „Mögulega fer ég á víkingahátíð en það er enn óákveðið.“ Benedikt Kristjánsson 26 ára heimspekingur „Já, ég ætla til útlanda í sumar.“ Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir 30 ára móðir í fullu starfi „Nei, ég býst ekki við því.“ Gunnar Þór Sigþórsson 34 ára kokkur „Já maður!“ Ágústa Klara Ágústsdóttir 19 ára nemi „Nei.“ Dagný Rut Gísladóttir 29 ára móðir í fullu starfi Ætlar þú til út- landa í sumar? 1 „Ég er ennþá falleg“ Kelly Davidson, frá Ottawa í Kanada, hefur farið í þrjár aðgerðir vegna brjóstakrabbameins. Brjóst hennar voru fjarlægð þegar hún var 28 ára en í staðinn fyrir að fara í lýtaaðgerð lét hún húðflúra á sér bringuna. 2 „Eða ég fjarlægi þig …“ Kári Stefánsson stríddi manni í ræktinni – gekk alveg upp að honum og sagði honum að fara úr líkamsræktartæki ellegar myndi hann fjarlægja hann úr því. Svo hló Kári og sagðist vera að grínast. 3 Leita að þessum manni vegna sprengjutilræðanna í Boston Lögreglan í Boston leitar að manni vegna sprenginganna á mánudag. Lögreglan reynir að ná tali af manni sem gekk í allt aðra átt en aðrir þegar sprengingin varð. 4 „Haldið áfram drullusokk-arnir ykkar“ „Ég læt ekki bjóða mér svona klukkan hálf níu á morgnana,“ segir Þorgerður Jóhannsdóttir ósátt við að Gunnlaugur Sigmundsson hafi kall- að fólk á fundi Samtaka atvinnulífsins drullusokka. 5 Svisslendingurinn flutti inn 117 milljónir Jón von Tetzchner nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabankans og fjárfesti á Íslandi fyrir 117 milljónir. Mest lesið á DV.is Ég er óvinur Framsóknarflokksins! Y ndislegu lesendur, ég leyfi mér hér þann munað að birta ykkur í dag, grein sem ég ritaði fyrir svo gott sem nákvæmlega fjórum árum. Hún birtist semsagt í einhverju blaði í apríl 2009 og er hún á þessa leið: Ágætur vinur minn tjáði mér í dag að á lista sem birtist í DV um daginn og hefur að geyma nöfn helstu óvina Framsóknarflokksins sé ekki að finna mitt nafn. Þetta er náttúrlega hneisa og til háborinnar skammar; lýsir kannski best þeim aumingjagangi sem þessi himpi­ gimpasamkunda er frægust fyrir. Ekki nóg með að flokkurinn hafi stundað ýmiskonar glæpsamleg athæfi sem sum hver hafa birst í einkavinavæðingu, stöðuveitingum til flokksgæðinga, umhverfisspjöll­ um og gegndarlausu bruðli með almannafé, heldur hefur margur þjóðníðingurinn leikið þar laus­ um hala og þar í flokki hefur meira að segja verið gengið svo langt að hygla sérstaklega mannleysum sem hafa sér helst það til frægð­ ar unnið að hafa stundað óhóflega sjálftöku, lygar, bitlingapólitík og brask. Það er hrein og klár sögufölsun að nefna mig ekki á nafn þegar listi yfir óvini Framsóknarflokks­ ins er birtur. Ég hef ort fleiri níðvís­ ur um þennan flokk en nokkur ann­ ar maður. Ég held ég hafi ábyggilega kallað framsóknarmenn: lygara, þjófa, glæpamenn, þjóðníðinga, landráðamenn, fanta, dusilmenni, lyddur, skítseiði, úrþvætti, vesal­ menni og yfirleitt hef ég notað öll ljótustu orð sem ég hef fundið þegar ég hef neyðst til að fjalla um þenn­ an óþverralýð. Þannig, að ég hélt að ég þyrfti ekki að sanna það frekar, að ég er óvinur þessa versta stjórn­ málaflokks sem til hefur verið. Ég orti meira að segja eftirfarandi grafskrift, hér um árið, í þeirri von að flokk­ urinn væri allur: Framsókn að endingu farið nú hefur til feðranna sinna á nábleiku skýi, banamein flokksins var: blekkingavefur, bitlingasýki og inngróin lygi. Hvernig getur staðið á því að menn hafi ekki áttað sig á þessu? Eina hugsanlega skýringin er sú að framsóknarmenn hafi áttað sig á því að ég hafi ávallt notað réttu orðin þegar ég lýsti innviðum flokksins. Kannski hafa þeir einfaldlega áttað sig á því að það sem sumir kölluðu níðvís­ ur – voru bara eðlilegar og yndislega lýsingar á þeim drullusokkum sem flokkinn hafa prýtt í áranna rás. Ég leyfi mér samt sem áður að gera þá kröfu að vera nefndur óvinur Framsóknarflokksins, því ef ég er ekki óvinur þessa flokks, þá á hann engan óvin. Huglaus þjóð mín, hérna sést að heimsku vilt þú sýna ef kýst þú þann sem kann það best að