Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 19.–21. apríl 2013 Helgarblað
G
unnar Örn Gunnarsson
brenndist illa fyrir 30 árum
þegar hann var aðeins sex
ára. Hann hafði verið að fikta
með eldspýtur þegar allt fór
úr böndunum og hann varð alelda á
augnabliki.
Þuríður Guðmundsdóttir, móðir
Gunnars, hefur unnið að smyrsla-
gerð frá árinu 1984 og vann EUWI-
IN-verðlaunin (European Women
Inventors and Innovators) árið 2007
í Berlín fyrir smyrsl sem hún kall-
ar Fjólu og heilsuvörulínu sína.
Kunnátta Þuríðar kom syninum til
góða þegar þurfti að hlúa að alvar-
legum brunasárum hans.
Saklaust fikt varð að
hörmulegu slysi
„Ég var bara forvitinn sex ára strák-
ur sem laumaðist niður í geymsluna
heima og fór að fikta með eldspýtu.
Ég kveikti í bolnum mínum, fyrir
slysni, sem varð strax alelda. Það
fyrsta sem kom upp í huga minn var
að hlaupa til mömmu og pabba og
ég hljóp út. Þegar súrefni kemst að
eldi þá framkallar það meiri eld sem
og gerðist. Ég varð alelda. Ég var svo
heppinn að það var maður sem bjó
við hliðina á okkur sem var að koma
heim úr vinnunni og hann sá mig,
reif mig upp og henti mér í drullupoll
og kæfði eldinn,“ segir Gunnar og
hlær og ljóst að hann hefur komist í
gegnum þessa lífsreynslu með því að
taka henni ekki of alvarlega.
„Í sama húsi bjó hjúkrunarkona.
Hún kom með blautt handklæði og
vafði utan um mig og það var far-
ið með mig inn til hennar í sturtu
þar sem ég var kældur. Síðan man
ég ekkert meira fyrr en ég vaknaði á
gjörgæslu nokkru síðar.“
Í lífshættu um tíma
Gunnar fékk þriðja stigs, djúpan,
bruna á 45 prósent líkamanns og
varð 40 prósenta vöðvarýrnun á því
svæði. Í einar fjórar vikur var honum
vart hugað líf.
„Mamma kom með krem sem
hún hafði búið til og vildi bera á mig
en var bannað af læknum á bruna-
deildinni, á þessum árum var ekki
vinsælt að notast við nýjungar í
lækningaskyni.
Þau lyf sem voru notuð á mig á
höfðu margar aukaverkanir þó þau
hafi verið góð til síns brúks. Eitt lyf
kallaði á annað til þess að minnka
einkenni aukaverkana. Amma mín
hafði búið til krem úr jurtum frá
því að móðir mín var ung stelpa og
var því ekki langt að sækja reynsl-
una fyrir móður mína. Þegar ég kom
heim eftir spítalavistina var ennþá
stórt svæði á bakinu á mér sem hafði
gróið illa. Móðir mín byrjaði strax
að bera krem sem hún hafði búið til
á það svæði, en eftir fjóra daga sást
mikill munur og eftir mánuð var
þetta svæði alveg gróið.“
Gunnar segir læknana hafa verið
fulla vantrúar á árangur en upp frá
því fór móðir hans að þróa smyrslið
frekar. „Í dag er þetta svæði það
svæði sem lítur best út eftir brunann
en ég vildi að ég hefði fengið að nota
kremið á alla húðina frá upphafi.“
Var strítt í skóla
Gunnar gerði sér fulla grein fyrir lýt-
um sínum eftir slysið. Hann segist
hafa orðið auðveld bráð skólafélaga
sinna sem stríddu honum óspart.
Hann hóf ekki skólagöngu fyrr en
hann varð átta ára vegna afleiðinga
brunans.
„Mér var strítt töluvert og lærði
fljótlega að setja upp grímu sem ég
bar í fjölda ára. Ég átti góða vini sem
stóðu vörð um mig og studdu mig á
þessum árum. Ég byrjaði ekki í skóla
fyrr en ég var átta ára, foreldrar mínir
vildu vernda mig fyrir afleiðingum
slyssins. Þegar maður sker sig úr
hópnum er maður auðveld bráð,
en mér finnst betra að fólk komi sér
beint að efninu og spyrji mig hvað
hafi komið fyrir í stað þess að stara
og velta því fyrir sér. Það er mikill
misskilningur að það sé dónalegt
að spyrja beint, þvert á móti er það
kurteisi og virðing við einstakling
sem sker sig úr hópnum því hann
gerir sér fulla grein fyrir því hvernig
hann lítur út.“
Reiðin stjórnaði lífi hans
Þegar hann varð þrítugur ákvað
hann að leita sér aðstoðar vegna
kvíða og almennrar vanlíðunar sem
hafði fylgt honum frá því að slysið
varð. Hann kemur fyrir sem einstak-
lega ljúfur og brosmildur maður og
er ekki að sjá á honum að hann hafi
barist við mikla reiði.
