Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 34
„Ég bið til guðs að æxlið hverfi“ 34 Viðtal 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Þ að er alveg sama hversu mikillar velgengni maður nýtur, líkaminn verður að virka. Það er mikið áfall að verða veikur. Fótunum er kippt undan manni og maður fer að hugsa lífið upp á nýtt,“ segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunar- meistari. Karl greindist nýlega með heilaæxli og hefur verið í um mánuð í rannsóknum á Landspítalanum í Fossvogi. Kalli, eins og hann er oftast kall- aður, er landsþekktur fyrir að að- stoða bæði konur og karla við að breyta útliti sínu til hins betra. Hann hefur séð um vinsæla sjón- varpsþætti og um þessar mundir eru þættir hans í Nýju ljósi sýndir á Stöð 2 og njóta mikilla vinsælda. Fyrir tveimur árum gaf Karl út fyrstu bók sína – VAXI-n – sem hefur selst vel og í febrúar var stofan hans Beauty barinn flutt úr Kópavogin- um í Kringluna. Einnig sat Kalli í 30. sæti á lista Besta flokksins í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík árið 2010. Hélt að ég væri með flensu „Mér fór líða eitthvað undarlega í ágúst en hélt að ég væri bara með flensu og þetta myndi lagast. Það gerðist ekki og fyrir mánuði var ég lagður inn á spítalann. Ég var búinn að ganga frá þáttunum mínum áður en ég lagðist inn. Þremur dögum áður en ég fór inn var ég að leggja lokahönd á þá. Þá var eins og ég væri á áttunda glasi, það fylgdi þessu svo mikill svimi. Frá því ég var lagður inn hef ég verið í stöðugum rannsóknum og læknar hafa fundið eins þeir kalla það „fyrirstöðu“ í litla heilanum en það er æxlið. Mér líð- ur ágætlega núna miðað við aðstæð- ur. Meinið hefur eitthvað fært sig til og ég er laus við riðuna en ég var orðinn svo veikur og með svo mikla riðu að ég átti erfitt með að hreyfa mig en það hefur gengið til baka.“ Í stöðugum rannsóknum Kalli segist vera í stöðugum rann- sóknum en svo taki biðin við, það sé ekki hægt að taka ákvörðun um framhaldið fyrr en niðurstöð- ur rannsókna liggi fyrir. Hann seg- ir að vinir og vandamenn séu dug- legir að heimsækja hann og það þyki honum vænt um. Hann hafi fengið mikinn stuðning í veikind- um sínum. Fjöldi vina Kalla hefur sent honum hlýjar kveðjur gegn- um Facebook-síðu hans. Linda P sendir honum þrjú hjörtu. „Elsku vinur, ég sendi þér hlýjar – og góð- ar batakveðjur. Þú veist að þegar þú ert tilbúinn að koma á heimaslóðir þá hefur þú samband við mig. Boð- ið stendur sko ennþá. Knús til þín,“ skrifar Kristín Kristmundsdóttir. „Elsku Kalli minn, mundu að heilsan er fyrir öllu svo gættu þín vel og hugsaðu um þig af alúð, engillinn minn fallegi“ skrifar Margrét Sigfús- dóttir. Sjálfur segir Kalli um veik- indi sín: „Þetta er verkefni sem þarf að vinna. Ég bið til guðs að æxlið hverfi. Ég hef alltaf verið trúaður og það veitir mér styrk. Ég er sannfærð- ur um að ég eigi langt eftir. Það eru mörg verkefni sem ég á óunnin í líf- inu,“ segir Kalli. Alinn upp á Skagaströnd Karl Berndsen þekkir glamúrlíf- ið inn og út eftir nærri þriggja ára- tuga feril í hárgreiðslu- og förðunar- bransanum. Hann var lengi að störfum í London og starfaði einnig í Hollywood um skamma hríð. En þrátt fyrir náin kynni af glamúrlífinu er uppruninn fábrotnari. Karl er uppalinn á Skagaströnd, þar sem lífið var ekki alltaf auðvelt. „Ég grét mig oft í svefn á kvöldin, þetta var svo mikil skömm, blóð- skömm,“ sagði Karl í viðtali við Nýtt Líf árið 2008 um reynslu sína af því að hafa alist upp samkynhneigð- ur á Skagaströnd, þar sem fordóm- ar voru miklir: „Ég man alltaf þegar það birtist grein um Hörð Torfason, ég man ekki hvaða ár, en guð minn góður – að heyra hvernig fólk talaði.