kvelja þig og pína. Þ að er sérkennilegt að hvorki stóri Framsóknarflokkurinn né litli Sjálfstæðisflokkurinn hafa hirt um það hingað til í kosningaumræðunni að gefa svör við brýnum spurningum á sviði náttúru­ verndar og umhverfismála – þar sem vaxtarbrodda atvinnulífsins er ekki síst að finna nú um stundir. Þó hafa síð­ ustu fjögur ár í stjórnmálum einkennst ekki síst af framþróun á þessu sviði, í löggjöf annarsvegar, hinsvegar áætl­ unum, áformum og framkvæmdum bæði á opinberum vegum og hjá fyrir­ tækjum og félagasamtökum. Hér koma fjögur dæmi. 1 Á þessu kjörtímabili komust loks­ins í gagnið nýjar leikreglur um orkuvinnslu og verndarnýtingu eftir fjögurra áratuga deilur. Rammaáætlun. Þetta var að frumkvæði Samfylkingar­ innar – eitt af kjarnamálum í stefnunni um Fagra Ísland. Fyrst voru lög um þetta samþykkt samhljóða, og svo kom fyrsta rammaákvörðunin – sem skilaði víðtækari verndaráformum á náttúru­ svæðum en nokkru sinni fyrr í Íslands­ sögunni. Tímamót. Framsóknar­ og sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn fyrstu rammaáætluninni á þingi og hafa síðan lýst yfir að það eigi að „taka upp“ rammaáætlun. Hvað merkir það? Ætla þeir að færa ákvarðanir um þetta aftur til ráðherranna, til Landsvirkj­ unar og HS og OR, og til bankanna og erlendu stóriðjufyrirtækjanna, með gömlu formúlunni Lowest Energy Prices? 2 Aðgerðaáætlunin um græna hag­kerfið er í gangi, og í hana eiga að renna verulegir peningar samkvæmt fjárfestingaráætluninni. Með því erum við að styðja til þroska atvinnufyrir­ tæki framtíðarinnar, á sviði þekk­ ingar, lista, náttúruverðmæta og skap­ andi greina, en einnig græn verkefni í hefðbundnum atvinnugreinum. Alger þögn ríkir hjá stóru Framsókn og litla FLokki um áform á þessu sviði. Vilja þau halda áfram fyrir samtíð og framtíð að þroska Græna hagkerfið? Eða ætla þau að endurreisa Gamla hagkerfið? 3 Ísland er nú um heimsbyggðina talið í fyrsta flokki í loftslagsmál­ um. Annarsvegar vegna þess að við höfum gengið til samstarfs við Evrópu­ sambandsríkin um losunarmarkmið og loftslagskvóta, hinsvegar af því að við vinnum eftir sérstakri áætlun um aðgerðir í loftslagsmálum, ekki síst um orkuskipti í samgöngum, sem ásamt eldsneyti á miðunum er helsti loftslagsvandi okkar. Eru sjálfstæðis­ flokksmenn tilbúnir í metnaðarfullan losunarsamdrátt? Ætlar Framsókn að halda áfram loftslagssamstarfinu við Evrópusambandið? 4 Ný náttúruverndarlög voru sam­þykkt í þinglok og taka við af göll­ uðum lögum frá 1999. Lögin eru mikið framfaraskref – gætu tryggt náttúru­ vernd og sjálfbæra nýtingu verndar­ svæða til frambúðar, leyst misjafnar þarfir útivistarmanna og náttúruunn­ enda með skynsamlegu skipulagi, eflt möguleika ferðaþjónustunnar. Þegar þau voru samþykkt núna í mars voru sautján þingmenn á rauða takkan­ um, úr B og D. Lögin taka ekki gildi fyrr en á næsta ári – og þess vegna er óskað svara við brýnni spurningu sem enginn af þessum sautján svaraði á sínum tíma: Hverju nákvæmlega ætla Litli og Stóri að breyta í nýju náttúru­ verndarlögunum? Stjórnarmeirihlutinn hefur staðið fyrir verulegum framförum á þessum sviðum, í félagi við náttúruverndar­ og umhverfissinna, við forystumenn í nýj­ um greinum og stórefldri ferðaþjón­ ustu, við fræðimenn og frumkvöðla. Ætli Framsóknar­ og Sjálfstæðisflokk­ urinn að eyðileggja þennan árangur – þá er núna tíminn til að segja frá því. Kjósenda er síðan að segja til um hverjum þeir treysta best til forystu við umhverfisframfarir, náttúruvernd og nýja atvinnulífið. Vorverkin Verslunarmenn á Skólavörðustíg nýttu blíðskaparveðrið á fimmtudag til að sinna hinum ýmsu vorverkum. Mynd: Sigtryggur AriMyndin Umræða 25Helgarblað 19.–21. apríl 2013 „Ætli Framsóknar- og Sjálfstæðis flokkurinn að eyðileggja þennan ár- angur – þá er núna tíminn til að segja frá því.Aðsent Mörður Árnason Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Ég var alls fimm ár í Oxford Sigmundur Davíð fullyrðir að hann hafi verið í Oxford við doktorsnám. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.