Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 44
44 Sport 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Launin hjá City myndu duga Landspítalanum n Árslaun hjá efstu sjö liðunum er á við hagnað íslensku bankanna frá hruni L aunakostnaður sjö stærstu félaganna í enska boltan­ um á einu ári er næstum jafn mikill og samanlagður hagn­ aður íslensku bankanna frá hruni. Manchester City og United, Chelsea, Arsenal, Liverpool, Totten­ ham og Aston Villa greiddu á síðasta keppnis tímabili sem samsvarar 175 milljörðum íslenskra króna í laun til leikmanna sinna. Það kemur kannski ekki á óvart en Manchester City greiddi liða mest í laun, 202 milljónir punda eða sem samsvarar 36 milljörðum íslenskra króna á þessu eina keppnistímabili. Fyrir þá upphæð mætti því sem næst reka Landspítalann en samkvæmt fjárlögum 2013 munu 38,2 milljarðar króna renna af ríkisfé til reksturs hans á árinu. Einn leikmaður á við 400 verkamenn Laun bestu leikmannanna í enska boltanum hafa oft orðið fréttamatur á undanförnum misserum og árum. Hver metfréttin hefur rekið aðra og launahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni eru nú taldir vera með um 200 þúsund pund á viku. Það þýðir að þeir eru með liðlega tvo milljarða króna á ári. Það jafngildir árslaunum ríflega 400 íslenskra verkamanna. Athyglivert er að bera saman launakostnað sjö stærstu liðanna í enska boltanum við stærðir sem Ís­ lendingar þekkja. Því hefur verið haldið fram að kostnaðurinn við að byggja tónlistarhúsið Hörpu hafi, þegar allt var talið, numið 27,7 millj­ örðum íslenskra króna. Hvert og eitt af þeim fimm ensku félögum sem hæstu launin greiða gæti reist Hörpu fyrir þá upphæð. Þá má nefna að launakostnaður Liverpool á einu tímabili myndi nægja til að greiða 5.000 verkamönnum á Íslandi árs­ laun. Há laun = árangur Eins og áður segir greiddi Manchester City hæstu launin á síðasta keppnis­ tímabili. Liðið hefur keypt rándýra leikmenn undanfarin ár og greitt þeim himinhá laun. Það skilaði þeim Englandsmeistaratitlinum í fyrra. Chelsea getur líka ágætlega við unað þrátt fyrir svimandi háan launareikn­ ing. Liðið vann jú FA Cup og Meist­ aradeild Evrópu, öllum að óvörum. Manchester United stendur ekki langt að baki Chelsea, með launa­ greiðslur upp á 29 milljarða króna. Tímabilið í fyrra var ekki gott en á þessu ári getur fátt komið í veg fyrir að liðið verði Englandsmeistari. Arsenal hefur ekki uppskorið ríkulega undanfarið og liðið hefur ekki unnið titil í áraraðir. Það greið­ ir fjórðu hæstu launin í deildinni, heldur lægri en United þó, 25,7 millj­ arða. Liverpool vermir fimmta sætið á listanum og greiddi 23,5 millj­ arða króna í laun keppnistímabilið í fyrra. Það skilaði liðinu engum titl­ um. Sjötta sætið á listanum vermir Tottenham sem greiddi 16,1 milljarð í laun í fyrra, og getur líklega sæmi­ lega við unað. Liðið náði í meistara­ deildarsæti og á nú í harðri baráttu um þriðja og fjórða sætið við Arsenal og Chelsea. Það kostar peninga. Villa í ruglinu Aston Villa er í sjöunda sæti þegar að launagreiðslum kemur og greiddi, merkilegt nokk, ekki mik­ ið lægri laun en Tottenham í fyrra. Árangur félagsins í deildinni er því í hrópandi ósamræmi við fjárútlátin. Félagið má teljast heppið ef það sleppur við fall í vor. Liðið glímdi líka við falldrauginn í fyrra og hafn­ aði að lokum í 16. sæti, tveimur stig­ um frá fallsæti. Ensku toppliðin hafa verið rek­ in með botnlausu tapi undanfar­ in ár. Mikið hefur verið rætt um að setja launaþak á liðin – þak sem tek­ ur mið af tekjum félaganna. Þannig ætlar knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, að reyna að koma í veg fyrir botnlausan taprekstur. Óvíst er hvenær af slíku verður og hvaða áhrif það muni hafa á félögin. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is 175 milljarðar í laun 2011/2012 28 milljarðar Bygging Hörpu 24 milljarðar Heildarlaun 5.000 verkamanna á ári 216 milljarðar Samanlagður hagnaður íslensku bankanna eftir hrun 12,6 milljarðar 16,1 milljarður 29,1 miljjarður 36,3 milljarðar 23,5 milljarðar 25,7 milljarð- 31,4 milljarðar Á þessari mynd má sjá hversu svimandi há laun stærstu félögin í úrvalsdeildinni greiða leikmönnum sínum. Tölurnar miðast við greidd laun á einu keppnistímabili. Þannig greiddu þessi sjö lið ígildi 175 milljarða króna leiktíðina í fyrra. Til samanburðar má sjá að stóru bankarnir þrír hafa frá hruni hagnast um 216 milljarða króna. Launakostnaður Manchester United á síðustu leiktíð hefði nægt til að standa sraum af byggingu tónlistarhússins Hörpu. 85 milljarðar Nýr landspítali Launakostnaður toppliðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.