“ Í viðtalinu segir hann að frá önd- verðu hafi verið ljóst hvert stefndi: „Ég hafði strax miklu meiri áhuga á því sem snéri að konum en karl- mönnum. Ég held að ef þetta hefði verið á öðrum tíma þá hefði fólk séð snemma hvert stefndi.“ „Ég var mjög blóðþyrstur“ Veiðar heilluðu Karl snemma og hann var einungis fimm ára þegar hann snéri gæs úr hálslið í fyrsta sinn. Hann var þá að veiða með föður sínum: „Ég var mjög blóð- þyrstur og held að ég hafi verið fimm ára þegar ég snéri fyrstu gæs- ina úr hálsliðnum. Ég grenjaði nátt- úrulega af því að ég var svo hrædd- ur við hana því hún var ekki dauð. Ég var í tréklossum og lamdi hana með öðrum klossanum svo hún vankaðist og þá greip ég tækifærið. Ég man að mér fannst ég hryllilegur karlmað- ur eftir það. Minn var búinn að sanna fyrir pabba að hann gæti myrt,“ sagði Karl við Nýtt Líf. Meðan á þessu stóð beið pabbi hans úti í bíl á veginum, en þá tíðkaðist að skjóta bráðina úr bílnum og sækja hana síðan. „Ég klippti í eyrað á honum“ Karl hóf hárgreiðslu- ferilinn snemma og ómenntaður í fyrstu – því fyrstu klipp- inguna framkvæmdi hann fjórtán ára, á vini sín- um. „Ég klippti í eyrað á honum og það blæddi rosalega,“ sagði Karl um atvikið. Eftir þetta fékk ferillinn að bíða í fimm ár. Leið hans lá í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eftir grunnskólann. „Ég fór strax að búa til peninga,“ sagði Karl en hann vann með- al annars í sjoppu með skólanum. „Ég var strax mikill bisnessmaður í mér,“ sagði hann og hann seldi með- al annars inn í bíó ásamt félögum sínum. Hann var mjög metnaðarfullur strax í æsku. „Ég held að það sé hluti af uppvextinum, af því að ég var ekki eins og fólk er flest hafi mér fund- ist ég verða að sanna hversu góð- ur ég væri. Ég bjó yfir leyndarmáli sem enginn mátti komast að og það rak mig áfram. Því ef það skyldi nú komast upp hélt ég að það yrði tek- ið mildilegar á mér ef ég hefði staðið mig vel á öðrum sviðum.“ „Öll þau taugavandamál sem ég hafði átt við að stríða skýrðust þarna“ Hann gerði mikið til þess að fela þetta leyndarmál – kynhneigð sína – og átti nokkrar kærustur. „Ég hafði kannski frekar áhuga á manninum í næsta húsi en einhverjum stelpum. Samt átti ég kærustur til að lúkka vel. Ég var örugglega búinn að vera með sex píum um það leyti sem ég varð tvítugur.“ Það var svo ekki fyrr en hann var orðinn 23 ára að hann sagði móð- ur sinni frá þessu leyndarmáli sínu. Þau héldu þessu þó leyndu fyrir föð- ur hans þar sem hún var viss um fréttirnar myndu ríða honum að fullu. „Elsku kerlingin, hún náttúru- lega brotnaði saman og grét í marga klukkutíma af því að ég hafði ekki trúað henni fyrir þessu fyrr. Öll þau taugavandamál sem ég hafði átt við að stríða, eins og kvíðaköst og stam, skýrðust þarna.