„Ég barðist við það í fjölda ára að
vera annar en ég í raun var til þess að
falla inn í fjöldann. Stundum brotn-
aði ég niður þegar ég var kominn
heim og engin sá til. Það skipti mig
öllu að halda andliti og vera sterkur á
þessum tíma. Ég dáist að eiginkonu
minni að hafa þolað mig í öll þessi
ár því reiðin var mikil og bitnaði á
henni og þeim sem stóðu mér næst.
Eftir að við eignuðumst dóttur okkar,
Ísabellu, sótti ég mér aðstoð og lærði
smám saman að sættast við örlög
mín og í dag er ég hamingjusamur
maður og vonast til þess að saga mín
geti hjálpað einhverjum sem hefur
gengið í gegnum svipaða reynslu,“
segir Gunnar og brosir hlýlegu brosi.
Brunadeild Landspítalans hóf
að nota kremið
Upp frá því að smyrsl Þuríðar var
notað á brunasár ungrar stúlku í
Keflavík árið 2004, fór brunadeild
Landspítalans að nota kremið op-
inberlega, en einstaka starfsmenn
deildarinnar höfðu notað það á sjúk-
linga sem höfðu brennst illa, og líka
á fleiri deildum um árabil.
Kremið er líka notað á stóma,
exem og allt sem þarf að græða því
vallhumallinn sem er uppistaðan í
kreminu er afar sótthreinsandi og
græðandi.
„Ég hef séð fjölda tilfella þar sem
kremið hefur gert kraftaverk fyrir þá
sem brennst hafa illa. Ég hef horft á
brennda húð gróa á nokkrum dög-
um með eigin augum og í dag finnst
mér ömurlegt að ekki hafi verið byrj-
að að bera á mig kremið frá fyrsta
degi því það skilar bestum árangri.“
Lést úr krabbameini tólf ára
Systir Gunnars, Fjóla, lést ári eftir
að brunaslysið, hún hafði barist við
krabbamein í fimm ár en hún var að-
eins tólf ára þegar hún lést. Kremin
heita í höfuðið á henni en áður
voru þau framleidd undir nafninu
Móa. Nafninu var breytt þegar móð-
ir Gunnars komst að því að breskt
fyrir tæki sem hafði framleitt kremin
fyrir hana hafði skrásett vörumerkið
Móa fyrir sínar eigin vörur og var því
brugðið á það ráð að nefna kremin í
höfuðið á Fjólu heitinni.
Móðir Gunnars hefur fram-
leitt krem í um 30 ár og gerir það
af ástríðu að sögn hans. „ Fleiri
krem eru væntanleg en núna
erum við með um þrettán vöru-
flokka og hægt er að nálgast sölu-
aðila á heimasíðu okkar sem er
fjolanatural.is, en þar eru líka
reynslusögur og myndir sem er
athyglisvert að sjá,“ segir Gunnar
að lokum. n
Sex ára og alelda
á einu augnabliki
n Bar grímu í fjölda ára n Hóf skólagöngu átta ára
Fjöldi barna brennur á ári hverju
n Heitir drykkir eru helstu orsakir bruna hjá ungum börnum
Á
hverju ári kemur fjöldi
barna á slysamóttöku og
heilsugæslustöðvar víðs
vegar um landið vegna
brunasára.
Á heimasíðu Rauða krossins
kemur fram að heitir vökvar, eins
og kaffi, te eða sjóðandi vatn,
eru algengustu orsakir bruna hjá
litlum börnum.
Svona átt þú að bregðast við
minniháttar bruna:
n Fjarlægið brunavaldinn – hefjið
kælingu strax.
n Kælið í 15–20 mínútur þar til
sviðinn er horfinn.
Æskilegt er að hitastig vatnsins sé
15°C–20°C.
n Kælið undir rennandi vatni
eða hafið líkamshlutann sem
brenndur er ofan í íláti og bætið
köldu vatni út í við og við.
n Fyrstu 10 mínúturnar í kælingu
eru mikilvægastar.
n Ef um er að ræða 2. stigs bruna,
blöðrur á húð, er best að fara
með barnið á slysamóttöku/
heilsugæslustöð. Brunasár eru
vandmeðfarin og sýkingarhætta
fyrir hendi, því er æskilegt að láta
fagfólk búa um sárin.
n Rafmagnsbruni getur verið
dýpri en hann lítur út fyrir að vera.
Ávallt ætti að leita til slysamót-
töku/heilsugæslustöðvar vegna
bruna af völdum rafmagns.
n Við stærri bruna er ráðlegt að
hringja í 112.
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is
Er sáttur í dag Gunnar Örn hefur náð að spila vel úr þessari hörmulegu lífsreynslu með aðstoð eiginkonu sinnar.
Brenndist á bringu Þetta er mynd af
ungri stelpu sem brenndist þegar hún fékk
yfir sig sjóðheitan vökva. Myndirnar eru
teknar á sjö daga tímabili.
Glæsilegur árangur Haukur Grönli er
slökkviliðsmaður sem brenndist illa ofan
í kjúkur. Myndirnar eru teknar með þriggja
mánaði millibili eftir notkun áburðar.
Lítill drengur Hér er Gunnar stuttu eftir brunann og má glögglega sjá hversu stór hluti
líkama hans brenndist illa.