“ Kennarinn vildi brjóta hann niður Eftir stutta törn í Fjölbrautaskólan- um á Sauðárkróki, nám í Hótel- og veitingaskólanum og vinnu sem sjó- kokkur og síðar í Kántrýbæ, lá leiðin í hárgreiðsluna. Hann var nítján ára þegar hann komst inn í Iðnskólann, í annarri tilraun. Þá var hann eini karlmaðurinn í hárgreiðslunáminu, skólafélagar hans voru 48 talsins og allt konur. Í náminu fékk hann fljótt tilboð um starfsnám. „Fljótlega kom Elsa Haralds á Salon VEH, sem var að- alnúmerið og bauð mér vinnu,“ sagði Karl. Hann þáði vinnuna: „Elsa var góður kennari en fyrstu árin leið mér eins og ég væri stadd- ur í helvíti. Kannski ljótt að segja svona, but that is how it was,“ sagði hann. „Ég man þegar mamma kom þarna fyrst á stofuna. Þá var ég ný- byrjaður og Elsa sagði við hana að ég væri afskaplega vel uppalinn en ég væri svo sterkur karakter, hvort hún mætti brjóta mig niður og ala mig upp aftur. Og mamma sagði við hana: „Svo framarlega sem hann verður ekki verri en hann er“,“ rifj- aði Karl upp. Þrátt fyrir erfiðleikana lauk hann hárgreiðslunáminu með sóma. Drottningin varð ástfangin Í kjölfarið ákvað Karl að fara í förðunarnám í London – hafandi aldrei haldið á maskara á ævinni. „Ég vissi ekki hvað snéri fram og hvað snéri aftur. Þær [kennslukonurnar, innsk. blm.] spurðu mig hvað ég væri að pæla og ég væri bara að apa eftir því sem ég sæi í kringum mig,“ sagði Karl við Nýtt Líf en bætti við að svona hafi hann lært að vera skapandi í förðun: „Ef þig langar að setja mask- arann út á kinn, þá bara gerir þú það.“ Eftir stutta veru á Íslandi eftir förðunarnámið hélt Karl til Los Ang- eles og starfaði þar á stórri stofu á Sunset Boulevard. „Ég misskildi al- veg gæjann sem ég var að vinna fyr- ir. Algjör drottning. Ég var ljóshærð- ur með blá augu og hugsaði ekki um hann í hálfa sekúndu,“ sagði Karl um þennan tíma. „Hann var alltaf að bjóða mér eitthvað. Það kom svo á daginn þegar ég var búinn að vera þarna í þrjá mánuði að hann var yfir sig ástfanginn.“ Fékk taugaáfall í Berlín Eftir átta mánuði í Hollywood hélt hann heim og stofnaði ásamt öðrum nýtískustofuna Kompaníið í Ármúlanum. „Við unnum tuttugu tíma á sólarhring, þetta var rosaleg vertíð,“ sagði Karl: „Fimm árum síð- ar var ég búinn að eignast hús uppi á Vatnsenda, íbúð á Lækjargötu, Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Karl Berndsen, förðunar- og hárgreiðslumeistari, greindist nýverið með heilaæxli og hefur undan- farinn mánuð verið í rannsóknum á Landspítalanum. Honum fór að líða undarlega í ágúst síðastliðnum en hann gekk frá þáttunum sínum – í Nýju ljósi – þremur dögum áður en hann lagðist inn á spítala. Þá var æxlið farið að valda miklum svima. „Hann er mjög mikill fagmaður“ „Kalli er eðaldrengur. Hann er rosalega vandvirkur og hugsar verkin sín eins og listaverk,“ segir Guðlaugur Magnús Einarsson, betur þekktur sem Gulli Maggi, sem starfar að aug­ lýsingagerð og sem hönnunar­ stjóri. Gulli og Kalli hafa þekkst í um sjö ár, unnið saman í tæplega fjögur. „Ég kynntist honum fyrst þegar við vorum að gera fyrsta seríuna af Nýju útliti,“ segir hann. „Hann er mjög mikill fagmaður. Hann er heillengi að stúdera konuna sem hann ætlar að taka fyrir, svo á meðan hann er að vinna þá má ekkert trufla hann. Að því leytinu er hann mjög frábrugðinn öðrum sem maður hefur þekkt í þessum bransa.“ Sem vini lýsir Gulli Kalla sem trygg­ lyndum manni: hann stendur við orð sín og er sannur vinur vina sinna. „Mér fór líða eitt- hvað undarlega í ágúst en hélt að ég væri bara með flensu og þetta myndi lagast. Lifði glamúrlífi í London Þrátt fyrir glamúrlífið í gegnum tíðina er uppruni Karls Berndsen fábrotinn – hann er uppalinn á Skagaströnd og var meðal annars á sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.